Fundargerð aðalfundar Bandalags íslenskra leikfélaga
haldinn að Melum í Hörgárdal 2. maí 2015
1. Fundarsetning. Kosning 2ja fundarstjóra og 2ja fundarritara, sem taka þegar til starfa. Lögmæti fundarins kannað.
Guðfinna Gunnarsdóttir, varformaður Bandalagsins, setti fundinn og stakk upp á Aðalsteini H. Hreinssyni og Stefaníu E. Hallbjörnsdóttur frá Leikfélagi Hörgdæla sem fundarstjórum og Ármanni Guðmundssyni, Leikfélaginu Sýnir og Magnþóru Kristjánsdóttur, Leikfélagi Ölfuss sem fundarriturum.
Samþykkt.
2. Kjörnefnd afgreiðir kjörbréf og afhendir atkvæðaspjöld, skýrir stöðu mála varðandi stjórnarkjör og auglýsir eftir tillögum.
Kjörnefnd afgreiddi kjörbréf og afhenti atkvæðaspjöld. 19 félög eiga atkvæði á fundinum. Því næst kynntu fundargestir sig.
Dýrleif Jónsdóttir, kjörnefndarfulltrúi, sagði frá stjórnarkjöri og óskaði eftir framboðum.
3. Menningarstefna Bandalagsins lesin og rædd.
Embla Guðmundsdóttir, las Menningarstefnu Bandalagsins. Engar umræður.
4. Staðfest inntaka nýrra félaga, félög tekin af félagaskrá.
Þráinn Sigvaldason kynnti. Leikfélagið Baldur sótti um inngöngu í Bandalagið og Leikfélag Patreksfjarðar sagði sig úr því.
5. Fundargerð síðasta aðalfundar afgreidd.
Fundargerð síðasta aðalfundar borin upp og samþykkt einróma.
6. Skýrsla stjórnar.
Skýrslu stjórnar flutti Guðfinna Gunnarsdóttir í fjarveru Þorgeirs Tryggvasonar formanns.
Skýrsla stjórnar á aðalfundi
Bandalags íslenskra leikfélaga
Melum í Hörgárdal 2 – 3. maí 2015
I – Stjórn
Á starfsárinu skipuðu stjórn þau:
Þorgeir Tryggvason, Reykjavík, formaður
Guðfinna Gunnarsdóttir, Selfossi, varaformaður
Ólöf Þórðardóttir, Mosfellsbæ, ritari
Bernharð Arnarson, Hörgárdal, meðstjórnandi
og Þráinn Sigvaldason, Borgarfirði eystri, meðstjórnandi
Í varastjórn sátu Embla Guðmundsdóttir Umf. Reykdæla, Gísli Björn Heimisson, Leikfélagi Hafnarfjarðar, Salbjörg Engilbertsdóttir, Leikfélagi Hólmavíkur, Ylfa Mist Helgadóttir, Leikfélagi Bolungarvíkur, og Þrúður Sigurðardóttir, Leikfélagi Ölfuss.
Framkvæmdastjóri og allt í öllu í Þjónustumiðstöðinni er sem fyrr Vilborg Á. Valgarðsdóttir.
Stjórn hélt fjóra fundi á starfsárinu. Einn í Vestmannaeyjum að afloknum aðalfundi en hina þrjá í Þjónustumiðstöðinni í Reykjavík. Fjarfundabúnaður var nýttur til að koma Þráni í samband við fundi í tvö skipti og gafst vel.
Stjórnarmönnum og starfsfólki er þakkað fyrir góða og vinnusama fundi á starfsárinu.
II – Starfsemi félaganna
38 aðildarfélög Bandalagsins sendu inn styrkumsóknir fyrir alls 110 leiksýningar og leikþætti, 20 námskeið og 30 skólanemendur fyrir leikárið 2013–14. Fullur styrkur reyndist vera 256.301 krónur. Ársritið okkar inniheldur síðan allar frekari upplýsingar um starfsemina. Ekki liggja fyrir tölur um umfang starfsins á þessu leikári en engin ástæða til að ætla annað en það sé svipað og verið hefur. Félögin í Bandalaginu eru nú 57 talsins.
III – Starfsáætlun
Á síðasta aðalfundi var að venju samþykkt starfsáætlun og verður nú farið yfir hana og sagt frá hvað gert var til að efna einstaka liði hennar.
Rekstur þjónustumiðstöðvar, Leiklistarskóla, Leiklistarvefsins og annarra fastra liða í starfseminni.
Eftir umbrotatíma í rekstrar- og fjármálum miðsvöðvarinnar virðist nú loksins vera komið á jafnvægi, eins og reikningar sem framkvæmdastjóri skýrir síðar á fundinum mun leiða betur í ljós.
Um skólann og vefinn munu fulltrúar viðkomandi nefnda fjalla í sínum skýrslum.
Leita eftir hækkuðum framlögum úr opinberum sjóðum og frá einkaaðilum til starfsemi áhugaleikfélaganna og sameiginlegra verkefna.
Framlag til starfsemi áhugaleikfélaganna er nú 16.2 milj. kr. Til þjónustumiðstöðvarinnar er framlagið 5 milj. kr. á ári samkvæmt samningi sem gildir til loka ársins 2015.
Samning okkar við mennta- og menningarmálaráðuneytið þarf að endurnýja á næstu mánuðum og höfum við óskað eftir að funda með ráðuneytisfólki við fyrsta tækifæri. Ljóst er að við munum leita eftir hækkuðum framlögum til að koma starfseminni á þann kjöl sem hann þarf að vera til framtíðar. Á síðasta stjórnarfundi var ákveðið að fara fram á að styrkur til starfsemi Bandalagsins verði sambærilegur og hann var fyrir hrun eða 8,5 milj.
Um baráttu fyrir hækkun styrks til starfsemi leikfélaganna er það að segja að ríflega ársgamalli beiðni okkar um fund með ráðherra hefur ekki verið svarað.
Sérverkefni ársins
Skipuleggja stuttverkahátíð NEATA á Íslandi 4. október 2014.
Það var komið ískyggilega nærri hátíðinni þegar skipulagsnefndin fór í vettvangsferð í Hlégarð þar sem til stóð að halda hátíðina. Strax varð ljóst að það myndi kosta ófá handtök að gera sýningaraðstöðuna nothæfa fyrir hátíð af þessu tagi. Ákveðið var á staðnum að kanna aðra möguleika og stuttu síðar lá fyrir að Leikfélag Kópavogs gæti hýst hátíðina í Leikhúsinu sínu. Leikfélag Mosfellssveitar tók eftir sem áður að sér að sjá um hátíðarkvöldverð sem þau gerðu með miklum bravör.
Það reyndist mikið heillaspor að fá inni hjá LK. Þar ráða ríkjum miklir skipulags- og tæknimeistarar og tóku þeir til óspilltra málanna að undirbúa, kalla eftir upplýsingum og gera kerin klár. Enda var útkoman hreint afbragð. Fullur salur, en engum þurfti að vísa frá, snurðulaust flæði á öllu og dýrðlegur kynnir úr röðum Kópavogsmanna, trúðurinn Sessý sem fór á kostum.
Sýningarnar urðu á endanum 15, 3 frá Færeyjum og 12 frá 7 íslenskum leikfélögum. Allar afbragð, um það voru áhorfendur og gagrýnendur sammála. Sem og tveir gestir hátíðarinnar frá systursamtökum Bandalagsins í Danmörku, sem fóru heim fullir eldmóðs og áforma um að hefja stuttverkavæðingu vorrar gömlu herraþjóðar hið snarasta.
Bandalag íslenskra leikfélaga færir Leikfélagi Mosfellssveitar og Leikfélagi Kópavogs séstakar þakkir fyrir frábæra og óeigingjarna vinnu og framlag við þessa frábæru hátíð.
IV – Önnur mál
Hugleikur varð hlutskarpastur í samkeppni Þjóðleikhússins um Athyglisverðustu áhugaleiksýningu síðasta árs og sýndi Stund milli stríða eftir Þórunni Guðmundsdóttur á stóra sviðinu 7. júní. Í ár eru sýningarnar átján sem valið verður milli og mun fulltrúi Þjóðleikhússins tilkynna um það undir borðum hér í kvöld.
Af erlendum vettvangi má geta þess að fulltrúar okkar á NEATA-hátíðinni í Porvoo síðasta sumar var Leikfélagið Sýnir sem bauð upp á hreint magnaða sýningu á Sjö samúræjum, með dyggri aðstoð skógarguða Finnlands sem smíðuðu ótrúlega þénuga leikmynd. Vilborg og Þorgeir sóttu hátíðina á eigin vegum og sátu ársfund NEATA. Næsti stóri fundur er í sumar, þegar IATA/AITA alþjóðahátíðin verður haldin í Belgíu. Þar mun Ísland eiga fulltrúa, en sýning Hugleiks, Hin einkar hörmulega ópera um grimman dauða Píramusar og Þispu, var valin til sýningar. Þátttakendur í sýningunni munu sitja ársfund NEATA og aðalfund IATA/AITA fyrir hönd Bandalagsins, á eigin kostnað að venju.
