Atvinnuleikhópurinn Frú Norma hefur verið stofnaður á Austurlandi. Stofnendur eru þau Halldóra Malin Pétursdóttir, leikkona, Stefán Benedikt Vilhelmsson, leiklistarnemi og Guðjón Sigvaldason, leikstjóri. Auk þeirra starfa með hópnum þau Kristrún Jónsdóttir, búningahönnuður, Ríkharður Hjartar Magnússon, leikmyndasmiður, Bergvin Snær Andrésson, ljósamaður, Árni Geir Lárusson, tónlistarmaður og Kristín Nanna Vilhelmsdóttir sem aðstoðar við handritsgerð. Fyrsta sýning hópsins verður  sýningin "Nátthrafnar" sem er tilraunaverkefni. Verkið er afrakstur 16 daga þróunarvinnu   og er stefnt að því að verkið verði þróað áfram og sýnt í fullri lengd sumarið 2007 á Egilssstöðum.

Frú Norma er eini starfandi atvinnuleikhópurinn á Austurlandi og einn af örfáum utan höfuðborgarsvæðisins.

Sýnt verður í Sláturhúsi KHB Egilsstöðum:
Þriðjudag 15. ágúst kl. 20:00 og 22:00
Miðvikudag 16. ágúst kl.20:00 og 22:00
Fimmtudag 17. ágúst kl. 20:00 og 22:00

Aðeins þessar sex sýningar.
 
Nánari upplýsingar má fá hjá Stefáni Benedikt Vilhelmssyni í síma 8633644