Vefur vikunnar
Hugleikur
Hugleikur í Reykjavík fagnaði 20 ára afmæli þann 24. apríl og opnaði af því tilefni nýjan vef félagsins. Þar er að finna hafsjó af upplýsingum um starfsemi félagsins frá upphafi og þá einstaklinga sem að því hafa komið ásamt söngtextum úr leikritum og ýmislegt fleira.
Sjón er sögu ríkari.

Vefur vikunnar – Leiklistarnám á vefnum
Introduction to Theatre

Vefur vikunnar býður nám í leiklist á vefnum. Í námsskránni kennir ýmissa grasa.
Lítið á hana hér.
Vefur vikunnar
Hotreview.org

HotReview er bandarískur vefur helgaður leiklistargagnrýni og -umfjöllun. Þó hann sé nokkuð New-York-sentrískur er samt ýmislegt skarplegt skrifað þarna um ný leikrit, nýjar uppfærslur eldri verka og annað sem áhugamenn um leikhús nenna einir að lesa. Sjá vefinn hér.

Vefur vikunnar – Playback Theatre
Playback Network

Playback Theatre er nokkurskonar félagssálfræðilegt leikhús sem gengur í stuttu máli út á að leiknir eru atburðir úr lífi áhorfenda. Fyrirbrigðið er lítt þekkt hérlendis en þeir sem vilja fræðast meira um það geta litið á vefinn International Playback Theatre Network.

Vefur vikunnar
Richard III
Í tilefni af sýningu Þjóðleikhússins á Ríkarði III eftir Shakespeare er vefur vikunnar helgaður þessum umdeilda kóngi. Eða nánar tiltekið félagsskap sem hefur það að markmiði að endurreisa mannorð hans, sem verk Shakespeares hefur átt stærstan þátt í að sverta síðastliðin fjögur hundruð ár. Vefur félagsins er efnisríkur mjög og þar er saga Rósastríðanna og Ríkarðs Plantagenet, hertoga af Glostri, rakin og leiðrétt. Lesið og sannfærist

Vefur vikunnar
Playwright's Cooperative

The Playwright’s Cooperative er félagsskapur leikskálda sem bjóða verk sín á vefnum. Hægt er að skoða útdrátt úr verkunum og fá verkin send í tölvupósti á PDF formi. Smellið hér til að líta á úrvalið.
Vefur vikunnar ? Freyvangsleikhúsið
Káinnlít
Freyvangsleikhúsið heldur úti vefsíðu þar sem hægt er að kynna sér nýjustu fréttir af starfsemi þess og þar ber auðvitað hæst um þessar mundir sýningin á Káinn eftir prófast þeirra Eyfirðinga Hannes Örn Blandon. Endilega kíkið á þennan ágæta vef Freyvangsleikhússins.
Vefur vikunnar
Karlinn lít
Leikfélag Hólmavíkur heldur úti stórskemmtilegum vef þar sem hægt er að kynna sér allt það sem félagið hefur tekið sér fyrir hendur á undanförnum árum. Endilega kíkið á hann hérna.
Vefur vikunnar bjargar jólaboðunum
ShakespearevefurJólin nálgast og með þeim hin uggvænlegu jólaboð með fjarskyldu ættingjunum sem þú sérð einu sinni á ári og veist aldrei hvað þú átt að tala um við. Vefur vikunnar leysir vandann með því að gera þig að Shakespearefræðingi á mettíma. Hvað svo sem gerist eru þessar löngu og óþægilegu þagnir úr sögunni. Annaðhvort geturðu ausið úr brunnum visku þinnar um Shakespeare fyrir Sigga frænda eða séð til þess að hann láti þig í friði.

