Stjórnarfundur: 17.02.2024 kl. 11:15  Staður: Kleppsmýrarvegi 8

Fundarmenn:

Ólöf Þórðardóttir, Anna María Hjálmarsdóttir, Jónheiður Ísleifsdóttir, Bjarklind Þór, Hörður Sigurðarson, frkv.stj.


Fundargerð:

Stjórnarfundur settur.

  1. Nýstofnað Leikfélag Eyrarbakka sækir um inngöngu í Bandalagið. Fyrir liggja lög félagsins og stofnfundargerð. Stjórn samþykkir inntökubeiðnina og býður félagið velkomið í Bandalagið.
  2. NEATA Network fundur í Reykjavík í október tókst afar vel. 11 fulltrúar mættu frá öllum NEATA löndunum. Þjóðleikhúsið bauð okkur fundaraðstöðu. Lilja ráðherra bauð í móttöku. Skipulagning og umgjörð tókst afar vel og gestir yfir sig ánægðir, ekki síst með kvöldverð sem hópnum var boðið í, með íslenskum þjóðlegum krásum sem Ólöf formaður töfraði fram af mikilli snilld með vinkvennahópi sínum. Gestir dvöldu mislengi á landinu og frkvstj. fór Gullna hringinn með nokkrumn þeirra og endaði með skoðunarferð í litla leikhúsinu á Selfossi undir leiðsögn Jónheiðar og Ella.
    NEATA leiklistarhátíðin sem var áætluð í Noregi í sumar hefur verið slegin af þar sem ekki fékkst fjármagn.
    Verið er að vinna umsókn til Nordic Culture Point um áframhald á Network Meetings til næstu 3 ára.
  3. Framkvæmdastjóri þáði fundarboð umboðsskrifstofunnar Nordiska í nóvember síðastliðnum. Þangað var boðið tenglum þeirra á öllum Norðurlöndunum. Mjög upplýsandi og ánægjulegur fundur. Breyting á fyrirkomulagi leyfisveitinga sem leiðir til einhverra hækkana á gjöldum en um leið einföldunar á ferlinu. Fundurinn verður að líkindum árlegur viðburður héðan í frá.
  4. Lilja ráðherra bauð fulltrúum félaga sem fengu styrk á síðasta ári til móttöku hjá í Norræna húsinu í nóvember. Vel sótt og heppnað þar sem ráðherra hélt stutta tölu í upphafi og ræddi síðan við fulltrúa víðsvegar að um leikstarfið um allt land. Þótti henni greinilega mikið til koma hve öflugt og fjölbreytt starf er í gangi á landinu.
  5. Aðalfundur og stuttverkahátíð. Frkvstj. leggur til breytingu á hefbundnu fyrirkomulagi aðalfundar:
    Aðalfundur verði settur kl. 9.00 að morgni lau. 4. maí.
    Fundi síðan frestað kl. 12.00
    Stuttverkahátíð verði haldin 14.00-17.00.
    Hátíðarkvöldverður Hótel Natur kl. 20.00 laugardagskvöld.
    Aðalfundi síðan fram haldið sun. 5. maí kl. 10.00.
    Verð pr. mann (miðað við 2 í herbergi) 30.000 kr. og er þar innifalið gisting, fundarveitingar, hádegisverður á laugardag og hátíðakvöldverður.
    Skilyrði stuttverka að þau séu 8-15 mín. að lengd.
  6. Leiklistarskólinn:
    4 námskeið fyrirhuguð: Leiklist I með Ágústu, Leikritun I með Karli Ágústi, Leikstjórn IV með Jennýju Láru (með fyrirvara um aðsókn) og Sérnámskeið fyrir leikara með Rúnari.  Tilboð frá UMFÍ upp á 73.000 kr/mann. Upphaflega 75.000 kr. en fékk lækkun í 73.000 kr. Námskeiðsgjald áætlað 113.000 kr. Opnað fyrir skráningu 1. mars. 
  7. Fjármál. Gerðum 1 árs samning við ráðuneytið með sömu upphæð og í fyrra eða 6.5. milljónir. Það er líka sama upphæð og árið 2020 sem uppreiknuð er í dag 8.4 milljónir. Það er ljóst að þetta ár verður mjög erfitt rekstrarlega. Frkstj. rifjaði upp að ráðherra hefði sagt að ekki væri mikið svigrúm til hækkunar á þessu ári (2024) en hefði gefið vilyrði fyrir hressilegri endurskoðun á framlagi fyrir næsta ár. Því þurfum við að fylgja eftir.
    Tillaga um að koma á styrkjakerfi í tengslum við Almannaheillaskrá þar sem einstaklingar skrá sig fyrir lágum upphæðum, t.d. 500-2000 kr. á mánuði. Frvkstj. kannar einfaldasta fyrirkomulagið til að auðvelda framkvæmd.
    Einnig rætt hvort hægt sé að herja á stærri fyrirtæki um styrki.  Frkvstj. óskar eftir tillögum frá stjórnarmönnum um fyrirtæki sem vænlegt væri að sækja um styrki til.
  8. Önnur mál:
    1. Anna María hefur verið að vinna að því að gera sjónvarpsþátt um Bandalagið og starfsemi aðildarfélaganna. Hugmyndin að gera a.m.k.. þrjá þætti. Viðfangsefnið væri Bandalagið/Þjónustumiðstöðin, Leiklistarskólinn og Þjóðleikhússýningin.
    2. Amateur Theatre Map: https://www.aitaiata.net/
      Hægt er að skrá leikfélagið á kort á vef AITA/IATA: https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSd7QmRcx9iDifc9aSE-2qApviyNwSDmgF_s4zWpmxX6b_KZFQ/viewform

 

 

Fleira ekki gert. Fundargerð ritaði Hörður.