Að gefnu tilefni hafa mál tengd höfundarétti komið til umræðu hjá stjórn í tengslum við ólöglegar uppsetningar á verkum, þó sérstaklega söngleikjum. Ólöglegar, segjum við vegna þess að engu leikfélagi er heimilt að setja upp leikverk án þess að vera búið að tryggja sér sýningarrétt og greiða fyrir höfunda- og þýðendalaun. Stjórn hefur sent bæði aðildarfélögum og Félagi leikstjóra skilaboð, þar sem það er áréttað að styrkveitingar haldist í hendur við sýningarrétt. Það er rangt og ábyrgðarlaust af aðstandendum leiksýninga að leggja af stað í uppsetningu án þess að búið sé að tryggja og greiða fyrir sýningarrétt. Ljóst er að slíkir gjörningar setja ljótan blett á gott og faglegt starf okkar félaga sem vanda til verka. Þetta getur leitt til leiðinda togstreitu og Bandalagið bendlað við vond vinnubrögð fárra. Við verðum öll að standa vörð um rétt höfunda og þýðenda.
Eins og glöggir fundarmenn hafa áttað sig á er formaður Bandalagsins fjarri þessu góða gamni. Þorgeir er staddur í Berlín og biður fyrir góðar kveðjur, og þessi lokaorð:
„Ég hef nú setið sem formaður Bandalagsins í fjögur kjörtímabil og hef ákveðið að gefa ekki kost á mér til áframhaldandi setu. Tímabært að breyta til, bæði fyrir mig og hreyfinguna.
Þetta hafa verið erfið ár í sögu Bandalagsins. Fjárhagslegar þrengingar, húsnæðissviptingar og grófur niðurskurður á opinberum stuðningi hafa einkennt þennan tíma og það er annarra að dæma um hversu vel okkur hefur gengið að spyrna við fæti og vinna úr þeim afleitu spilum sem við höfum haft á hendi, oftast nær.
Mig langar að þakka því frábæra fólki sem barist hefur með mér í stjórn og varastjórn fyrir framúrskarandi samstarf. Einnig hinum öflugu fagnefndum og Lénsherranum sérstaklega.
Og síðast en ekki síst starfsfólki okkar. Hörmulegt var að missa Ármann úr liðinu og nánast óhugsandi, nema fyrir þann ótrúlega klett sem við eigum í Vilborgu. Takk fyrir samstarfið mín kæru.
Þó illa ári í peningum og umgjörð er leiklistin söm við sig. Ekkert hemur sköpunarkraft fólksins, þess sjáum við endalaus dæmi um allt land, og höfum alltaf séð. Meðan svo er höfum við engar áhyggjur, nema rétt svona til að brýna okkur til góðra verka og endurreisnar.
Leikum núna!“
Þorgeir Tryggvason og Guðfinna Gunnarsdóttir
7. Framkvæmdastjóri leggur fram endurskoðaða reikninga síðasta árs og skýrir þá.
Vilborg Valgarðsdóttir skýrði reikninga.
473.000 kr. tap varð á rekstrinum árið 2014. Reksturinn stendur enn í járnum þótt skorið hafi verið niður í flestum liðum.
8. Umræður um skýrslu stjórnar og afgreiðsla reikninga.
F. Elli Hafliðason, Leikfélagi Selfoss, spurði hvernig gengi að ræða við stjórnvöld um hækkun framlaga frá ríkinu. Vilborg sagði það ekki ganga neitt, þrátt fyrir margítrekaðar tilraunir til að fá fund með mennta- og menningarmálaráðherra. Hins vegar væri samningur um framlög til skrifstofu útrunninn og því þyrfti að funda.
Nanna Vilhelmsdóttir, Hugleik, spurði hvort hætta væri á framlög frá ríknu legðust með öllu af. Vilborg svaraði að því væri ómögulegt að svara, hún teldi þó velvilja í garð Bandalagsins innan ráðuneytisins og það væri vonandi rétt mat.
Sigríður Lára Sigurjónsdóttir, Leikfélagi Fljótsdalshéraðs, sagði að þar sem mennta- og menningarmálaráðherrar hefðu sjaldnast tíma eða áhuga til að kynna sér starfsemi áhugaleikfélaga, væri ekki úr vegi að herja á þingmenn. Vilborg sagðist binda vonir við að núvarandi ráðherra sýndi málum okkar skilning þar sem hún vissi til þess að hann þekkti til starfsemi leikfélaga.
Nanna Vilhelmsdóttir lagði til að fólk nýtti samfélagsmiðla til að afla leikfélögunum stuðnings og auka meðvitund um þau í samfélaginu.
F. Elli Hafliðason sagði að pólitíkusar væru áhugasamastir fyrir kosningar og því lægi á að fá kosningar sem fyrst. Hann sagðist líka vilja þakka stjórn og framkvæmdastjóra fyrir frábært starf í fjármálum sl. ár.
Ársreikningur 2015 borinn undir atkvæði og samþykktur samhljóða.
9. Skýrslur nefnda og umræður um þær.
Hrefna Friðriksdóttir flutti skýrslu skólanefndar.
Skýrsla skólanefndar á aðalfundi BÍL 1.-3. maí 2015
Í júlí árið 2014 kvöddum við Gunnhildi Svönu Sigurðardóttur, fyrrverandi skólastjóra Leiklistarskóla Bandalagsins og nefndarkonu í skólanefnd. Við sem þekktum hana hugsum alltaf til hennar með miklum söknuði en um leið djúpu þakklæti fyrir allt hennar ómetanlega starf í þágu skólans, vináttu og kærleik.
Þekking Gunnhildar og reynsla af áhugaleiklist og almennu skólastarfi, kjarkur hennar, metnaður, skipulagshæfileikar, jákvæðni og hlýja átti ríkan þátt í að skólinn varð að veruleika í þeirri mynd sem hann hefur starfað til þessa. Allir sem hafa komið að leiklistarskólanum þekkja þann skólaanda sem Gunnhildur átti svo ríkan þátt í að móta og framlag hennar verður aldrei fullþakkað.
Gunnhildur var skólastýra ásamt Sigríði Karlsdóttur fyrstu 10 starfsár skólans og var þá jafnframt formaður skólanefndar bandalagsins. Hún sat áfram í skólanefndinni eftir að hún hætti sem skólastýra og við sem störfuðum þar með henni nutum reynslu hennar og mannkosta. Hún starfaði með okkur til hinsta dags þrátt fyrir erfið veikindi enda var Gunnhildur kona sem kunni þá list að fanga og njóta lífsins líðandi stunda.
Eftir fráfall Gunnhildar var Gísli Björn Heimisson skipaður í skólanefnd og hefur unnið ásamt mér, Dýrleifi Jónsdóttur, Herdísi Þorgeirsdóttur og Hrund Ólafsdóttur. Sem fyrr ber skólanefndin höfuðábyrgð á að skipuleggja starf leiklistarskóla Bandalagsins og fundar reglulega allt árið. Ég nota þetta tækifæri til að þakka öllu samnefndarfólki mínu fyrir metnaðarfullt og skemmtilegt samstarf.
Leiklistarskóli Bandalagsins var settur í 18. sinn þann 14. júní 2014 að Húnavöllum í Húnavatnshreppi. Þar var tekið vel á móti hópnum. Eins og undanfarin ár lögðum við staðinn undir okkur og unnum í öllum hornum frá morgni til kvölds í lærdóm og leikaraskap.
Skólann árið 2014 sóttu alls 49 nemendur. Námskeiðin voru:
1. Leiklist I – kennari Ágústa Skúladóttir.
2. Leikritun II – kennari Karl Ágúst Úlfsson.
3. Sérnámskeið fyrir leikara – kennari Rúnar Guðbrandsson.
Niðurstöður viðhorfskönnunar bentu til almennrar ánægju með skólastarfið.
Þegar hafist var handa við undirbúning skólaársins 2015 kom í ljós að Húnavatnshreppur hafði auglýst eftir nýjum rekstraraðila að Húnavöllum. Okkur var mjög létt þegar við höfðum náð viðunandi samningum við nýjan rekstraraðila. Við hlökkum til samstarfsins og vonum að allt gangi að óskum.
Árið 2015 verður leiklistarskólinn settur að Húnavöllum þann 6. júní. Boðið er upp á þrjú námskeið:
– Rúnar Guðbrandsson mun kenna Leikstjórn I – þar eru skráðir 14 nemendur og 2 á biðlista – við erum að skoða hvort þeim verði bætt í hópinn
– Ágústa Skúladóttir mun kenna Leiklist II – þar eru skráðir 15 nemendur og hægt að taka einn í viðbót
– Dóra Jóhannesdóttir mun bjóða upp á sérnámskeið fyrir leikara – nánar tiltekið námskeið um langspuna með áherslu á Haraldinn – þar eru skráðir 10 nemendur og pláss fyrir fleiri.
Þá bjóðum við höfundum að koma í heimsókn til að vinna að skrifum – alls hafa 4 sótt um að koma.
Námskeiðsgjald hækkar aðeins milli ára – var kr. 78.000 kr. en er nú kr. 89.000 kr. Þetta má rekja til almennra hækkana í samfélaginu, t.d. á matarskatti, og fylgir líka samningum við nýjan staðarhaldara sem hefur gert einhverjar breytingar á húsnæðinu. Við treystum því að kostnaði sé haldið í lágmarki og teljum þetta gjald viðunandi.
