Stjórnarfundur: 14.09.2023 kl. 17:00 Staður: Þjónustumiðstöð
Fundarmenn:
Ólöf Þórðardóttir, Gísli Björn Heimisson, Sigrún Tryggvadóttir, Bjarklind Þór, Hörður Sigurðarson, frkv.stj.
Fundargerð:
Formaður setur fund.
- Fjárlög –
- Fyrir liggur mikill niðurskurður í fjárlögum. VIð þurfum að bregðast við. HS setur saman upplýsingapakka fyrir stjórnarmenn. Hörðurs sendir félagapóst og undirbýr jarðveginn og stjórnarmenn hafa í kjölfarið samband við sín fósturfélög.
Næstu fundir fjárlaganefndar mán. 18. og mið. 20. okt. Athuga hvort hægt er að komast á fund. Formaður heyrir í fulltrúa í nefndinni.
- Fyrir liggur mikill niðurskurður í fjárlögum. VIð þurfum að bregðast við. HS setur saman upplýsingapakka fyrir stjórnarmenn. Hörðurs sendir félagapóst og undirbýr jarðveginn og stjórnarmenn hafa í kjölfarið samband við sín fósturfélög.
- Styrkur til félaganna hefur ekki verið greiddur út. Ítrekaðir póstar til ráðuneytis hafa ekki skilað neinu enn nema afsökunum og loforðum um að ganga frá málinu en við bíðum enn.
- Dýrleif hefur sagt sig úr skólanefnd vegna flutnings úr landi. Guðfinna Gunnarsdóttir er skipuð í hennar stað.
- NEATA Network fundur verður haldinn hér í Reykjavík 10.-12. okt. 13 manns koma frá NEATA löndunum. Lilja ráðherra býður hópnum í mótttöku 10. okt. Hörður bað um hugmyndir til að hægt verði að bjóða hópnum upp á þjóðlegan mat eina kvöldstund 11. okt. Ýmsar hugmyndir komu fram. Ólöf ætlar að heyra í vinkonu sem gæti mögulega séð um þetta.
- Ársritið. Vantar leiðara fyrir ritið. Ætti að koma út fyrir mánaðamót.
Fleira ekki gert.
Fundargerð ritaði Hörður