Vefur vikunnar
London Theatre Guide

Færst hefur í vöxt að íslenskt leikhúsáhugafólk bregði sér til Mekka leiklistarinnar í Lundúnum til að fara í leikhús. Þar er óendanlegt framboð af leiksýningum í öllum regnbogans litum. Vefur vikunnar getur verið gott hjálpartæki til að velja úr þeim aragrúa sýninga sem í boði eru.
Vefur vikunnar
KanadaVefur vikunnar færir þér allt sem þú vildir vita um kanadískt leikhús. Sjá Canadian Encyclopedia of Theatre .
Kabuki fyrir byrjendur – Vefur vikunnar
KabukiKabuki er alþýðlegri armurinn af hefðbundnu japönsku leikhúsi. Hér er ágætur kynningarvefur um þessa sérstöku hefð. Þar má m.a. hlusta á tóndæmi úr Kabuki-hljóðfærum, fylgjast með Onnagata-leikara koma sér í kvengerfi, og hlusta á frammíköll æstra aðdáenda.

Kínverska

Khirkyon ke bajne se khirkati hai khirkiyah

Tungubrjótar eru nauðsynleg hjálpartæki í vopnabúri hins metnaðargjarna leikara. Í hinu fjölmenningarlega nútímasamfélagi er engin ástæða til að einskorða sig við íslenska tungubrjóta, svo hér er að finna alþjóðlegt safn af þeim.

Boltamaður

Sirkusinn er kominn í bæinn!

Hefur þú átt þér þann draum að stofna sirkus en ekki getað látið verða af því? Nú er ekki eftir neinu að bíða. Vefur vikunnar býður allt sem sannur sirkusmaður þarf. Lítið á  www.unicycle.fr.

Ibsen-grín

Allt sem þú vildir vita um Henrik Ibsen…

…og rúmlega það. Afar ítarlegur og fróðlegur vefur um hið gagnmerka norska leikskáld. Fullt af greinum, upplýsingum, tilvitnunum og nýjustu fréttum af Ibsen (hann er víst ennþá dauður) og áhugafólki um hann má finna á vefnum www.ibsen.net/

Konur

Þetta er ungt og leikur sér
Á tímum æskudýrkunar er hollt að sjá gróskuna sem er í listalífi þeirra sem eldri eru. Vefur vikunnar fjallar um leiklist á forsendum eldri borgara. Leikhópar eldri borgara, leikrit, sýningar, markaðsmál og margt fleira frá sjónarhóli þessa hóps. Lítið á http://www.seniortheatre.com/
Shakespeare1

Vefur vikunnar
Í dag er fæðingardagur Shakespeares, og annars öllu lakari leikritahöfundar sem við tölum ekki um. Hér er stór og mikill Shakespearevefur fyrir áhugasama: http://shakespeare.palomar.edu/. Sjá einnig Fyrri vefi vikunnar

… fyrir þá sem efast um þennan afmælisdag þá er hér samsæriskenning um aðShakespeare hafi ekki verið höfundur verka sinna: http://www.shakespeare-oxford.com/
Stage tech

Vefur vikunnar
Vefur vikunnar er fyrir hinar ósungnu hetjur leikhússins, ljósamenn, hljóðmenn og aðra þá er koma að tæknimálum í leikhúsi. Lítið á The Stage Technician’s Page. Sjá einnig Fyrri vefi vikunnar

Leikskáldafélagið

Vefur vikunnar – Leikskáld.
Leikskáldafélag Íslands rekur áhugaverðan vef um íslensk leikskáld og afurðir þeirra. Þar er t.d. hægt að skoða leikverk eftir höfundum. Lítið á þennan forvitnilega Vef vikunnar  Sjá einnig Fyrri vefi vikunnar

Musicals

Vefur vikunnar – Söngleikir.
Söngleikir eru eitt vinsælasta form leikhúss í dag. Vefur vikunnar geymir ókjör upplýsinga um flesta þekktustu söngleikina s.s. yfirlit söguþráðar, lagalista og margt fleira. Sjá einnig Fyrri vefi vikunnar
Drama Collection