Hér lýkur þá skýrslu skólanefndar sem hlakkar til skólaársins 2015.
Takk fyrir.
Hrefna Friðriksdóttir
Hörður Sigurðarson flutti skýrslu vefnefndar.
Leiklistarvefurinn
Skýrsla vefnefndar 2015
Lögð fram á aðalfundi BÍL að Melum í Hörgárdal 2. maí 2015
Í vefnefnd sitja undirritaður auk framkvæmdastjóra. Skýrsla vefnefndar hefur verið með svipuðu sniði undanfarin ár. Hún hefur einkennst mjög af barlómi yfir því að ekki fengist fjármagn til að uppfæra Leiklistarvefinn sem er vægast sagt farinn að sýna ellimörk. Ýmislegt hefur þrýst á um uppfærslu m.a. hefur vefurinn dregist mjög aftur úr hvað útlit varðar og einnig hann hefur heldur ekki fylgt framþróun í vefmálum, ekki síst á tímum spjaldtölva og annarra snjalltækja. Þá er mjög farið að slá í hann út frá öryggisjónarmiðum. Það er því löngu tímabært að uppfæra vefinn og eftir nokkurra ára betligöngu vefnefndar, veitti stjórn loks síðastliðið haust, vilyrði fyrir fjármagni til að ráðast í uppfærslu. Ekki hefur þó gefist tími né aðstæður verið til að ráðast í það verkefni, fyrr en núna. Vefnefnd er það mikið gleðiefni að geta tilkynnt að uppfærsla hefur nú staðið yfir í nokkrar vikur og nýr og betri Leiklistarvefur verður opnaður formlega á þessu þingi.
Gestir munu sjá fljótt að vefurinn hefur fengið nýtt útlit en mesta breytingin er þó undirliggjandi, því sú ákvörðun var tekin að skipta um umsjónarkerfi. Við höfum notast við Joomla-kerfið um margra ára skeið en höfum nú skipt yfir í WordPress sem er sennilega það kerfi sem mestur vöxtur hefur verið í undanfarin ár. Við vorum með ævaforna útgáfu af Joomla-kerfinu og það hefði sennilega kostað mun meiri vinnu að uppfæra það í nýjustu útgáfu heldur en að skipta yfir í WordPress. WordPress er auk þess að flestu leyti einfaldara í sniðum, það fullnægir okkar þörfum og það er trú okkar að það sé einfaldara í viðhaldi og umsýslu.
Að efni til verða ekki stórvægilegar breytingar á vefnum. Helstu efnisflokkar eru fluttir óbreyttir yfir og er þar helst að nefna Leikritasafnið sem þurfti þó að endurhanna að nokkru leyti en ætti nú að vera skýrara og aðgengilegra. Við höfum einnig bætt við efnisflokki um leiklistarnám, hérlendis sem erlendis og væntum þess að það muni nýtast vel þeim mikla fjölda sem leitar að námi í leiklist, hvort sem er styttra eða lengra nám, fyrir fullorðna sem og börn og unglinga. Þessi flokkur er ásamt öðru liður í nýrri stefnu vefnefndar sem gengur út á að nýta vefinn betur til að tæla fólk til fylgilags við áhugaleiklistina. Félagsmönnum í áhugahreyfingunni hefur farið fækkandi á undanförnum árum og áratugum. Leiklistarvefinn á að okkar mati að nýta m.a. til að kynna fólki áhugafélögin sem opin félög sem taka fagnandi á móti nýjum og áhugasömum félagsmönnum. Því eru félögin t.d. hvött til að senda inn upplýsingar um námskeið sem þau standa fyrir þannig að hægt sé að auglýsa þau á vefnum. Einnig er mikilvægt að félögin gæti þess að upplýsingar um þau á vefnum séu uppfærðar og réttar.
Stærsta breytingin hvað vefinn varðar sem snýr að gestum, er þó hin nýja Leikhúsbúð, því loks er komin á koppinn almennileg vefverslun þar sem er að finna ítarlegar upplýsingar um vörur og vöruflokka. Viðskiptavinir geta skoðað úrvalið en einnig pantað sér vörur á vefnum og valið hvort þeir sækja pöntunina á staðinn eða láta senda. Öll framsetning á vörum er til mikilla bóta og þó það kosti auðvitað vinnu að viðhalda því ætti það einnig að spara vinnu á öðrum sviðum. Kerfið býður auk þess upp á gefa út afsláttarmiða og er stefnt að því að aðildarfélögin fá kóða sem þau geta notað til að fá sinn venjubundna 20% afslátt þótt pantað sé á vefnum. Enn er nokkur vinna eftir í að uppfæra vöruúrvalið í vefversluninni en innan skamms verða allar vörur Leikhúsbúðarinnar tiltækar á vefnum.
Nýr vefur opnar sem sé í dag en það má gera ráð fyrir að pússa þurfi eitt og annað til næstu vikurnar og fram eftir sumri. Auðvitað tekur vefnefnd síðan af ljúfmennsku við ábendingum um viðbætur og það sem betur má fara. Þetta er stór dagur fyrir Leiklistarvefinn og þungu fargi aflétt af Lénsherra sem þarf nú ekki að standa grátandi í pontu á Bandalagsþingi, a.m.k ekki næstu árin.
Ekki er þó ætlunin að slá slöku við því vefnefnd hefur þegar sett niður næsta verkefni sem yrði félögunum og Þjónustumiðstöðinni til mikila hagsbóta. Við stefnum að því að gera umsóknareyðublöðin fyrir ríkisstyrkinn aðgengilegan á vefnum þannig að félögin geti fyllt út og sent inn allar upplýsingar þar. Þetta þýðir í fyrsta lagi að pappírshrúgan minnkar umtalsvert og framkvæmdastjóri vor þarf ekki lengur að sitja sveittur við að slá inn upplýsingar þegar þær fara að berast með vorinu. Þetta þýðir líka að félögin geta á auðveldan máta gengið frá umsóknum fyrir tiltekin verkefni um leið og þeim lýkur og þannig dreift vinnunni yfir lengri tíma. Enn er þessi hugmynd ekki nema blik í auga Lénsherra og enn nokkuð í að vinna við verkið hefjist. Þessi vinna mun auk þess kosta okkur nokkurt fé og fyrsta skrefið að fá mat á þann kostnað. Ef lausn finnst á fjárhagshliðinni ætti ekki að vera neitt því til fyrirstöðu að koma þessari hugmynd í framkvæmd á næsta leikári.
f.h. Vefnefndar,
Hörður Sigurðarson, Lénsherra
Ármann Guðmundsson flutti skýrslu handritsafnsnefndar:
Skýrsla handritasafnsnefndar 2015
Flutt á aðalfundi Bandalags íslenskra leikfélaga 2. maí 2015
Nefndina skipa Ármann Guðmundsson, Hrefna Friðriksdóttir og Örn Alexandersson.
Nefndin fundaði einu sinni á leikárinu. Þar var m.a. rædd sú staða sem komin er upp með handritasafnið eftir að skorin var niður staða ritara þjónustumiðstöðvar Bandalagins en eitt af hans hlutverkum hans var umsjón handritasafnsins og aðföng fyrir það. Þar sem aðdráttur handrita var sérstakt áhugamál fyrrverandi ritara, sem gjarnan stökk á leikskáld og krafði um handrit ef þau áttu erindi í þjónustumiðstöðina, og þar sem öðrum verkum sem hvíla á framkvæmdastjóra fjölgaði við niðurskurðinn, hefur eðlilega dregið úr þeim fjölda handrita sem safninu hefur borist. Eina umtalsverða viðbótin, fyrir utan verk uppsett hjá Bandalagsleikfélögum, var heildarsafn verka eftir leikskáldið Gunnar M. Magnúss sem afkomendur hans afhentu safninu, en Gunnar var ágætlega afkastamikið leikskáld upp úr miðri síðustu öld. Handritasafn Bandalagsins telur nú tæplega 3.800 titla.
Handritasafnsnefnd er sammála um að ástæða sé til að bregðast við þessum minnkandi aðföngum og að það þurfi að gera átak í að afla eldri verka, þar sem hún lítur svo á að markmiðið með safninu eigi að vera að þar séu aðgengileg öll leikhandrit sem sett hafi verið upp hérlendis, þó svo að vissulega sé það háleitt og fjarlægt markmið eins og staðan er í dag. Með hverju árinu sem líður aukast líkur á að handrit glatist, hvort heldur þau eru aðeins til í pappírs eða á tölvu leikskáldsins. Til þess að slíkt átak sé hægt að gera þyrfti að ráða manneskju í a.m.k. hlutastarf við að hafa upp á leikritum og koma þeim í safnið og þar sem það er dagljóst að Bandalagið hefur ekki fjármagn til frekari mannaráðninga yrði það að koma annars staðar frá og því þyrfti að sækja um styrki til slíks verks. Til að gera slíka styrkumsókn sterkari telur nefndin að leita ætti eftir stuðningi frá öllum helstu samtökum og stofnunum íslenkrar leiklistar, þ.m.t. Félagi leikskálda og handritshöfunda, Sjálfstæðu leikhúsunum, stóru leikhúsunum o.fl. aðilum, t.d. í formi áskorunar á stjórnvöld að styrkja þetta verkefni. Einnig mætti hugsa sér að í staðinn kæmi einhvers konar samstarf við Landsbókasafn sem með réttu ætti að hafa það hlutverk með hendi að safna íslenskum leikhandritum en gerir ekki þar sem leikrit eru almennt ekki formlega gefin út og því ekki skilaskylda á þeim líkt og með prentað efni.
