Stjórnarfundur: 30.03.2019 kl. 11:30 Staður: Kleppsmýrarvegur 8
Fundarmenn:
Guðfinna Gunnarsdóttir, Ólöf Þórðardóttir, Gísli Björn Heimisson, Þrúður Sigurðar, Hörður Sigurðarson, frkv.stj., Anna María Hjálmarsdóttir, Magnþóra Kristjánsdóttir
Fundargerð:
- Ósk um inngöngu Leikd. UMF Stafholtstungna.
Samþykkt samhljóða - Leiklistarskólinn
Fullt er á öll námskeið. Stjórn lýsir ánægju með góða aðsókn. - Fjármál
Er í járnum eins og venjulega. Reikningurinn í plús vegna staðfestingargjalda. - Samningur við ríkið.
Vitum að upphæð til skrifstofu er áfram 6 milljónir. Erum að fá greitt skvt. því.
Bíðum enn eftir drögum að samningi. Er á leið til lögfræðinga ráðuneytisins og ekki von á þeim fyrr en eftir 2-3 vikur skvt. samtali við Ástu hjá ráðuneytinu. Hörður óskar eftir fundi með ráðherra. - Aðalfundur á Húsavík
Höfum fengið tilboð í gistingu og ráðstefnupakka. Verð pr. mann í tveggja manna herbergi er þá 31.500 kr. Innifalið gisting m. morgunverðarhlaðborði, ráðstefnupakkinn, matur og veitingar á fundi og hátíðarkvöldverður. Fundarboð send í síðasta lagi mánudag 1. apríl.
Vilborg kynnti ársreikning. Niðurstaða ársins er tap upp á 153.763 kr. - Leikminjasafn
Verður að líkindum lagt niður á aðalfundi 22. maí. Þjóðminjasafn og Þjóðarbókhlaða taka við munum og gögnum safnsins. Má benda félögunum á að þar er hægt að koma hlutum til varðveislu. - Stjórnarkjör í IATA
Munum ekki senda fulltrúa vegna kostnaðar. Rætt um frambjóðendur og við þurfum að huga að því að koma okkar atkvæði á fundinn. - Úthlutunarreglur – upptökur af sýningum
Árétta að nú er aðeins tekið við upptökum á YouTube eða Vimeo. Uppfæra þarf úthlutunarreglur. - Leiklistarhátíð 2020
Hugmyndir frá undirbúningsnefnd:
Tengja leiklistarhátíð við aðalfund og halda hátíðina fös. 1. maí 2020. Athuga hvort Leikf. Keflavíkur er tilbúið að halda aðalfund og hátíðina í tengslum við hann. Leikþættir 15-25 mín. Fá utanaðkomandi til að fjalla um sýningar. Skoða möguleika á að vera með sameiginlega leikhúsveislu á föstudagskvöld. Lagt fyrir aðalfund til umræðu. - Önnur mál engin.
Fundi slitið 13:43.
Fundargerð ritaði Hörður Sigurðarson