Stjórnarfundur: 27.06.2020 kl. 11:00  Staður: Kleppsmýrarvegur 8

Fundarmenn:

Guðfinna Gunnarsdóttir, Gísli Björn Heimisson, Sigríður Hafsteinsdóttir, Hörður Sigurðarson, frkv.stj., Anna María Hjálmarsdóttir, Ágúst Jónsson, Hanna Margrét Kristleifsdóttir


Fundargerð:

Fundargerð ritaði Gísli Björn.

  1. Úthlutun – sérstakt frumkvæði
    1. Leikfélag Hveragerðis – Þjóðsaga til næsta bæjar – frumkvæði hafnað
    2. Hugleikur – Gestagangur – frumkvæði samþykkt
    3. Leikfélag Hafnarfjarðar – Hið fordæmalausa – frumkvæði samþykkt (ekki sýningarnar sem slíkar)
    4. Leikfélag Selfoss – Djöflaeyjan – Frumkvæði samþykkt
    5. Leikfélag Hólmavíkur – Stella í orlofi – Frumkvæði hafnað
    6. Leikfélag Keflavíkur – Fló á skinni – Frumkvæði hafnað
    7. Leikfélag Keflavíkur – Benedikt Búálfur – Frumkvæði hafnað
  2. Sýningar sem ekki tókst að taka upp vegna Covid-19. Bót og Betrun hjá Leikdeild U.M.F. Skallagríms og Stella í orlofi hjá Leikfélagi Hólmavíkur. Gengið er út frá að félögin sendi upptökur af sýningunum í haust.

24 leikfélög sóttu um fyrir 63 leiksýningar og leikþætti. Mælt er með styrk fyrir 58 af þeim. Styrkur fyrir sýningu í fullri lengd, án álags er: 502.042 kr.
Veittur er styrkur fyrir 18 styttri og 11 lengri námskeið. Veittur er styrkur fyrir 31 nemanda í Leiklistarskóla BÍL.

  1. Guðfinna, vegna foræmalausra aðstæðna og að fresta þurfti aðalfundi fram á haust þá leggur hún til að af styrk verði tekin 1.750 þúsund til reksturs bandalagsins. Tillagan var samþykkt samhljóða.
  2. Árgjald – Ákveðið var að árgjald haldist óbreytt fram að aðalfundi. Ef aðalfundur samþykkir hækkun á styrk afturvirkt, verður það rukkað sérstaklega.
  3. Fjármál Bandalagsins – Hörður nefnir að það sé tvennt sem hægt sé að gera til að minnka kostnað skrifstofunnar. 
    1. Segja upp ljósritunarvélar samningi (ráð væri að hafa samband við Félag leikskálda og fá þeirra viðhorf).
    2. Segja upp Securitas samningi (búið að gera). Samið var við Öryggismiðstöðina.

Báðar tillögur voru samþykktar

  1. Skólagjöld í bandalagsskólann, nemendum var gefinn kostur að skilja eftir 15 þús. krónur af námskeiðsgjaldi til að tryggja skólavist á næsta ári.
  2. Aðalfundur – staður og stund. 1 dagur frekar en 2 dagar. Stuttur fundur, mögulega í Kópavogi. Fundur haldinn þann 19. september og kláraður á einum degi. Mögulega bjóða upp á rafrænan samskiptamáta fyrir þá sem ekki eiga heimangengt (Zoom).
  3. Leiklistarskóli BÍL – skólanefnd lagði til við stjórn að skólinn myndi vera frestað vegna Covid-19 þetta árið. Stjórn samþykkti þetta. 
  4. Bókaðar eru þakkir til skólanefndar fyrir árverkni og góð vinnubrögð í þessum fordæmalausu aðstæðum.
  5. NEATA/IATA – Leiklistarhátið í Eistlandi 13-16 september. NEATA Fundur er haldinn á sama tíma. Vangaveltur hvort Guðfinna fari, en hún sér ekki fram á að geta farið, vegna þess að hún er að fara að kenna á sama tíma og geti ekki verið í tvær vikur í sóttkví ef smit kæmi upp. Hún lagði til að Hörður fari, hann er til í það.
  6. Önnur mál. 
    1. Trúnaðarmál var rætt.
    2. Ákveðið að vinna að verklagi til að bregðast við vegna ábendinga um ofbeldi.

Fundi slitið 14.55