Stjórnarfundur: 18.03.2018 kl. 12:00  Staður: Kleppsmýrarvegur 8

Fundarmenn:

Guðfinna Gunnarsdóttir, Ólöf Þórðardóttir, Þráinn Sigvaldason, Bernharð Arnarson, Gísli Björn Heimisson, Embla Guðmundsdóttir, Vilborg Valgarðsdóttir, frkv.stj.


Fundargerð:

1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar
Farið yfir fundargerðina og hún samþykkt.

2. Starfsáætlun 2017-18 yfirfarin
Rekstur þjónustumiðsöðvar gengur vel og er í fínum málum.
Umsóknir fyrir leiklistarskólann fara vel af stað. Trúðanámskeiðið er orðið fullt en laust er á önnur námskeið.
Sótt hefur verið um aukaframlag í næsta samningi við ríkið vegna framkvæmdarstjóraskipta og til endurnýjunar tölvubúnaðar skrifstofunnar sem kominn er til ára sinna.

Sérverkefni
Hörður er tilbúinn að vera með fyrirlestra/vinnustofu samhliða aðalfundi. Einnig var talað um að finna fleiri sem gætu komið með einhver innlegg. Hugmyndir um að vera einnig með Office 365 kynningu og google kynningu ofl. 
Stuttverkahátíð verður haldin í Logalandi samhliða Aðalafundi BÍL 4. maí 2018 klukkan 20:00.
Skipuð var nefnd til þess að skipuleggja leiklistarhátíð fyrir árið 2020. Í henni sitja formaður, varaformaður og framkvæmdastjóri. Ákveðið að eitt af umræðuefnum hópvinnu á aðalfundi verði tileinkað hátíðinni.

3. Aðalfundur og einþáttungahátíð 2018
a) Staður og stund 
Farið yfir staðsetningu og kostnað. Það er ljóst að gistikostnaður í Reykholti verður eitthvað meiri en verið hefur. Fundurinn verður haldinn í Logalandi og gist verður á Íslandshóteli í Reykholti. 
b) Aðstaða á fundarstað; gisting, matur, sýningar- og fundaraðstaða + verð.
Emblu falið að ganga frá þessum málum með aðstoð framkvæmdarstjóra.
Rætt um að hafa einþáttungahátíð á föstudeginum. Vinnustofur/fyrirlestra fyrir hádegi á laugardeginum og svo aðalfund eftir hádegi á laugardeginum og á sunnudeginum. 
Rætt var um að finna ódýrari gistingu fyrir þá sem ekki ætla að sitja fund. Embla fer í það mál ásamt framkvæmdarstjóra. 
c) Ársreikningur 2017 yfirfarinn og undirritaður
Árgjaldagreiðslur félaga til BÍL lækka á hverju ári þrátt fyrir prósentuhækkun. Það skýrist á því að aðildarfélögum fækkar ört. Þetta er áhyggjuefni sem brýnt er að bregðast við. 
Sala á farða hefur einnig minnkað tölvert frá fyrra ári. 
Stjórn BÍL er ánægð með niðurstöður reikningsins og samþykkir hann fyrir sitt leyti. 
d) Starfsáætlun 2018-19
Leiklistarhátíð 2020 verður sett inn í starfsáætlun. Að öðru leyti verður leitað til aðalfundar um að setja fleiri atriði inn sem sérverkefni ef fólki sýnist svo. 
e) Stjórnarkjör og fleira
Bernharð, Þráinn og Ólöf eiga að ganga úr aðalstjórn. Ólöf og Þráinn eru tilbúin að halda áfram en Bernharð gefur ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarstarfa. 
Sigríður Hafsteinsdóttir og Ágúst T. Magnússon eiga að ganga úr varastjórn.

4. Erlent samstarf
Mikið er að vera um að vera í erlendu samstarfi í sumar.
a) Leiklistarhátíð og aðalfundur NEATA 2018
Leikfélag Kópavogs er að fara til Litháen á NEATA hátíð í lok júlí.
Þær Guðfinna og Vilborg munu fara sem fulltrúar Bandalagsins á fundi NEATA.
María Björt og Sara Rós fara á NEATA Youth fund og leiksmiðju í Litháen samhliða hátíðinni. BÍL greiðir fargjöld fyrir þær. 
b) Barnaleikhúsmót EDERED 2018
Barnaleikhúsmót verður haldið í Frakklandi í júlí. Greiða þarf laun fyrir fararstjóra sem og ferðakostnað en Kristín Svanhildur Helgadóttir hefur tekið það hlutverk að sér. Héðan fara 4 íslensk börn. Rætt hvernig við ættum að velja okkar þau.

5. RUV og afrit af þáttabrotum um Leiklistarkóla BÍL
Rætt var að fá að setja bara link inn á steymisefnið frá RUV. Vilborg og Embla ræða við Gísla Einarsson vegna þáttarins Út og suður.

6. Önnur mál
Formaður minnir stjórnarmenn á að hafa samband við fósturfélögin sín til að minna á Leiklistarskóla BÍL og Aðalfund BÍL. Skila skal skýrslu munn- og skriflega til formanns sem fyrst.

Fundi slitið klukkan 14:40

Fundargerð ritaði Þráinn Sigvaldason.