ImageLeiklistarskóli Bandalags íslenskra leikfélaga auglýsir:

Fyrirlestrahelgi um tækni- og hönnunarmál fyrir leikstjóra og aðra áhugasama verður haldinn dagana 1. og 2. október 2005.

Heiti námskeiðsins eru: Hinar þúsund þjalir leikstjórans eða Tæknipungapróf fyrir leikstjóra eða Allt sem leikstjórinn þarf að vita um tæknimál en hefur ekki þorað að spyrja um.

Tilgangur námskeiðsins er að gera leikstjóra sem vinna með áhugaleikfélögum betur færa um að vinna með misvönum tæknimönnum, stýra hönnunar- og tæknivinnu og þegar allt um þrýtur að vinna hana sjálfir.

Fyrirlestrahelgin verður haldin í húsnæði Leikfélags Hafnarfjarðar í gamla Lækjarskóla við Lækinn í Hafnarfirði.

Þátttökugjald er 6.500 á mann. Kaffi er innifalið í verðinu.  Þátttökugjaldið þarf að vera greitt þegar námskeiðið hefst.
Greiða má inn á reikning 1150-26-5463, kt. 440169-0239.

Viðurkenningaskjöl verða afhent í lokin.

Skráning fer fram hjá Bandalagi íslenskra leikfélaga í síma 5516974 eða á netfanginu info@leiklist.is.

Síðasti skráningardagur er 21. september 2005.

Dagskrá:

Laugardagur 1. október:

Kl. 09.00    Setning í gamla Lækjarskóla, Hafnarfirði

Imagekl. 09.15    Leikmynd, fyrirlesari Snorri Freyr Hilmarsson
                    Greining verkefnis m.t.t. hönnunar.
                    Hvernig er vinnuferli við hönnun leikmyndar?
                    Hagnýt ráð við útfærslu, efnisval og vinnu.
kl. 10.15    Kaffihlé
kl. 10.30    Leikmynd, framhald
kl. 11.30    Kaffihlé
kl. 11.45    Fyrirspurnir og umræður, stjórnandi Sigrún Valbergsdóttir
kl. 12.15    Matarhlé

Imagekl. 13.30    Búningar, fyrirlesari Þórunn Elísabet Sveinsdóttir
                    Greining verkefnis m.t.t. hönnunar.
                    Hvernig er vinnuferli við hönnun búninga?
                    Hagnýt ráð við útfærslu, efnisval og vinnu.
kl. 14.30    Kaffihlé
kl. 14.45    Búningar, framhald
kl. 15.45    Kaffihlé
kl. 16.00    Fyrirspurnir og umræður, stjórnandi Sigrún Valbergsdóttir


Sunnudagur 2. október:

ImageKl. 10.00    Gervi og förðun, fyrirlesari Ásta Hafþórsdóttir
                    Greining verkefnis m.t.t. hönnunar.
                    Grunnatriði varðandi útlit og förðun.
                    Hagnýt ráð við útfærslu, efnisval og vinnu.
kl. 11.00    Kaffihlé
kl. 11.15    Gervi og förðun, framhald
kl. 12.00    Fyrirspurnir og umræður, stjórnandi Sigrún Valbergsdóttir
kl. 12.30    Matarhlé

Imagekl. 13.30    Lýsing, fyrirlesari Egill Ingibergsson
                    Hvernig virka græjurnar?
                    Hvernig er vinnuferlið við hönnun lýsingar?
                    Hagnýt ráð við hönnun einfaldrar lýsingar.
                    Einfaldir en áhrifaríkir effektar.
kl. 14.30    Kaffihlé
kl. 14.45    Lýsing, framhald
kl. 15.45    Kaffihlé
kl. 16.00    Fyrirspurnir og umræður, stjórnandi Sigrún Valbergsdóttir

kl. 16.30    Slit og afhending viðurkenningaskjala

ImageSigrún Valbergsdóttir hefur umsjón með umræðum og fyrirspurnum. Hún hefur frá stofnun leitt menntun leikstjóra í Leiklistarskóla Bandalagsins. Fyrirlesarar eru allir virtir fagmenn, hver á sínu sviði. Snorri Freyr vinnur sem leikmyndahönnuður hjá Sjónvarpinu, Þórunn sem búningahönnuður hjá Þjóðleikhúsinu, Ásta er leikgervahönnuður og Egill er ljósahönnuður leiklistardeildar Listaháskóla Íslands.

Kennarar skólans og starfsfólk:
Skólameistari ­­— Gunnhildur Sigurðardóttir, gss@hi.is
Aðstoðarskólameistari — Sigríður Karlsdóttir, sirryk@simnet.is
Skólanefnd – Huld Óskarsdóttir, huld@mbl.is
Skólanefnd – Dýrleif Jónsdóttir, dillajons@simnet.is
Skólanefnd – Herdís Þorgeirsdóttir, herdisth@penninn.is
Skólanefnd, til vara – Hrefna Friðriksdóttir, hrefna@bvs.is
Umsjón og stjórnun fyrirlestra – Sigrún Valbergsdóttir, sigrunvalb@mmedia.is
Fyrirlesari, leikmynd – Snorri Freyr Hilmarsson, sími 861 3372
Fyrirlesari, búningar – Þórunn Sveinsdóttir, sími 551 0752
Fyrirlesari, gervi og förðun – Ásta Hafþórsdóttir, astahaf@simnet.is
Fyrirlesari, lýsing – Egill Ingibergsson, egill@lhi.is

Bandalag íslenskra leikfélaga, Laugavegi 96, IS-101 Reykjavík, símar 551 6974
og 562 2944, fax 562 2984, netfang info@leiklist.is, veffang www.leiklist.is