Stjórnarfundur: 25.04.2023 kl. 16:45  Staður: Zoom og skrifstofa

Fundarmenn:

Guðfinna Gunnarsdóttir, Ólöf Þórðardóttir, Anna María Hjálmarsdóttir, Jónheiður Ísleifsdóttir, Lilja Guðmundsdóttir, Brynja Ýr Júlíusdóttir, Sigrún Tryggvadóttir, Þórfríður Soffía Þórarinsdóttir, Hörður Sigurðarson, frkv.stj.


Fundargerð:

Undirbúningur aðalfundar:

  1. Aðalfundur verður settur kl. 9.30 í Egilsbúð.
  2. Leikfélag Norðfjarðar útvegar einn fundarstjóra. Við þurfum að hafa einn til vara. Jónheiður ritar fundargerð.
  3. Gerður og Axel úr kjörnefnd verða á staðnum.
  4. Lilja kynnir Menningarstefnu BÍL
  5. Staðfest inntaka nýrra félaga. Gísli kynnir.
    1. Leikfélag Blönduóss
    2. Leikfélag Laxdæla
    3. Leikfélagið Lauga
    4. Leikdeild UMF Gnúpverja
  6. Skýrsla stjórnar: Guðfinna flytur
  7. Ársreikningur: Hörður kynnir
  8. Skólanefnd: Jónheiður og Elli flytja.
  9. Drög að starfsáætlun og hópastarf. Guðfinna fylgir úr hlaði. Auglýst eftir hugmyndum frá fundinum um verkefni á starfsáætlun.
  10. Engar lagabreytingar.
  11. Tillögur lagðar fyrir fundinn:
    1. Húsnæðissjóður – Ólöf leggur fram tillögu.
    2. Tillaga um að framlag til skrifstofu verði niðurfelling 3 milljóna sem lagðar voru til hliðar 2021 af ríkisstyrk
  12. Stjórnarkjör og skoðunarmenn reikninga. Ingveldur og Oddfreyja aðalskoðunarmenn. Tillaga um Örn Alexandersson til vara.
  13. Árgjald. Er 88.000 kr. á yfirstandandi leikári. Gísla falið að uppreikna miðað við vísitölu og leggja tillögu fyrir fundinn..
  14. Næsti fundur: Staðfesta að Freyvangur bjóði. Ólöf heyrir í Jóhönnu.

Fleira ekki gert og fundi slitið. Fundargerð ritaði Hörður