Hugmyndir þessar eru ekki mikið lengra á veg komnar og t.d. hefur stjórn Bandalagsins ekki fjallað um þær en það er hugur í handritasafnsnefnd að láta á þær reyna á næsta leikári ef samþykki fyrir því fæst.
f.h. handritasafnsnefndar
Ármann Guðmundsson
F. Elli Hafliðason lagði fram spurningar til skólanefndar varðandi hækkun á skólagjöldum og hvort von væri á frekari hækkunum, hvort samið hefði verið áfram við staðarhaldara og hvort íhugað hefði verið að skoða aðrar staðsetningar á skólanum. Hann beindi spurningum til handritasafnsnefndar um hvort handrit yrðu ekki örugglega áfram skráð þrátt fyrir niðurskurð á skrifstofu. Einnig spurði hann hvort það væri hugmynd að halda einhverskonar sýningu á handritum til að kynna þau.
Vilborg Valgarðsdóttir kom í pontu og svaraði að öll handrit yrðu áfram skráð eins og verið hefur.
Hrefna Friðriksdóttir svaraði fyrir hönd skólanefndar og sagði að skoðaðir hefðu verið nokkrir staðir fyrir skólann ef svo færi að ekki yrði áfram raunhæft að halda hann að Húnavöllum. Það er jafnvel í kortunum að breyta þurfi staðsetningunni þar sem flókið er fyrir staðarhaldara að taka við skólanum í þeirri mynd sem verið hefur. Samið var til eins árs í þetta sinn.
Ármann Guðmundsson svaraði F. Ella og benti á að sýning á handritum væri sennilega ekki fýsilegur kostur þar sem þau eru almennt fremur óspennandi fyrir augað. Þessi hugmynd hefði því ekki komið upp áður.
Sigríður Lára Sigurjónsdóttir andmælti Ármanni harðlega og sagði leikhandrit síður en svo óspennandi. Hún taldi að til sé nægt efni í sýningu fyrir þá sem hafa áhuga. Lagði til að handritasafnsnefnd athugaði málið.
10. Drög að starfsáætlun næsta árs kynnt og skipað í starfshópa.
Guðfinna kynnti drögin og skipaði í hópa.
Hörður Sigurðarson kynnti hugmynd að umræðu í starfshópum. Leikfélag Kópavogs hefur rætt að bjóða Bandalaginu að flytja í húsnæði sitt í Funalind í Kópavogi í 2-3 ár í þeim tilgangi að spara húsaleigu sem er núna 1,1 milj. kr. á ári. Bandalagið myndi ekki borga leigu en taka þátt í rekstrarkostnaði hússins.
Ármann Guðmundsson bað hópstjóra um að skila niðurstöðum á tölvutæku formi og muna eftir því að skrá alla meðlimi hópanna.
Sigríður Hafsteinsdóttir, Leikfélagi Selfoss, benti á að þótt leiklist sé komin inn í aðalnámskrá grunnskóla væri það í valdi skólastjóra hvort hún sé á stundaskrá.
Sigríður Lára Sigurjónsdóttir sagði frá verkefni sem unnið er á hennar heimaslóðum þar sem boðið er upp á námskeið fyrir kennara til að gera þá færari um að innleiða leiklist í kennslu. Hún benti á að smærri skólar ættu margir erfitt með að setja leiklistina inn í stundaskrá.
Niðurstöður hópa
Hópur 1
Hópstjóri: Daníel Freyr Jónsson, Freyvangsleikhúsinu
Gísli Björn Heimisson, Leikfélagi Hafnarfjarðar
Anna María Hjálmarsdóttir, Freyvangsleikhúsinu
Salbjörg Engilbertsdóttir, Leikfélagi Hólmavíkur
Sigríður Lára Sigurjónsdóttir, Leikfélagi Fljótsdalshéraðs
Rúnar Gunnarsson, Leikfélagi Seyðisfjarðar
Hulda Gunnarsdóttir, Leikfélagi Ölfuss
Brynhildur Sveinsdóttir, Leikfélagi Mosfellssveitar
Almenn starfsemi
1. Rekstur þjónustumiðstöðvar, Leiklistarskóla, Leiklistarvefsins og annarra fastra liða í starfseminni.
Rædd var um rekstur þjónustumiðstöðvar og yfirfærslu í nýjan vef. Gísli skýrði ástæður fyrir yfirfærslu í nýjan vef.
Mælt með að farið verði í samstarf við Þjóðskjalasafnið frekar en Landsbókasafnið.
Sigríður Lára velti upp þeirri hugmynd að skilgreina og skrá handritasafnið sem skjalasafn (opinbert) sem myndi auðvelda leiðir til að æskja eftir styrkjum.
Athuga með upptökur á verkum, eru þær geymdar rafrænt? Þær eru einnig mikilvæg heimild sem ekki má glatast. Upptökusafn öðru nafni. Stofna varðveislunefnd
2. Leita eftir hækkuðum framlögum úr opinberum sjóðum og frá einkaaðilum til starfsemi áhugaleikfélaganna og sameiginlegra verkefna.
Hugmynd varpað fram um að leikfélögin komi inn í lögbundna menntun (kennara) á leiklistarsviðum grunnskóla. Því yrði bætt við starfsemi leiklistarskóla Bandalagsins. Einnig að skipaður yrði „fræðslufulltrúi Bandalagsins“, ráðgjafi fyrir leiklistardeildir grunnskólanna vegna leiklistarkennslu, sem veitti þeim aðgang að handritum og sérfræðiþekkingu vegna þess.
Lagt til að sótt verði um styrki frá einkaaðilum til afmarkaðra verkefna innan félagsins, frekar en að fá styrk fyrir almenna starfsemi. Það skipti máli hvaða fyrirtæki það eru.
Betra er að hækka gjöld félaga til Bandalagsins jafnt og þétt frekar en í fáum stórum skrefum.
Fara þarf í markaðsátak til að auka sýnileika og sölu Bandalagsverslunarinnar, sérstaklega í ljósi þess að nú er komin vefverslun á Leiklistarvefinn.
Flutningur Bandalagsins í Funalind til að minnka leigukostnað.
Hópurinn treystir dómgreind Harðar og Vilborgar og ef þau segja að þetta sé gerlegt þá er það hið besta mál, en við myndum samt vilja frá frekar útlistun á því hvernig t.d. eigi að koma handritasafninu fyrir í Litla leikhúsinu, eða hvort það fari þá í geymslu.
BÍL-bíllinn – Vilborg og bandalagsskrifstofan verði gerð hreyfanleg og þjónustumiðstöðin verði sett í rútu sem ferðist um landið og haldið heimakynningar, gæti tekið upp fólk á leiðinni á Bandalagsþing o.fl. Teknar verði saman 65 mest uppsettu sýningarnar hjá áhugaleikfélagunum og þær sýndar umhverfis landið. Einnig ferðist BÍL-bíllinn á allar bæjarhátíðir og selji þar smink og farði hátíðargesti, líkt og aðrir vinsælir bílar eins og Brúðubíllinn, Ísbíllinn og Partýbíllinn. Fara í samstarf við Blóðbankann.
Sérverkefni ársins
1. Skipuleggja stuttverkahátíð á leikárinu.
2. Vekja athygli á 65 ára afmæli Bandalags íslenskra leikfélaga.
Vekja athygli á 65 ára afmæli Bandalagsins með því að safna saman staðreyndum um Bandalagið og félögin innan þess: Á 65 árum höfum við…
Stuttverkahátíð og 65 ára afmælishátíð í tengslum við haustfund.
Búa til minisýningu og búa til stemmingu á stuttverkahátíðum og öðrum samkomum Bandalagsins með því að einhverjir komi með muni úr sinni vörslu sem hafa sögulegt gildi.
Hópur 2
Hópstjóri: Nanna Vilhelmsdóttir, Hugleik
Ásta Gísladóttir, Hugleik
Halldóra Vilhjálmsdóttir, Freyvangsleikhúsinu
María Guðmundsdóttir, Leikfélag Mosfellssveitar
Oddfreyja H. Oddfreysdóttir, Leikfélagi Ölfuss
Þórður Vilhelm Steindórsson, Leikfélagi Hörgdæla
Jóhanna Ása Einarsdóttir, Litla leikklúbbnum
Snævar Örn Ólafsson, Leikfélagi Dalvíkur
Almenn starfsemi
1. Rekstur þjónustumiðstöðvar, Leiklistarskóla, Leiklistarvefsins og annarra fastra liða í starfseminni.
– Að færa leikfélagið til LK – góð hugmynd – gæti myndað svigrúm fyrir hlutastarf ritara.
– Spurning hvort hægt sé að finna sambærilega aðstöðu hjá öðrum.
– Fyrst og fremst ákvörðun Vilborgar, sé hún samþykk því.
– Umsýslugjald fyrir innsend handrit.
– Uppsetning á rafrænum eyðublöðum – rukka félög fyrir þann kostnað 5.000-10.000 – félögum er frjálst að senda meira. Ábending til stjórnar.