Vefur vikunnar – Leikrit á vefnum.
Vefur vikunnar geymir leikrit af ýmsum toga.Þar er t.d. að finna verk Shakespeares og Sófóklesar auk verka eftir G. Bernard Shaw, Moliere, Ben Jonson og aðra meiri og minni spámenn. Sjá einnig Fyrri vefi vikunnar
Dramaturgy

Vefur vikunnar – Ég heiti Túrg. Drama Túrg.
Vefur vikunnar fjallar um þær undarlegu persónur sem líða um leikhússali með yfirbragð æðri skilnings. Sjá einnig Fyrri vefi vikunnar
Leikkona

Vefur vikunnar – Grunntækni leikarans
Vefur vikunnar fjallar um grunntækni í vinnu leikarans s.s. upphitun, persónusköpun, sviðstækni og fleira. Góður vefur fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref á sviði og hina sem vilja fríska upp á grunninn. Sjá einnig Fyrri vefi vikunnar

Il Capitano

Vefur vikunnar – Commedia dell’arte

Flestir hafa heyrt minnst á Commedia dell’arte en þeir eru eflaust færri sem þekkja eitthvað til þessa dásamlega leikhúsforms sem m.a. hafði sterk áhrif á ekki minni mann en Charlie Chaplin. Vefur vikunnar getur leitt fólk í allan sannleika.  Sjá einnig Fyrri vefi vikunnar

Online Classics

Vefur vikunnar – Leiksýning í tölvunni

Vefur vikunnar býður þér að horfa á leiksýningar, óperur og sitthvað fleira á tölvuskjánum. Að vísu þarf að borga fyrir það og vissara að hafa þokkalega hraðvirka tengingu við Netið. Lítið á vefinn hér og skoðið hvað er í boði. Sjá einnig Fyrri vefi vikunnar

Harold Pinter

„Ljósin kvikna. Hvað gerist næst?“

Vefur vikunnar er helgaður leikskáldinu góðkunna Harold Pinter. Afskaplega fjölbreyttur og áhugaverður vefur.

Pennywise

Leikhúshryllingur

Vefur vikunnar býður áhugasömum að kaupa grímur og farða af hryllilegra taginu. Lítið á Screamteam.

Leikritun

Með skáld í maganum?

Um Vef vikunnar hefur verið sagt: "Sundurlaus, krókótt, kredduföst og algerlega ómissandi leiðsögn um alla þætti leikritunar…" Lítið á The Playwriting Seminars.

Victorian2

Vefur vikunnar – Búningar og búningasaumur

Á vef vikunnar er að finna ótalmargt er lýtur að búningum og búningagerð. Meðal annars er hægt að fara á vefnámskeið í búningasaum, skoða tísku mismunandi tímabila og jafnvel bjóða í flíkur á uppboði. Aðaláherslan virðist þó vera á "periódubúninga". Lítið á The Costume Gallery.

Naranja2

Vefur vikunnar – Leikþættir fyrir konur

Oft er kvartað yfir skorti á leikþáttum fyrir konur. Vefur vikunnar inniheldur fjölda stuttra einleikja fyrir konur og það besta er að þá má nota að vild.

 

Zorro

Vefur vikunnar – Hver er þessi grímuklæddi maður?

Leikarar þurfa að kunna skil á ýmsu.  Ef þú hreppir hlutverk Hamlets eða Zorro getur vefur vikunnar komið í góðar þarfir. 

 

Slys

Vefur vikunnar – Mit sværd er væk, så jeg dør af skræk!
Vefur vikunnar birtir hryllingssögur úr leikhúsinu, margar reyndar ansi fyndnar. Lítið á Theatrical Calamities.

National Theatre

Vefur mánaðarins – Keðjuleikrit á Vefnum 

Keðjuleikrit breska Þjóðleikhússins verður sífellt skrítnara og skemmtilegra. Fylgist með daglega á http://www.nationaltheatre.org.uk/nt25/chainplay/ og svo er hægt að taka þátt í vangaveltum um stykkið og höfundana hér.