Nýtt gamanleikrit um kvíðakast aldarinnar eftir leikhópinn SmartíLab verður rumsýnt í Tjarnarbíó sunnudaginn 9. apríl kl. 20:30.
Baldur stígur á svið og er að hefja fyrirlestur um nýjasta listaverk sitt. Hann finnur að eitthvað er ekki eins og það á að vera… hann frýs. Hann er að fá sitt fyrsta kvíðakast. Hann kíkir inn í heilann sinn og sér þá hvar stjórnstöðin er að bila.
Við kynnumst Baldri – ótta hans, þrálátum hugsunum og leit hans að lausn. Við kynnumst líka öllum hinum Böldrunum, því kvíði býr í okkur öllum. Birtingarmyndir kvíða geta verið ótalmargar og upplifun hvers og eins er sérstök. Fimm leikarar túlka mörg andlit kvíðans, í sjónrænu, gamansömu leikverki.
Í verkinu verður kvíðinn skoðaður frá ýmsum sjónarhornum og kafað í tilfinningar, hugsanir, magaverki, tölvuleiki, geðlyf, svefntruflanir, sjálfsþekkingu, sigra, bata, hugarangur og sálarfrið. Og ofurhetjukvíðamaðurinn kemur við sögu, að sjálfsögðu.
Rannsóknir sýna að á hverju ári þjást um 12% Íslendinga af óeðlilegum eða sjúklegum kvíða. Leikverkið fjallar á glettinn hátt um þetta erfiða málefni, með það að markmiði að vekja fólk til meðvitundar og opna umræðuna um geðheilbrigði á Íslandi enn frekar.
Höfundur: SmartíLab-hópurinn
Leikstjóri: Sara Martí
Framkvæmdastjóri: Martin L. Sörensen
Leikmynda og búningahönnuður: Brynja Björnsdóttir
Tónlist: Stefán Örn Gunnlaugsson (Íkorni)
Ljósahönnun: Arnar Ingvarsson
Leikarar: Kjartan Darri Kristjánsson, Sigrún Huld Skúladóttir, Guðmundur Felixson, Agnes Wild, Hannes Óli Ágústsson
Sýningartímar:
9. apríl, sunnudagur, 20:30
18. apríl, þriðjudagur, 20:30
22. apríl, laugardagur, 20:30
29. apríl, laugardagur, 20:30