Aðalfundur Bandalags íslenskra leikfélaga 2022
1. Fundarsetning. Kosning 2ja fundarstjóra og 2ja fundarritara, sem taka þegar til starfa. Lögmæti fundarins kannað.
Guðfinna Gunnarsdóttir formaður Bandalagsins setur þennan framhalds aðalfund við 72. aðalfund BÍL.
Hún býður alla velkomna.
Guðfinna stingur upp á F. Ella Hafliðasyni sem fundarstjóra og Jónheiði Ísleifsdóttur sem fundarritara.
Elli biður um könnun á lögmæti fundar.
Dýrleif segir að borist hafi sjö kjörbréf frá sjö félögum og búið sé að kanna lögmæti fundar og hann sé löglegur.
2. Kjörnefnd afgreiðir kjörbréf og afhendir atkvæðaspjöld, skýrir stöðu mála varðandi stjórnarkjör og auglýsir eftir tillögum.
Dýrleif les upp þau leikfélög sem eiga atkvæðisrétt á fundinum og deilir út atkvæðaspjöldum. Það eru sjö félög með atkvæði á fundinum. Fjögur félög eru með fulltrúa á staðnum en þrjú félög eru með fulltrúa á Zoom.
Búið er að kjósa í stjórn fyrir árið og þess vegna er ekki þörf á að auglýsa eftir tillögum og framboðum.
Elli útskýrir hvernig atkvæðagreiðsla fer fram á fundinum. Þeir sem eru að staðnum rétta upp sín spjöld, en þeir sem taka þátt á zoom fá upp atkvæðagreiðslu á zoom þar sem þeir geta greitt atkvæði.
Ef fólk á Zoom vill taka til máls þá er hægt rétta upp hendi með “reaction” á zoom.
3. Fundargerð síðasta aðalfundar afgreidd.
Fundarstjóri bendir á að aðalfundargerð síðasta fundar sé aðgengileg á vefnum og hlekk á hana var deilt með fundarboði og að fulltrúar ættu að hafa haft tækifæri til að kynna sér hana og kallar eftir athugasemdum.
Engar athugasemdir og fundargerð síðasta aðalfundar er afgreidd samhljóða.
4. Framkvæmdastjóri leggur fram endurskoðaða reikninga síðasta árs og skýrir þá.
Elli býður Herði að kynna reikninga síðasta árs.
Hörður deilir út útprentuðum reikningum á staðnum og þeir sem eru á zoom geta skoðað reikninga á vefnum.
Hann talar um að kynnt hafi verið drög að reikningum í vor en ætlar að fara yfir þetta aftur.
Hann fer yfir reikninga á skjánum því skjalið á vefnum inniheldur ekki rekstrar reikninginn, það verður leiðrétt strax eftir fund.
5. Umræður um skýrslu stjórnar og afgreiðsla reikninga.
Fundarstjóri opnar umræður um reikninga bandalagsins.
Engar spurningar eða athugasemdir eru við ársreikning þannig að fundarstjóri setur í gang atkvæðagreiðslu á zoom (3 félög) og þeir sem eru á staðnum (4 félög) greiða atkvæði þar.
Ársreikningur er samþykktur með öllum greiddum atkvæðum.
6. Önnur mál
Fundarstjóri opnar umræður um önnur mál.
Hörður stingur upp á að gaman væri að heyra í þátttakendum á fundinum og fundurinn tekur vel í það.
Arnar frá Leikfélagi Húnaþings Vestra byrjar. Ekkert er komið af stað en þau eru að byrja á vinnu í sambandi við söngleik eftir Ármann Guðmundsson sem byggður er á lögum Gunna Þórðar. Áætluð er frumsýning um páskana. Þau stefna á að setja upp minni jóla sýningu.
Sigga Lára býðst til að frumsýna nýja kærastan. Valgeir Skagfjörð er að setja upp Gulleyjuna með leikfélagi Fljótsdalshérðs og stefnt á frumsýningu í október/nóvember. Líklega leikgerð eftir Karl Ágúst og Sigurð Sigurjónsson.
Steinunn frá Leikfélagi Flateyrar. Þau stefndu á að setja upp sýningu í haust. Nokkrir leikstjórar hafa hætt við en núna virðist það vera að glæðast þar sem þau eru í viðræðum við leikstjóra og stefna á sýningu í vetur.
Jónheiður segir frá því að miklar framkvæmdir séu í gangi og fyrirhugaðar í litla leikhúsinu á Selfossi og þessvegna hefur frestast að plana haust og vetur en það er fundur eftir helgi og eftir það skýrist hvað verður hægt að gera í haust og vetur. LS stefnir á að taka þátt í menningarmánuðinum október og svo er fyrirhugað að halda einhver námskeið og stefnt á sýningu eftir áramót.
