Leikdeild Ungmennafélags Biskupstungna frumsýnir 22. febrúar í Aratungu gamanleikinn Leynimel 13. eftir Þrídrang. Alls taka 13 leikarar og fjölmennt lið aðstoðarmanna þátt í sýningunni. Leikstjóri er Gunnar Björn Guðmundsson.

 

leynimelur.hopur.jpgLeikurinn fjallar um klæðskerameistara nokkurn sem situr uppi með allskyns lýð eftir að húsnæðisnefnd borgarinnar setur lög þess efnis að allir sem hafa yfir stóru húsnæði að ráða skulu taka inn á sig húsnæðislaust fólk.  Ekki bætir úr skák að tengdamamma hans er hin mesta gribba og vill hann gera allt til þess að losna við hana.

Ungmennafélag Biskupstungna verður 100 ára nú í apríl og verður af því tilefni sett upp myndasýning í Aratungu þar sem sýndar verða ljósmyndir úr leikritum fyrri ára og einnig verður á undan helgarsýningum þar boðið upp á léttan
leikhúsmatseðil.