Unglingadeild Leikfélags Hafnarfjarðar laugardaginn 4. apríl í húsakynnum félagsins í Gamla Lækjarskóla í Hafnarfirði, nýtt frumsamið spunaverk sem ber nafnið Gefðu Jens séns. Það er unnið af leikhópnum og leikstjórum hans. Leikhópurinn samanstendur af 8 eldhressum unglingum, en umsjónarmenn og leikstjórar eru þær Guðrún Sóley Sigurðardóttir og Hrefna Lind Lárusdóttir.

Æfingar í leiksmiðju hófust í lok janúar og er verkið afrakstur þeirra. Byrjað var í æfingum út frá karakterum sem leikarar bjuggu til. Karakterarnir höfðu allir sína sögu sem síðar voru fléttaðar saman í senur og loks fullmótað handrit. Afraksturinn er Gefðu Jens séns, spunaverk í fullri lengd.

Sýningar verða sem hér segir:

4. apríl, laugadagur – 20.00 FRUMSÝNING
5. apríl, sunnudagur- 20.00
6. apríl, mánudagur – 20.00
7. apríl, þriðjudagur- 20.00
16. apríl, fimmtudagur – 20.00
17. apríl, föstudagur- 20.00
20. apríl, mánudagur – 20.00
21.apríl, þriðjudagur – 20.00
23. apríl, fimmtudagur- 20.00
24. apríl, föstudagur – 20.00 LOKASÝNING

Hægt er að panta miða hjá Guðrúnu Sóleyju í síma 8688720 eða með því að senda tölvupóst á leikfelagid@simnet.is. Miðaverð er aðeins kr 500 fyrir nema en 1000 fyrir aðra.

{mos_fb_discuss:2}