– Bæta við í vefumsjónarnefnd til að dreifa álagi. Ábending til stjórnar.
– Bæta upplausn mynda á vefnum, hafa góðar myndir.
– Skóli – hvernig gengur að senda fólk í skóla? Gengur misvel en allir þekkja skólann. Veltur svolítið á því hversu dugleg leikfélögin eru að styrkja nemendur.
– Hvetja fólk til að senda inn óuppsett verk til Bandalagsins.
2. Leita eftir hækkuðum framlögum úr opinberum sjóðum og frá einkaaðilum til starfsemi áhugaleikfélaganna og sameiginlegra verkefna.
– Auka sýnileika Bandalagsins – m.a. með handrita/leikmunasýningu (mögulegt samstaf við leikmunadeild eða leikhúsin, setja upp brot úr verkum o.þ.h.)
– Tala við félag handritshöfunda, félag leikstjóra, Þjóðminjasafn, Þjóðarbókhlöðu – finna eitthvað samstarf.
– Fá atvinnuleikara og leikstjóra til að segja frá uppruna sínum og tengslum við áhugaleikfélög og tengja við stuttverkahátíðina (t.d. leikara vikunnar á leiklist.is).
Sérverkefni ársins
1. Skipuleggja stuttverkahátíð á leikárinu.
– Hvernig gengur að setja upp stuttverk? Flestir með eitthvað.
– Freyvangur var með stuttverkasýningu fyrir nokkrum árum. Karl Ágúst var með námskeið í vetur.
– Hörgdælir – lítið – aðallega það sem Stefanía Elísabet hefur unnið á námskeiðum – Betan 2013.
– Litli Leikklúbburinn – haldin var handritasmiðja, þau ætla að gera eitthvað við afraksturinn í haust
– Leikfélag Mosfellssveitar – Hafa haldið nokkrar suttverkadagskrár
– Hugleikur heldur a.m.k. eina stuttverkadagskrá á ári. Oft tvær.
– Leikfélag Dalvíkur – hefur ekki sett upp stuttverkadagskrár síðustu ár nema í samstarfi við grunnskólann. Ætla að hafa hitting og búa til höfundasmiðju.
– Hvetja leikfélög til að taka þátt. Senda inn a.m.k. eitt verk.
– Athuga endurtekið samstarf við Borgarleikhúsið. Eða flytja þetta út á land og tala við Leikfélag Akureyrar eða Menningarhúsið Hof.
2. Vekja athygli á 65 ára afmæli Bandalags íslenskra leikfélaga.
– Í samhengi við þetta: kynning hvers félags fyrir sig, á vef sveitarfélagsins. Sérstaklega þar sem er lítill áhugi, voru afi og amma í leikfélagi? Hvað var sýnt? Hvenær? Hvar? Fróðleiksmoli vikunnar. Virkja heimabæinn. Elskaðu félagið þitt, er eitthvert seleb úr bænum?
– Brýna fyrir leikfélögum að auka sýnileika þeirra á opinberum vefjum.
Hugmynd frá Ólöfu: Þjóðleikur fyrir fullorðna, allir sýna sama verkið um allt land á sama tíma. Heimsviðburður!
– Góð hugmynd.
– Passa að það sé ekki of mannmargt svo það sé gerlegt fyrir smærri félög.
– Og nógu langur fyrirvari.
– Verkefnisvalnefnd? Leggjum til þriggja manna nefnd.
Hópur 3
Halla Rún Tryggvadóttir, Leikfélagi Húsavíkur
Aðalsteinn Jóhannsson, Leikfélagi Ölfuss
Fanney Valsdóttir, Leikfélagi Hörgdæla
Hákon Svavarsson, Leikfélagi Ölfuss
Sesselja Ingólfsdóttir, Leikfélagi Hörgdæla
Guðbjörg Anna Óladóttir, Leikfélagi Dalvíkur
Guðrún Esther Árnadóttir, Leikfélagi Mosfellssveitar
Ingólfur Þórsson, Freyvangsleikhúsinu
Almenn starfsemi
1. Rekstur þjónustumiðstöðvar, Leiklistarskóla, Leiklistarvefsins og annarra fastra liða í starfseminni.
Hugmynd Harðar um flutning þjónustumiðstöðvar í Leikhúsið í Kópavogi mjög góð og um að gera að skoða þetta nánar.
Leiklistarskólinn. Erum almennt mjög ánægð með skólann og hann má endilega vera áfram eins og hann hefur verið. Skólinn er heilsuhæli leikara.
Leiklistarvefurinn. Erum mjög spennt að sjá nýja vefinn. Skemmtilegt þegar birtir eru leikdómar á vefnum. Hugmynd um rafræn eyðublöð tær snilld.
2. Leita eftir hækkuðum framlögum úr opinberum sjóðum og frá einkaaðilum til starfsemi áhugaleikfélaganna og sameiginlegra verkefna.
Já auðvitað viljum við leita eftir hækkuðum framlögum og fá meiri peninga. Hægt að herja á þingmenn sem við hér inni þekkjum eins og gert var um árið.
Sérverkefni ársins
1. Skipuleggja stuttverkahátíð á leikárinu.
2. Vekja athygli á 65 ára afmæli Bandalags íslenskra leikfélaga.
Endilega að halda stuttverkahátíð, t.d. í tengslum við næsta aðalfund. Ræddum hátíðina sem var í Borgarleikhúsinu um árið, er möguleiki að kanna slíkt samstarf á þessu ári? Í tilefni afmælisins að hafa stóra fína hátíð í Borgarleikhúsinu, kanna það. Um að gera ef áhugi er fyrir stuttverkum að hafa hátíð.
Hugmynd um að halda haustfund eða afmæli í haust. Hafa 65 stuttverk, eitt fyrir hvert ár. Eða örverk. Halda upp á afmælið með einhverjum hætti. Stofna afmælisnefnd sem skipuleggur afmælið. Nota afmælið til að koma Bandalaginu á framfæri í fjölmiðlum.
Hópur 4
Hópstjóri: Axel Vatnsdal, Leikfélagi Hörgdæla
Bára Einarsdóttir, Umf. Reykdæla
Auður Jónasdóttir, Leikfélagi Húsavíkur
Gerður Halldóra Sigurðardóttir, Leikfélagi Selfoss
Ingibjörg Lárusdóttir, Leikfélagi Seyðisfjarðar
Bjarki Ingason, Leikfélagi Norðfjarðar
Jenný Dögg Heiðarsdóttir, Leikfélagi Dalvíkur
Stefán Steinar Jónsson, Litla leikklúbbnum
Almenn starfsemi
1. Rekstur þjónustumiðstöðvar, Leiklistarskóla, Leiklistarvefsins og annarra fastra liða í starfseminni.
Vísum til stjórnar og framkvæmdastjóra að skoða hvort húsnæði Leikfélags Kópavogs henti undir skrifstofu Bandalagsins. Mjög ánægð með fjárhaldsstjórn og útsjónarsemi í rekstri Bandalagsins. Viljum lýsa mikilli ánægju með vefinn og lénsherrann og vonumst til að hægt verði að finna leiðir til að halda honum betur við framvegis. Viðburðadagatal? Skólinn. Já. Halda áfram góðu starfi. Big læk. Já og námskeið tengd tónlist í leiksýningum?
2. Leita eftir hækkuðum framlögum úr opinberum sjóðum og frá einkaaðilum til starfsemi áhugaleikfélaganna og sameiginlegra verkefna.
Bara halda áfram að reyna. Senda ályktun aðalfundar til ráðuneytis um mikilvægi skrifstofunnar fyrir starfsemi leikfélaganna?
Sérverkefni ársins
1. Skipuleggja stuttverkahátíð á leikárinu.
2. Vekja athygli á 65 ára afmæli Bandalags íslenskra leikfélaga.
65 ára bandalagsafmælis-þjóðleiks-stuttverkahátíð með viku fyrirvara og handritasýningu.
Hópur 5
Hópstjóri: Elli Hafliðason, Leikfélagi Selfoss
Vilhjálmur Jón Guðjónsson, Halaleikhópnum
Svanur Kristjánsson, Leikfélagi Hólmavíkur
Helga Ósk Snædal Þórormsdóttir, Leikfélagi Norðfjarðar
Eygló Bjorg Jóhannsdóttir, Leikfélagi Seyðisfjarðar
Sigríður Hafsteinsdóttir, Leikfélagi Selfoss
Inga Hólmfríður Gunnarsdótir, Umf. Skallagrími
Almenn starfsemi
1. Rekstur þjónustumiðstöðvar, Leiklistarskóla, Leiklistarvefsins og annarra fastra liða í starfseminni.
Þjónustumiðstöð er mest nýtt fyrir verslunina, handrit, styrki og ýmis samskipti við þýðendur og höfunda. Vilborg er hægri hönd allra, ótrúlega gott að eiga hana að. Frábært að það sé að koma netverslun fyrir vörur. Kemur sér sérstaklega vel fyrir leikfélög úti á landi
Ábending: Það vantar upplýsingar á síðuna fyrir nýtt fólk um hvar maður setur inn handrit sem maður hefur verið að gera og er búinn að sýna.
