Stjórnarfundur: 14.09.2023 kl. 17:00  Staður: Þjónustumiðstöð

Fundarmenn:

Ólöf Þórðardóttir, Gísli Björn Heimisson, Sigrún Tryggvadóttir, Bjarklind Þór, Hörður Sigurðarson, frkv.stj.


Fundargerð:

Formaður setur fund.

  1. Fjárlög –
    1. Fyrir liggur mikill niðurskurður í fjárlögum. VIð þurfum að bregðast við.  HS setur saman upplýsingapakka fyrir stjórnarmenn. Hörðurs sendir félagapóst og undirbýr jarðveginn og stjórnarmenn hafa í kjölfarið samband við sín fósturfélög.
      Næstu fundir fjárlaganefndar mán. 18. og mið. 20. okt. Athuga hvort hægt er að komast á fund. Formaður heyrir í fulltrúa í nefndinni.
  2. Styrkur til félaganna hefur ekki verið greiddur út. Ítrekaðir póstar til ráðuneytis hafa ekki skilað neinu enn nema afsökunum og loforðum um að ganga frá málinu en við bíðum enn.
  3. Dýrleif hefur sagt sig úr skólanefnd vegna flutnings úr landi. Guðfinna Gunnarsdóttir er skipuð í hennar stað.
  4. NEATA Network fundur verður haldinn hér í Reykjavík 10.-12. okt. 13 manns koma frá NEATA löndunum. Lilja ráðherra býður hópnum í mótttöku 10. okt. Hörður bað um hugmyndir til að hægt verði að bjóða hópnum upp á þjóðlegan mat eina kvöldstund 11. okt. Ýmsar hugmyndir komu fram. Ólöf ætlar að heyra í vinkonu sem gæti mögulega séð um þetta.
  5. Ársritið. Vantar leiðara fyrir ritið. Ætti að koma út fyrir mánaðamót.

Fleira ekki gert.
Fundargerð ritaði Hörður