Nú er vetrarstarf FLÍSS- (Félags um leiklist í skólastarfi) og Fræðsludeildar Þjóðleikhússins að fara í gang. Dagskrá vetrarins er í smíðum og mun yfirlit yfir hana verða sent innan tíðar. Stefnt er að frábærri dagskrá í vetur og mun þar bjóðast frábært tækifæri til að dýpka notkun sína á leiklist í skólastarfi.
Fyrsta vinnusmiðja vetrarins verður hinsvegar í næstu viku, fimmtudaginn 20. september, kl 20.00 í Dómssalnum að Lindargötu 3. Kennarar á námskeiðinu verða Jakob Kiørboe leiklistarkennari og Birte Zander tónlistarkennari en þau koma bæði frá Slagelse Pædagogseminarium í Slagelse. Bæði hafa þau mikla reynslu af kennslu og hafa skemmtilegar hugmyndir um leiklist í námi.
Yfirskrift námskeiðsins er: Frá persónulegri frásögn til sýningar. Unnið verður út frá reynslu þátttakenda, upplifunum, vonum, draumum og hræðslu með það að markmiði að gera sögu hvers og eins að sameiginlegri sögu alls hópsins. Smiðjan er bæði verkleg og fræðileg og mun standa í tvær og hálfa klukkustund. Verð er 3000 kr á manninn og borgast annaðhvort með peningum á staðnum eða með því að leggja inn á bankareikning eða reikningur er sendur á viðkomandi skóla er þátttakandi er frá. Missið ekki af þessu einstæða tækifæri að kynnast því hvað Danir eru að gera í sambandi við leiklist í skólastarfi.