Um að gera að deila leiklistarsíðunni nýju svo fleiri viti af þjónustunni sem er í boð. Búðin er fyrir alla, tilvalið að minna á hana fyrir hrekkjavöku, við grunnskóla og fleiri.
Frábært ef hægt væri að komast í húsnæði hjá Leikfélagi Kópavogs. Staða húsnæðismála hefur samt sjaldan verið betri en nú svo það er spurning hvort það myndi borga sig fyrir Bandalagið að flytja sig í húsnæði Leikfélags Kópavogs. Full ástæða fyrir stjórnina að skoða þessi mál nánar bæði kosti þess og galla. Við vitum hvað við höfum en hvað gerist eftir 2 til 3 ár með húsnæði hjá Leikfélagi Kópavogs?
Leiklistarskólinn hefur umbreytt öllu leiklistarstarfi um allt land, fólk finnur fyrir meira öryggi, reynslu og þekkingu, hittir fólk í sömu hugleiðingum. Skólinn hefur skilað mjög miklum metnaði í leikfélögin. Það þarf að ná til fleiri leikfélaga úti á landi. Gott væri að kynna hann betur út á við.
Tillaga um að skoða hvort sé að finna ódýrara húsnæði fyrir Leiklistarskólann, í það minnsta að fylgjast með þróun mála. Gott að skoða hvernig fyrsta árið með nýjum rekstraraðilum reynist. Spurning um Laugargerði og Varmaland?
2. Leita eftir hækkuðum framlögum úr opinberum sjóðum og frá einkaaðilum til starfsemi áhugaleikfélaganna og sameiginlegra verkefna.
Þyrfti að koma ályktun af fundinum til ráðherra um aukið framlag. Leikfélögin gætu sent bréf á alla þingmenn í hverju umdæmi fyrir sig. Væri gott ef bréf væri samið og allir myndu senda það sama. Tillaga að stjórn og framkvæmdastjóri hafi samband við menntamálaráðherra og ræði við hann um framtíð Bandalagsins. Höldum áfram að leita að hærri framlögum.
Sérverkefni ársins
1. Skipuleggja stuttverkahátíð á leikárinu.
2. Vekja athygli á 65 ára afmæli Bandalags íslenskra leikfélaga.
Mjög góð hugmynd að leikfélögin í landinu sameinist og vinni með sama verkið í tilefni afmælishátíðarinnar. Myndi skapa mikla athygli útávið. Handritsfólkið okkar gæti skrifað handrit. Með þessu eru leikritahöfundar á svæðinu virkjaðir, leikfélögin tengd saman og það væri gaman að sjá hvað aðrir eru að gera.
Tillaga til stjórnar um að skoða möguleika á þessari hugmynd og sameina stuttverkahátíð, afmæli og sýningu sem væri í svipuðu formi og Þjóðleikur. Nauðsynlegt að hafa góða fréttaumfjöllun um þennan viðburð.
Önnur hugmynd er að hafa handritakeppni í anda Uppsprettunnar. Öllum frjálst að senda inn handrit. Hægt væri að velja síðan 3-4 verk (eða bara eitt) sem væri síðan hægt að sýna á sama tíma í öllum landshlutum.
Stuttverkahátíðir í hverjum landshluta fyrir sig væri hentugra til að fleiri leikfélög gætu tekið þátt og ferðalög myndu ekki hamla þátttöku um of.
Hópur 6
Hópstjóri: Árný Leifsdóttir, Leikfélag Ölfuss
Ásta Þórisdóttir, Leikfélagi Hólmavíkur
Ása Hildur Guðjónsdóttir, Halaleikhópnum
Jónheiður Ísleifsdóttir, Leikfélagi Selfoss
Jónas Þorkelsson, Umf. Skallagrími
Stefán H. Jóhannsson, Leikfélagi Hafnarfjarðar
Ágúst Freyr Magnússon, Leikfélagi Seyðisfjarðar
Almenn starfsemi
1. Rekstur þjónustumiðstöðvar, Leiklistarskóla, Leiklistarvefsins og annarra fastra liða í starfseminni.
Þjónustumiðstöð – Almenn ánægja var með starfsemi þjónustumiðstöðvar og þegar kom að umræðum um flutning þá vorum að við sammála um að það væri hugmynd sem vert væri að skoða ef möguleiki væri að samræma starfsemi Leikfélags Kópavogs og þjónustmiðstöðvarinnar. Í því samhengi þarf að skoða tímaramma þ.e. til hve langs tíma er verið að flytja, það borgar sig kannski ekki til skamms tíma og einnig þarf að kanna hvort öryggi lagers og handritasafns sé tryggt.
Þá var rætt um skólann og hve mikilvægt væri að hann héldi áfram í núverandi mynd og viljum við hvetja öll leikfélög að styðja við bakið á þeim sem vilja sækja skólann og kynna hann fyrir leikfélögum sínum. Einnig á skólanefnd hrós skilið fyrir að hafa náð að halda kostnaði þó þetta lágum (undir 100 þús) fyrir 10 daga námskeið, fæði og húsnæði. Þá kom fram sú hugmynd að Bandalagið gæti staðið fyrir styttri tækninámskeiðum og örfyrirlestrum og þá sérstaklega um tæknimál (búninga, ljós, hljóð, leikgerfi, smink, leikmyndahönnun og smíði). Einnig var kallað eftir námskeiði í kynningarmálum, fjáröflun, styrkjum og öflun nýrra félaga og var bent á í umræðum að nota facebook og landsnetið í svoleiðis umræður. Einnig kom fram að komin væri tími á námskeið í stjórnun leikfélaga sem tekur á mörgum þessara þátta.
Þá var rætt um nýjan vef og mikilvægi þess að nýta hann vel. Hafa góðar upplýsingar um hvar hægt er að sækja styrki t.d. til leikferða og einnig mætti bæta inn meiri upplýsingum um aðildarfélögin en að sjálfsögðu er það á þeirra ábyrgð að halda upplýsingum um sig uppfærðum á síðunni og linka á vefi og facebook síður. Upp kom hugmynd um hvort væri hægt að selja auglýsingar á vefnum.
2. Leita eftir hækkuðum framlögum úr opinberum sjóðum og frá einkaaðilum til starfsemi áhugaleikfélaganna og sameiginlegra verkefna.
Já það á endilega að vinna í að sækja aukið fjármagn í starfsemi Bandalagsins og styrki til leikfélagana. Við þurfum að vinna í því að vera sýnileg. Kynna Bandalagið og mikilvægi þess í menningarstarfi landsins, sérstaklega í minni samfélögum úti á landi. Nýta 65 ára afmælið til að gera kynningarátak, fá fjölmiðla umföllum og skrifa sjálf greinar í blöðin. Það væri gott að fá standard texta um Bandalagið, sérstaklega til að setja í leikskrár því við þurfum að sjálfsögðu að vera dugleg að kynna Bandalagið.
Sérverkefni ársins
1. Skipuleggja stuttverkahátíð á leikárinu.
2. Vekja athygli á 65 ára afmæli Bandalags íslenskra leikfélaga.
Við ræddum sérverkefni 1 og 2 saman og vildum stinga upp á því að haldin yrði stuttverka samkeppni þar sem valin yrðu 3-4 verk sem leikfélög gætu valið úr og sett upp eitt eða fleiri og svo yrðu haldnar leiklistarhátíðir í hverjum landsfjórðungi á sama tíma í tengslum við 65 ára afmælið. Við leggjum til að reyna að gera mikið úr þessu og bjóða merki fólki á hátíðarnar og skipa afmælisnefnd til að sjá um undirbúning ásamt stjórn. Einnig leggjum við til að Menntamálaráðherra verði afhent bókin Allt fyrir andann, með viðhöfn.
Umræður:
Hörður Sigurðarson fór yfir nokkur atriði sem komu fram í hópastarfinu varðandi vefinn. Mikilvægt að félögin sendi inn myndir í góðri upplausn svo þær skili sér sem best. Viðburðadagatal er vel framkvæmanleg hugmynd og hefur verið reynt en þótti of frekt á tíma starfsfólks. Biðlaði til félaganna að fara yfir upplýsingar varðandi sitt félag á vefnum og bæta við ef þörf væri á. Upplýsingasíða á vefnum er til en það má bæta við upplýsingum. Tók vel í að setja inn standard texta um Bandalagið inn á vefinn fyrir félög til að setja í leikskrá.
Eygló Bjorg Jóhannsdóttir stakk upp á að sent yrði bréf til menntamálaráðuneytis og þingmanna og því fylgt eftir til að kynna Bandalagið.
F. Elli Hafliðason lýsti yfir ánægju sinni með hugmynd um að fá atvinnuleikhúsfólk til að segja frá reynslu sinni af áhugaleikhúsi. Benti á gagnsemi námskeiða og þá sérstaklega í stjórnun leikfélaga. Hann stakk upp á að útbúinn yrði listi með leiðbeinendum í leiklist, sambærilegt við leikstjóralistann.
Nanna Vilhelmsdóttir bætti við umræðu úr hópastarfinu sem gleymdist að nefna, um að halda ætti stuttverkahátíð t.d. fyrir norðan. Ekki alltaf á höfuðborgarsvæðinu.
