Skólanefndarfundur: 19.09.2025 
Staður: Kleppsmýrarvegi 8

Fundarmenn:

Gísli Björn Heimisson, Hörður Sigurðarson, Jónheiður Ísleifsdóttir, F.Elli Hafliðason, Guðfinna Gunnarsdóttir

Fundargerð:

Fundargerð – Haustfundur Skólanefndar

Dagskrá

1. Samantekt frá í sumar

  • Gekk vel, utan brunakerfi fór í gang, verður ávarpað í setningarræðu
  • Fara yfir könnun og niðurstöður
    • Almennt mjög góðar
    • Ein athugasemd um lítinn lærdóm hjá Kalla og að það væri of mikill leiklestur – Guðfinna minnist á að hún hafi heyrt frá einhverjum nemendum að það hafi vantað upp á persónulega endurgjöf á verkin.
    • Aðeins um ytri aðstæður – ekki útskýrt frekar.
    • Höfundar vilja meira, enda stór hópur búinn að koma oft
    • Gríma sló algjörlega í gegn, viljum gjarnan fá hana sem fyrst aftur
  • Matur, lítið kvartað við Ella og Jónheiði en var eitthvað rætt án okkar vitneskju
    • Gísli kokkur vill fá mataróskir beint til sín, skilar sér illa frá Sigga.
  • Næstum allir í nemendur í einstaklingsherbergjum þó það kosti meira, gekk upp engu að síður. Rætt um hvort við ættum að breyta módelinu en ákveðið að hafa þetta eins og þetta eins og það er og rukka aukalega fyrir einstaklingsherbergi áfram, en taka þetta inn í líkanið þegar við reiknum út kostnað við skólann.
  • Engin busun hafði smá áhrif, talað aðeins um að það vantaði að kynnast betur í byrjun skóla
    • Mögulega opnunarhátíð í stað busunar? – Hafa eitthvað sem lyftir undir busana og kynnir þá og svo eitthvað með eldri nemum í framhaldi. 
    • Gaman að hafa meira af því sem við gerðum í ár og höfum gert áður að hafa skemmtikvöld (4-5 og fjölbreyttar þrautir) og kynslóðaleikana.
    • Morgunleikfimin var líka létt og farið í fleiri leiki þannig að allir gætu tekið þátt og var þátttaka mjög góð.
  • Kvöldvaka – það var texti lesinn sem var narratíva þar sem vísað var í kynferðisofbeldi gagnvart barni og þetta var mjög óviðeigandi og langt og Guðfinna spyr hvort það sé hægt að gefa skýrari viðmið um hvernig atriði eiga heima á kvöldvöku. – Þurfum að passa upp á tímalengd atriða og triggerandi hluti. Ræða beint við fólk og ræða þetta líka yfir hópinn. Setja 3-5 mín tímamörk á atriði.

2. Förðunarnámskeið

– tími og kennarar?

– fyrirkomulag

      Rætt um að Tinna hefur ekki svarað pósti eða símtölum frá Herði. Við þurfum að finna einhverja aðstöðu – Gísli stingur upp á að skoða mögulega hvort hægt væri að fá aðstöðu á hárgreiðslustofu og Guðfinna stingur upp á Reykjavík makup studio (makeupstudio.is) eða Makeup school – (Makeupschool.is) – Hafa samband við þau og athuga hvað kostar að leigja rými. Námskeið í leikhúsförðun – þurfum svo að finna kennara – Rannveig Óladóttir koma til tals og höfðum við samband við hana og munu hún og Hörður vera í samskiptum með flöt á námskeiði.  

3. Tímasetning á skólanum 

  • Sigga hjá UMFÍ líst best á 20.-28. júní (mæting 19. júní) 
    • eiga eftir að ræða fyrri hluta júní en heldur þessum tíma lausum fyrir okkur
    • Staðfesta þessa viku við Sigga ef hann er til í það.
    • Gísli sagði að það væri afmælisár 😊
  • Góð mæting og engin kvartaði í sumar 
  • Spurði Sigga út í samning fram í tímann, hann opnaði á að semja kannski 2 ár í einu 

4. Námskeið næsta sumar

Elli fór yfir það sem var beðið um í könnun: 

– Leiklist III (held að það komi frá Ágústu sjálfri)

  – Leikritun III eða sérnámskeiði

– Trúður II

– Bak við tjöldin

– Leikstjórn, Michael Chekov, Improv

Umræður

– Ágústa með leiklist I eða nýjan kennara?

– Viljum hafa Leiklist I 2026

               – Byrjum á að tala við Ágústu 

– Karl Ágúst með sérnámskeið í leikritun? eða annan kennara – byrjum á að tala við Kalla

– Viljum hafa Masterclass 2026 (ekki fleiri 12 manns)

– Guðfinna stingur upp á að athuga með Matthías Tryggva Haraldsson (kennslureynsla? )

– Elli talar um hugmynd að námskeiði þar sem væru kenndir nokkrir mismunandi stílar.

– Passa upp á að það myndist ekki hópur inni í hópnum.

– Passa hvernig þetta er er kynnt og hverjar forkröfurnar eru.

– Stinga upp á því við Kalla að taka 1 on 1 samtal um það sem fólk er að gera í viðbót við að lesa með hópnum.

Ákveðið að athuga með Ágústu og Kalla – fyrir Leiklist I og Masterclass – Jónheiður og Elli gera það.

– Sérnámskeið

– Michael Chekov ( ákveðið að geyma þetta í eitt ár)

– Improv – athuga hvort Gríma er til í kenna Improv námskeið – Jónheiður og Elli heyra í Grímu

– Complete vocal (10 manna námskeið – athuga hvort píanóið er í lagi – heyra í Þórhildi – hvort hún er til í að kenna það aftur – Jónheiður og Elli gera það.

Fundargerð ritaði Jónheiður