Stjórnarfundur: 18.03.2022 kl. 17:00  Staður: Kleppsmýrarvegur 8

Fundarmenn:

Guðfinna Gunnarsdóttir, Ólöf Þórðardóttir, Anna María Hjálmarsdóttir, Gísli Björn Heimisson, Jónheiður Ísleifsdóttir, Anna Margrét Pálsdóttir, Sigrún Tryggvadóttir, Hörður Sigurðarson, frkv.stj.


Fundargerð:

  • Fjármál – ráðuneytismál, ársreikningur og staðan almennt. 
    • Verið er að ljúka ársreikningi. Reksturinn er í járnum en við erum væntanlega um 1.5 milljón í mínus eftir árið 2021. Það er eðlilegt miðað við að ekki fékkst sérstakt rekstrarframlag af styrkjum félaganna eins og venjan hefur verið.
    • Leikhúsbúðin. Hörður lagði fram yfirlit yfir sölu í búðinni. Rætt um leiðir til að auka sölu, nýjar vörur o.fl.
  • Skólinn 
    • Staða umsókna. 33 hafa sótt um á námskeið, 7 höfundar í heimsókn.
    • Staðan með Reyki. Óljóst er hvort áframhald verður á rekstri á Reykjum eftir þetta ár. Við gætum því þurft að leita að nýjum stað fyrir skólann á ári. Frkvstj. hefur þó hlerað að Karli og hans fólki hafi borist tilboð um að reka skólabúðir á öðrum stað og mun reyna að fá nánari upplýsingar um það.
  • Aðalfundur 2022
    • Tímasetningar? 29.-30. apríl. Ólöf og Brynja eru að fá tilboð í gistingu, fæði og fundarhald. Fundarboð verður sent út vonandi í lok næstu viku.
    • Húsnæðissjóður – framlengja umboð vegna húsnæðiskaupa. 
    • Kjörmál – Kynnt staða kjörmála. 
  • NEATA og alþjóðamál
    • Fundir – framundan og lokið.  Steering Committee fundur 5.-6. apríl. 
    • World Theatre Day message. Búið að gera vídeó sem verður birt 27. mars. 
    • Hátíðir – NEATA stuttverkaháttíð í Örebro Sept 2022. Verið að vinna að fjármögnun. 
  • Aðildarfélögin 
    • Verkefni. Töluverð starfsemi í gangi og ljóst að félögin eru að taka við sér eftir Covid 
    • Ný félög. Von er á umsókn frá nýupprisnu Leikfélagi Flateyrar. Hafa haldið aðalfund og kjörið nýja stjórn. Einnig virðist sem eitthvað sé að lifna á nokkrum öðrum stöðum þar sem deyfð hefur verið undanfarin ár og er það vel.
  • Leikritasafnið
    • Staðan og framtíðin. Rætt um vinnu sem er í gangi til að uppfæra safnið. Gengur hægt en örugglega. 
  • Sveitarstjórnarkosningar – getum við eitthvað gert? 
    • Útbúa einhverskonar sniðmát með texta og spurningum til frambjóðenda til sveitarstjórna. Guðfinna, Ólöf og Hörður taka saman pakka og leggja fyrir stjórn. Í kjölfarið senda til félaganna til nota sem vönd og/eða gulrót fyrir kosningar. 

Annað ekki rætt og fundi slitið.

Fundargerð ritaði Hörður