Hrefna Friðriksdótir sagðist taka öllum hugmyndum varðandi skólann fagnandi og þær yrðu skoðaðar. Benti fólki á að nota Facebookhópinn (Landsnetið) til að kynna hugmyndir og gefa góð ráð t.d. varðandi öflun félaga og aðra fræðslu.
Jónheiður Ísleifsdóttir og Hulda Gunnarsdóttir hvöttu fólk til að nota Facebook-hópinn meira.
Embla Guðmundsdóttir þakkaði hópum fyrir margar góðar hugmyndir.
Guðfinna Gunnarsdóttir steig í pontu og áréttaði að ræða þyrfti við mennta- og menningarmálaráðherrann og knýja fram úrbætur varðandi Bandalagið og hækkun styrkja við félögin og þjónustumiðstöð.
Bernharð Arnarsson benti á að í starfsáætlun vantaði liðinn um samstarf við Þjóðleikhúsið og væri það af ásettu ráði þar sem allir hafa verið sammála um að það haldi áfram.
Ármann Guðmundsson bætti við það sem Guðfinna talaði um varðandi mennta- og menningarmálaráðuneytið að einnig þyrfti aðfá skýringu á hvers vegna ekki væru lengur veittir styrkir til félaga sem fara með leiksýningar til annarra landa.
F. Elli Hafliðason benti á að liðurinn varðandi Þjóðleikhúsið væri ekki í höndum Bandalagsins heldur alfarið á Þjóðleikhússins vegum og því óþarfi að ræða hann á aðalfundi.
Vilborg Valgarðsdóttir sagði frá því að hún hefði gert athugasemd við mennta- og menningarmálaráðuneytið varðandi styrkveitingar til utanferða leikfélaga og hún fékk þau svör að sjóðurinn hefði verið tæmdur þegar Leikfélagið Sýnir sótti um. Leikfélögin yrðu að sækja um tímanlega, helst um leið og fyrir lægi að þau væru að fara.
Hrefna Friðriksdóttir stakk upp á því að talað yrði við sjónvarpið í tengslum við 65 ára afmæli Bandalagsins og það fengið til að gera þátt um starf leikfélaganna í gegnum tíðina, t.d. sýna brot úr uppsetningum.
Daníel Freyr Jónsson lýsti yfir hrifningu með hugmynd Hrefnu og taldi líklegt að hægt væri að selja sjónvarpinu þessa hugmynd því það gæti þarna framleitt mjög ódýra þætti þar sem efnið sé að mestu til.
Hörður Sigurðarson ræddi höfunda- og þýðendalaun og nefndi að stuttir leikþættir væru hlutfallslega dýrari en lengri í uppsetningu þar sem skv. samningi þyrfti alltaf að greiða fyrir að lágmarki 8 sýningar fyrir hvern þátt. Hann rifjaði upp að hann hefði beðið stjórn um að reyna að semja um þetta upp á nýtt við Félag leikskálda og handritshöfunda á aðalfundi fyrir tveimur árum en ekkert hefði gerst í þessum málum.
Vilborg Valgarðsdóttir svaraði Herði að þetta hefði verið rætt í stjórn en ekkert verið aðhafst. Ef þetta kæmi inn sem liður á starfsáætlun yrði stjórn að taka málið fyrir.
Ingvar Guðni Brynjólfsson, Leikfélagi Selfoss, sagði frá hugmyndum sínum um að bæta starfsumhverfi tæknifólks í leikhúsum. Tæknifólk væri oft einangrað í sínu starfi þegar settar eru upp sýningar og finnst honum að það vanti einhverskonar stuðningsnet. Hann stofnaði hóp á Facebook fyrir tæknifólk þar sem hægt er að miðla upplýsingum og kynnast og væri til í að sá hópur yrði stærri og virkari. Hann lagði til að haldin yrðu tækninámskeið samhliða uppsetningu valinna sýninga þar sem farið yrði yfir öll þau atriði er tæknimál varða. Hann óskaði eftir því að fá fólk í lið með sér til að gera hugmyndina að veruleika.
11. Kjörnefnd tilkynnir niðurstöður sínar og mælir með a.m.k. 1 aðila í hvert sæti sem kjósa skal í.
Gerður Sigurðardóttir kynnti stöðuna í framboðsmálum.
12. Lagabreytingar.
Engar lagabreytingatillögur lágu fyrir fundinum.
13. Tillögur lagðar fyrir fundinn.
Ólöf Þórðardóttir bar upp eftirfarndi tillögu stjórnar:
Stjórn Bandalags íslenskra leikfélaga leggur til að 1 m. kr. af verkefnastyrk
aðildarfélaganna verði látin ganga til rekstrar fijónustumiðstöðvar Bandalagsins.
Fh. stjórnar,
Ólöf Þórðardóttir
Brynhildur Sveinsdóttir lagði fram breytingartillögu um að hækka upphæðina í 1,5 m.kr.
Ólöf benti á að miðað við að 38 leikfélög settu upp verk í fyrra í fyrra mundi tillaga Brynhildar þýða að styrkur leikfélaga lækkaði um 13.000 kr. á leikfélag ef hvert þeirra setti upp eitt verk á næsta leikári.
Tillaga Brynhildar borin upp og samþykkt einróma.
14. Starfsáætlun afgreidd.
Hörður Sigurðarson lagði fram eftirfarandi viðbótartillögu við starfsáætlun:
Stjórn beiti sér fyrir endurskoðun á taxta höfundar- og þýðendalauna (með það fyrir augum að ná fram lækkun á gjaldi fyrir styttri verk).
Ármann Guðmundsson, benti á að ef farið yrði fram á að opnaður yrði einn þáttur samninga við Félag leikskálda og handritshöfunda yrðu menn að vera viðbúnir því að samningsaðilinn mundi mögulega vilja skoða fleiri liði og því þyrfti að meta það hvort það væri þess virði. Hann tók það fram að hann sæti sjálfur í stjórn þess félags þannig að hann væri báðum megin borðsins í þessu máli. Hann sagðist ekki vita til þess að nokkurt leikfélag hefði borgað fyrir 8 sýningar á stuttverki ef sýndar hefðu verið 1-3 eins og er algengast með íslensk stuttverk.
Hörður sagði ákvæðið um að alltaf skuli greiða fyrir 8 sýningar sé nóg til að endurskoða samningana. Hann sakaði Ármann um blygðunarlausa hagsmunagæslu, í hálfkæringi þó.
F. Elli Hafliðason spurði hvort hætta væri á að Félag leikskálda og handritshöfunda segði upp samningum einhliða svipað og Bandalagið gerði með leikstjórasamninga á sínum tíma.
Vilborg Valgarðsdóttir sagði að það væri sitthvað höfundalaun og verktakasamningar eins og gerðir eru við leikstjóra.
Ármann taldi að ekki þyrfti að óttast uppsögn samninga frá hendi Félagi leikskálda og handritshöfunda.
Hörður sagði að þetta væri einfalt, hann legði til að farið væri fram á það við Félag leikskálda og handritshöfunda að tekinn yrði upp liðurinn um 8 sýninga lágmark á stuttverkum, engu öðru. Hann bað fólk um láta ekki hræðsluáróður Ármanns hafa áhrif á sig.
Tillagan borin upp og samþykkt með 15 atkvæðum gegn 1.
Starfsáætlun borin upp með viðbótartillögu Harðar og hún samþykkt samhljóða og er því svona:
Starfsáætlun
Bandalags íslenskra leikfélaga
leikárið 2015-2016
Almenn starfsemi
1. Rekstur þjónustumiðstöðvar, Leiklistarskóla, Leiklistarvefsins og annarra fastra liða í starfseminni.
2. Leita eftir hækkuðum framlögum úr opinberum sjóðum og frá einkaaðilum til starfsemi áhugaleikfélaganna og sameiginlegra verkefna.
Sérverkefni ársins
1. Skipuleggja stuttverkahátíð á leikárinu
2. Vekja athygli á 65 ára afmæli Bandalags íslenskra leikfélaga
3. Stjórn beiti sér fyrir endurskoðun á taxta höfundar- og þýðendalauna (með það fyrir augum að ná fram lækkun á gjaldi fyrir styttri verk).
15. Stjórnarkjör.
Þorgeir Tryggvason gaf ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku Bandalagsins. Guðfinna Gunnarsdóttir gaf ein kost á sér í formannsstöðuna og var sjálfkjörin.
Gísli Björn Heimison gaf einn kost á sér til stjórnar til tveggja ára og var sjálfkjörinn.
Ólöf Þórðardóttir gaf ein kost á sér til stjórnar til eins árs og var sjálfkjörin.
Þrúður Sigurðar, Embla Guðmundsdóttir og Salbjörg Engilbertsdóttir gáfu kost á sér til varastjórnar í tvö ár og voru sjálfkjörnar.
Ágúst T. Magnússon gaf einn kost á sér til setu í varastjórn til eins árs og var sjálfkjörinn.
16. a. Kosning 3ja manna kjörnefndar og eins varamanns til eins árs.
Dýrleif Jónsdóttir, Sigríður Lára Sigurjónsdóttir og Gerður H. Sigurðardóttir gáfu kost á sér til áframhaldandi kjörnefndarsettu og voru sjálfkjörnar og Erna B. H. Einarsdóttir var endurkjörin til vara.
b. Kosning 2ja skoðunarmanna reikninga og eins til vara til eins árs.