Þórfríður segir frá að Leikfélag Norðfjarðar hefur ekki gert neitt síðan COvid, vegna þess að það myndi hófst en þau stefna á sýningu í vetur og verða í samstafi við jólasveinana um jólin. Búið er að taka rafmagnið í félagsheimilinu sem verður búbót fyrir þau. Þau reka leikfélagið á núlli og geyma aldrei pening.
Ása Hildur frá Halaleikhópnum segir frá því að þau hafi verið að æfa verk í tvö ár og stefna á að sýna Obbosí Eldgos eftir Sigrúnu Valbergs í vetur.
Lilja frá LH segir frá því að lítið sé að frétta. Stjórnin stefnir á fund fljótlega til að plana haust og vetur. Mögulega gætu þau fengið inni hjá karlakórnum Þrestir en það er ekki komið á hreint. Þau eru ennþá húsnæðislaus og halda áfram að berjast fyrir því en það er mikill áhugi á að halda starfinu áfram að skipuleggja námskeið til að halda starfi leikfélagsins á lofti og sinni þeim nýliðum sem hafa áhuga á að starfa í leikfélagi. Virkni er lykilatriði til að fá húsnæði.
Sigrún talar um að leikfélagið Sýnir hafi ekki haft fund í haust en það hefur verið umræða um að skipuleggja stuttverkahátíð x fara norður og x koma suður.
Sigrún talar um að Leikfélag Kópavogs sé að æfa tvo þætti eftir Dario Fó. Æfingar er í gangi og verður frumsýnt 30. Október.
Dýrleif talar um að Hugleikur sé að stefna á að setja upp stuttverkadagskrá með verkum eftir Júlíu Hannam, væntanlega sýning 4.-5. nóv. Þessi hugmynd kviknað eftir að Þórunn stjórnaði stuttverka dagskrá með eigin verkum í vor. Þá datt Júliu í hug að gera svipað í tilefni að sjötugs afmæli sínu. Þau hafa húsnæði til æfinga en reksturinn kostar og það fást engir styrkir frá Reykjavíkurborg og það kostar milljón á ári að reka æfingahúsnæðið. Reykjavíkurborg hefur ekki komið til móts við félagið með fasteignagjöldin. Höfundahópur hittist og stefnt er á sýningu eftir áramót. Dýrleif er að taka til og henda allskonar dóti sem ekki er notað lengur. Stefnt er á tóman æfingasal svo hægt sé að leigja æfingarými til sjálfstæðra leikhópa.
Elli kallar eftir fleiri öðrum málum.
Hörður segir frá því að búið sé að skrá Bandalag íslenskra leikfélaga á almannaheilla skrá þannig að nú er hægt að styrkja Bandalagið og hann stingur upp á að leikfélögin geti gert það sama. Hann segir frá því að tillaga hafi komið fram og
Þórfríður kveður sér hljóðs og spyr hvort búið sé að taka ákvörðun um hvar næsti aðalfundur verður haldinn því það kom boð frá leikfélagi Norðfjarðar. Guðfinna svara að ekki sé búið að ræða þetta til hlýtar á stjórnarfundi þar sem það komu fram tvö tilboð um næsta aðalfundastað og það komi jafnvel til greina að skipta þessu á milli ára þannig að við verðum í Freyvangi annað árið og á Norðfirði hitt árið.
Ella hlakkar til að koma á tvo staði á næsta ári og stingur upp á að nota BÍL bílinn. Hann kemur svo með fyrirspurn um húsnæðismál Bandalagsins. Hörður svara þvi að uppi sé pattstaða milli eiganda húsnæðisins og Reykjavíkurborgar en við þurfum að vera við öllu búin og gætum þurft að finna nýtt húsnæði með stuttum fyrirvara. Guðfinna talar um að húsnæðiskaup séu ekki vænleg eins og staðan er á markaði í dag.
Sigríður kveður sér hljóðs og talar um að mögulega gæti verið hugmynd að kaupa smáhýsi og fá að setja það einhversstaðar. Fundur þakkar fyrir góða hugmynd og ræðir þetta aðeins áfram. Þetta verður skoðað eins og annað í sambandi við húsnæðismáls.
Elli spyr hvort aðrir vilji segja eitthvað og Sigríðru Lára frumsýnir nýja kærastan.
Guðfinna þakkar fundarstjóra, fundarritara, kjörnefnd og framkvæmdastjóra fyrir skipulagið og öllum fyrir komuna.
Hún þakkar kærlega fyrir góðan fund, hvetur fólk til að leika meira og hafa samband ef eitthvað er og slítur fundi.