Sex í sveit eftir Marc Camoletti, er haustverkefni Leikfélags Fljótsdalshéraðs. Frumsýnt verður í félagsheimilinu Iðavöllum, föstudaginn 4. nóvember kl. 20. Leikstjóri er Oddur Bjarni Þorkelsson en hann er öllum hnútum kunnugur á Héraði og leikstýrir þar nú í fimmta sinn. Með hlutverk sexmenninganna fara Friðjón Magnússon, Jódís Skúladóttir, Garðar Valur Hallfreðsson, Anna Björk Hjaltadóttir, Sigurlaug Gunnarsdóttir og Jón Gunnar Axelsson.
Sex í sveit er bráðfyndinn farsi með meinlegum misskilningi, undanlegum orðaleikjum, hasar og hamagangi. Og miðað við fjörið á æfingum þá mega áhorfendur sannarlega hlakka til. Leikfélag Fljótsdalshéraðs, sem yfirleitt setur sín verk upp í Valaskjálf á Egilsstöðum, bregður sér nú um 15 mínútna akstur út í sveit og hefur breytt Iðavöllum í skemmtilegt leikhús þar sem Sex í sveit er í ákaflega viðeigandi umhverfi.
Fyrirfram ákveðnar sýningar á Iðavöllum eru sem hér segir:
Frumsýning 4. nóvember
2. sýning 5. nóvember
3. sýning 11. nóvember
4. sýning 12. nóvember
5. sýning 18. nóvember
6. sýning 19. nóvember
Sýningar hefjast allar kl. 20.
Miðapantanir eru í síma 846 2121 og miðverð er 1.800 krónur.