Stjórnarfundur: 22.02.2021 kl. 17:00  Staður: Þjónustumiðstöð

Fundarmenn:

Guðfinna Gunnarsdóttir, Ólöf Þórðardóttir, Anna María Hjálmarsdóttir, Gísli Björn Heimisson, Jónheiður Ísleifsdóttir, Anna Margrét Pálsdóttir, Þórfríður Soffía Þórarinsdóttir, Hörður Sigurðarson, frkv.stj.


Fundargerð:

Dagskrá:

1. Fjárhagur – Að frádregnum Covidstyrkjum værum við að líkindum um 2 millj. í mínus núna. Að jafnaði höfum við verið í mínus um 1 til 1 og hálfa milljón á þessum tíma. Miðað við ástandið undanfarið ár er það ekki óeðlileg staða. Frkv.stj. hefur verið að ná niður ýmsum föstum kostnaði, s.s. ljósritunarvél, öryggiskerfi og síma/net.

2. Aðalfundur –
Í Reykjanesbæ fös. 30. apr. – sun. 2. maí. Stefnt að Stuttverkahátíð. Framkv.stjóri kannar áhuga félaganna á þátttöku. Plan B að fá Keflvíkinga til að sýna á fös. kvöldinu.
Senda út tilkynningu og óska eftir verkum. Tímamörk 31. mars á að tilkynna verk.

3. Lagabreytingar – Stjórn leggur til lagabreytingu þess efnis að opnað verður fyrir að nýta rafræna tækni til að greiða atkvæði á aðalfundi. Gísli tekur að sér að útfæra tillöguna. Lagabreyting þarf að hafa borist Þjónustumiðstöð minnst 6 vikum fyrir aðalfund. Fundarboð þarf að senda minnst 4 vikum fyrir fund.

4. Skólinn –
Verður haldinn 19. – 27. júní, viku seinna en áður var áætlað.
Hannes Óli og Árni Kristjánsson geta ekki kennt. Leit að kennurum stendur yfir og skólanefnd fundar á morgun.

5. Covid-styrkir –
Umsóknarfrestur til 15. mars. 4 félög hafa sótt um. Ákveðið að framlengja frestinn enn frekar til 15. apríl.

6. NEATA –
Eistar stefna að hátíð í júlí. Norðurlöndin hafa efasemdir um þátttöku. Skoðað að gera breytingar á fyrrikomulagi, t.d. hafa stuttverkahátíð.
Þing í Mónakó í ágúst. Efasemdir um að af því verði.

7. Heimildarþáttur og kvikmynd –

8. (Stóra) hugmyndin – Hörður setur niður tölur og útfærslu og sendir á stjórn.

9. Önnur mál  – Engin önnur mál.

Fundargerð ritaði Hörður