Stjórnarfundur: 19.09.2020 kl. 13:45  Staður: Leikhúsið Funalind 2

Fundarmenn:

Guðfinna Gunnarsdóttir, Ólöf Þórðardóttir, Anna María Hjálmarsdóttir, Gísli Björn Heimisson, Anna Margrét Pálsdóttir, Magnþóra Kristjánsdóttir, Ágúst Jónsson, Þórfríður Soffía Þórarinsdóttir, Hörður Sigurðarson, frkv.stj.


Fundargerð:

BÍL stjórnarfundur að loknum aðalfundi 19.09.2020.
Þórfríður sat fund í gegnum fjarfundarbúnað.
Guðfinna setti fundinn og bauð nýja stjórnarmenn velkomna til starfa.

Verkaskipting. Guðfinna lagði til óbreytta verkskiptingu. Enginn var á móti því. Ekki þarf að ákveða dagsetningu á úthlutunarfund þar sem búið er að halda hann. Guðfinna lagði til að ákveða næsta fund, og nýta fjarfundarbúnað ef fólk kemst ekki á fundinn.

Hörður útskýrði fyrir nýjum stjórnarmönnum að ferðakostnaður á stjórnarfundi er greiddur fyrir aðalstjórnarmenn en ekki fyrir varastjórn. Ef stjórnarmenn eiga erindi í bæinn, þá er gott að ákveða fund í kringum það ef hentar, til að halda kostnaði niðri.

Guðfinna sagði að koma þyrfti upplýsingum um verklagsreglur sem kynntar voru á fundinum til félaganna.

Kynnti fósturfélög fyrir nýjum stjórnarmeðlimum. Benti á að hafa samband við sín fósturfélög og kynna leiðir til að stunda leiklist og annað tengt bandalaginu, undirbúning fyrir hátíðina og fleira.
Hörður nefndi að hægt væri að hafa félagafund með fjarfundarbúnaði (zoom). Fara yfir verklagsreglur og annað sem er á döfinni. Hægt væri að hafa hann í tengslum við stjórnarfund. Guðfinna lagði til að það yrði gert í nóvember og þá í tengslum við næsta fund stjórnar. Hörður lagði til að kalla það haustfund. Guðfinna lagði til að fundurinn yrði haldinn 6. nóvember. Fundurinn myndi hefjast 18 og kl. 19:30 yrði rafrænn haustfundur. Dagsetningin var ekki fastsett, ákveðið seinna. Setjum könnun á FB hópinn um dagsetningar.

Hörður kynnti fjárhagsstöðuna, innheimting árgjalda mun laga hana fljótlega. Aðeins var rætt um árgjöld, líkleg lækkun vegna færri sýninga, og hvað það þýðir fyrir framtíð BÍL.
Guðfinna sleit fundi kl. 14:15

Gísli reit fundargerð en Hörður fór höndum um hana og setti hér á vefinn.