Anna Jórunn Stefánsdóttir, Leikfélagi Hveragerðis og Hrefna Friðriksdóttir voru endurkjörnar sem skoðunarmenn reikninga og Júlía Hannam, Hugleik, til vara.
17. Ákveðið árgjald til Bandalagsins.
Bernharð Arnarson lagði fram tillögu stjórnar um árgjald:
Tillaga stjórnar að árgjaldi 2015-2016
Stjórn Bandalags íslenskra leikfélaga leggur til að árgjöld aðildarfélaga fyrir leikárið 2015-2016 verði kr. 65.000.
Félög sem setja upp tvær styrkhæfar sýningar á leikárinu borgi eitt og hálft gjald eða 97.500 og félög sem setja upp þrjár sýningar eða fleiri borgi tvöfalt gjald eða kr. 130.000.
Félög sem setja ekki upp styrkhæfa sýningu á leikárinu borgi hálft árgjald eða kr. 32.500.
F. Elli Hafliðason bað um rökstuðning fyrir hækkuninni.
Ólöf Þórðardóttir sagði að þar sem samningurinn við mennta- og menningarmálaráðuneytið væri laus vissum við ekki hvað við fengjum til rekstrar Bandalagsins næstu árin. Uppsetningum verka hefði farið fækkandi, útlit væri fyrir að sú þróun héldi áfram og það þýddi tekjumissi fyrir Bandalagið.
Vilborg Valgarðsdóttir sagði þetta vera litla hækkun fyrir leikfélögin í krónum talið en munaði miklu fyrir Bandalagið.
18. Önnur mál
Bernharð Arnarson og Þráinn Sigvaldason lögðu fram eftirfarandi ályktun fyrir fundinn:
Aðalfundur Bandalags íslenskra leikfélaga, haldinn að Melum í Hörgárdal laugardaginn 2. maí 2015, skorar á ráðuneyti mennta- og menningarmála að hækka framlag ráðuneytisins til Bandalags íslenskra leikfélaga þannig að það verði a.m.k. 8.5 milj.kr. á ári næstu 3 árin. Með því sé litið svo á að verið sé að leiðrétta skerðingu á framlögum til rekstrar Bandalagsins frá árinu 2008.
Samþykkt einróma.
Stefanía E. Hallbjörnsdóttir, fundaratjóri, las yfirlýsingu frá Leikfélagi Vestmannaeyja:
Kæru félagar,
Stjórn Leikfélags Vestmannaeyja þykir afar miður að geta ekki verið með ykkur á þinginu og skilum við kærum kveðjum til ykkar og vonum við að þið skemmtið ykkur vel.
En ástæða þess að við viljum koma smá yfirlýsingu frá okkur er vegna þessa leiðinlega máls sem við höfum verið að vinna að í þó nokkurn tíma, sem þið fenguð vitneskju um í vefpósti sem að Vilborg hjá Bandalaginu sendi frá sér um rannsóknina á Leikfélagi Vestmannaeyja tengt höfundar- og sýningarrétti.
Við viljum einnig láta koma fram að nokkur verk sem talað er um í bréfinu frá Nordiska voru greidd og þeir höfðu ekki fengið vitneskju um það af einhverjum ástæðum, en við erum að leysa þessi mál í samstarfi með Nordiska. En hin verkin sem ekki var fengið leyfi fyrir aftur á móti erum við að fara yfir og munum við að sjálfsögðu greiða fyrir það sem okkur ber.
Langar okkur stjórninni að koma þessum skilaboðum frá okkur:
Stjórnin sem nú situr hefur það að markmiði sínu að vinna af heiðarleika og hvetur aðrar stjórnir að gera slíkt hið sama.
Við eigum ekki að þurfa að þrífa upp klúður sem aðrir forverar okkar í stjórnum leikfélagana okkar taka ákvarðanir um.
Við hjá Leikfélagi Vestmannaeyja höfum þurft að vinna að mjög alvarlegum málum á síðastliðna ári t.d. kynferðisbrotamáli gagnvart félögum okkar og einnig höfundar- og sýningarréttarmálinu, ásamt minni málum.
Og tökum við mjög alvarlega á þessum málum, til að mynda höfum við ásamt Félagsmálaþjónustu Vestmannaeyjabæjar unnið að gerð siðareglna, sem við vinnum nú samkvæmt innan leikfélagsins og nú þurfa allir meðlimir okkar 18 ára og eldri að veita samþykki um að heimilt sé að Félagsmálaþjónustan fái að líta á sakavottorð viðkomandi aðila ef þess þarf. Með því erum við að vonast til að sporna við því að óprúttnir aðilar séu að ganga til liðs við leikfélagið okkar.
Við höfum ákveðið að á næsta aðalfundi leikfélagsins, sem verður nú í haust, verði tekin upp lagabreyting þar sem mun segja, að þeir sem sitja í stjórn félagsins sæti persónulegri fjárhagslegri ábyrgð ef viðkomandi stjórn ákveður að brjóta á lögum um höfundar og sýningarrétt.
Og hvetjum við önnur aðildarfélög að huga að þessum málum innan síns félags til að sporna við því að þurfa að takst á við svona álíka mál eins og við höfum þurft að gera.
Við vitum að Leikfélag Vestmannaeyja hefur óorð á sér vegna þessara mála, en við sem sitjum í núverandi stjórn getum ekki borið endalausa ábyrgð á því sem fyrrum stjórnarmeðlimir hafa tekið ákvarðanir um.
Einnig hvetjum við til þess að skipuð verði nefnd eða fundin lausn á því, að mynda eftirlit gegn stuld á höfundar og sýningarrétti. Því þetta er ekkert annað en stuldur og við eigum ekki að líða það.
Að lokum vonumst við til að nafn Leikfélags Vestmannaeyja verði nú hreinsað af þessum ósóma og eigi eftir að starfa hreint um ókomna tíð.
Takk fyrir áheyrnina og megi áhugaleikfélög landsins lengi lifa.
Kær kveðja
stjórn Leikfélags Vestmannaeyja
Guðfinna Gunnarsdóttir þakkaði fyrir formannskosninguna og sagðist hlakka til að vinna að spennandi verkefnum með því góða fólki sem starfar fyrir Bandalagið. Hún sagði ánægjulegt að Leikfélag Vetmannaeyja hefði tekið á sínum málum og önnur leikfélög mættu skoða hvort það væri eitthvað í þessum aðgerðum sem þau gætu nýtt sér í sínu starfi.
F. Elli Hafliðason spurði hvort að eitthvað væri vitað um hvort fleiri þjóðir hafi lýst áhuga á að taka þátt í íslensk-færeysku stuttverkahátiðinni. Hann spurði líka hvaða þættir þjónustumiðstöðvar hefðu skerst við niðurskurð og hvort fósturfélagakerfið væri enn við lýði. Einnig langaði hann að vita hvort einhver leikfélög hefðu áhuga á að vera í samfloti með Leikfélagi Selfoss í tækjakaupum sem það hyggðist fara í, upp á að fá betra verð.
Vilborg Valgarðsdóttir svaraði honum því að danir hefðu áhuga á stuttverkahátíðinni en óvíst væri um framhald hennar. Hún sagði að það eina sem hún gæti bent á að hefði skerst í þjónustu þjónustumiðstöðvar væri aðföng handrita. Hún sagði að fósturfélagakerfið væri enn við líði en sagðist ekki gera svarað neinu um tækjakaup.
Bernharð Arnarson sagði að magninnkaup á tækjabúnaði væri klárlega eitthvað sem auglýsa ætti á landsneti áhugaleikara á facebook.
Ólöf Þórðardóttir lýsti yfir ánægju með framtak Leikfélags Vestmannaeyja en sagði það alls ekki ráðlegt að einstaklingar í stjórn gengju í persónulega fjárhagslega ábyrgð á uppsetningum leikfélaga, það væri vægast samt varasamt.
Hörður Sigurðarson hvatti stjórn til að uppfæra hið snarasta fósturfélagakerfið og setja á nýja vefinn. Hann sagði sitt leikfélag áhugasamt um að taka þátt í magninnkaupum á tækjabúnaði. Hann lýsti samstarfi leikfélaga á SV-horninu, sem m.a. er fólgið í afslætti á sýningar, og hvatti önnur leikfélög til að koma á svipuðum samböndum. Hann rifjaði upp að hann hefði boðist til að halda námskeið í notkun Qlab hugbúnaðarins, sem er tól til að setja upp og keyra hljóð og (hreyfi)myndir á leiksýningum. Hann fyrirhugar að halda námskeiðið í lok maí í húsnæði Leikfélags Kópavogs.
19. Næsti aðalfundur, hugmyndir reifaðar um stað og stund.
Ágúst T. Magnússon lýsti yfir áhuga Leikfélags Seyðsifjarðar á að halda næsta aðalfund.
Guðfinna Gunnarsdóttir þakkaði Ágústi og Leikfélagi Seyðisfjarðar fyrir gott boð, fundargestum fyrir góðan og afkastamikinn fund, Þorgeiri fyrir frábært starf sem formaður undanfarin 8 ár og sleit því næst fundi.
Fundargerð rituðu
Ármann Guðmundsson og Magnþóra Kristjánsdóttir.