Stjórnarfundur: 27.06.2020 kl. 11:00 Staður: Kleppsmýrarvegur 8
Fundarmenn:
Guðfinna Gunnarsdóttir, Gísli Björn Heimisson, Sigríður Hafsteinsdóttir, Hörður Sigurðarson, frkv.stj., Anna María Hjálmarsdóttir, Ágúst Jónsson, Hanna Margrét Kristleifsdóttir
Fundargerð:
Fundargerð ritaði Gísli Björn.
- Úthlutun – sérstakt frumkvæði
- Leikfélag Hveragerðis – Þjóðsaga til næsta bæjar – frumkvæði hafnað
- Hugleikur – Gestagangur – frumkvæði samþykkt
- Leikfélag Hafnarfjarðar – Hið fordæmalausa – frumkvæði samþykkt (ekki sýningarnar sem slíkar)
- Leikfélag Selfoss – Djöflaeyjan – Frumkvæði samþykkt
- Leikfélag Hólmavíkur – Stella í orlofi – Frumkvæði hafnað
- Leikfélag Keflavíkur – Fló á skinni – Frumkvæði hafnað
- Leikfélag Keflavíkur – Benedikt Búálfur – Frumkvæði hafnað
- Sýningar sem ekki tókst að taka upp vegna Covid-19. Bót og Betrun hjá Leikdeild U.M.F. Skallagríms og Stella í orlofi hjá Leikfélagi Hólmavíkur. Gengið er út frá að félögin sendi upptökur af sýningunum í haust.
24 leikfélög sóttu um fyrir 63 leiksýningar og leikþætti. Mælt er með styrk fyrir 58 af þeim. Styrkur fyrir sýningu í fullri lengd, án álags er: 502.042 kr.
Veittur er styrkur fyrir 18 styttri og 11 lengri námskeið. Veittur er styrkur fyrir 31 nemanda í Leiklistarskóla BÍL.
- Guðfinna, vegna foræmalausra aðstæðna og að fresta þurfti aðalfundi fram á haust þá leggur hún til að af styrk verði tekin 1.750 þúsund til reksturs bandalagsins. Tillagan var samþykkt samhljóða.
- Árgjald – Ákveðið var að árgjald haldist óbreytt fram að aðalfundi. Ef aðalfundur samþykkir hækkun á styrk afturvirkt, verður það rukkað sérstaklega.
- Fjármál Bandalagsins – Hörður nefnir að það sé tvennt sem hægt sé að gera til að minnka kostnað skrifstofunnar.
- Segja upp ljósritunarvélar samningi (ráð væri að hafa samband við Félag leikskálda og fá þeirra viðhorf).
- Segja upp Securitas samningi (búið að gera). Samið var við Öryggismiðstöðina.
Báðar tillögur voru samþykktar
- Skólagjöld í bandalagsskólann, nemendum var gefinn kostur að skilja eftir 15 þús. krónur af námskeiðsgjaldi til að tryggja skólavist á næsta ári.
- Aðalfundur – staður og stund. 1 dagur frekar en 2 dagar. Stuttur fundur, mögulega í Kópavogi. Fundur haldinn þann 19. september og kláraður á einum degi. Mögulega bjóða upp á rafrænan samskiptamáta fyrir þá sem ekki eiga heimangengt (Zoom).
- Leiklistarskóli BÍL – skólanefnd lagði til við stjórn að skólinn myndi vera frestað vegna Covid-19 þetta árið. Stjórn samþykkti þetta.
- Bókaðar eru þakkir til skólanefndar fyrir árverkni og góð vinnubrögð í þessum fordæmalausu aðstæðum.
- NEATA/IATA – Leiklistarhátið í Eistlandi 13-16 september. NEATA Fundur er haldinn á sama tíma. Vangaveltur hvort Guðfinna fari, en hún sér ekki fram á að geta farið, vegna þess að hún er að fara að kenna á sama tíma og geti ekki verið í tvær vikur í sóttkví ef smit kæmi upp. Hún lagði til að Hörður fari, hann er til í það.
- Önnur mál.
- Trúnaðarmál var rætt.
- Ákveðið að vinna að verklagi til að bregðast við vegna ábendinga um ofbeldi.
Fundi slitið 14.55