Sunnudaginn 26. maí kl. 16 sýnir leikfélagið Hugleikur Fríðuþætti í Leikhúsinu, Funalind 2 í Kópavogi. Aðeins þessi eina sýning.
Og tilefnið er verðugt; höfundur verkanna – Fríða Bonnie Andersen er 60 ára og Hugleikur er 40 ára.
Hér má sjá leikskrá sýningarinnar og þar er fallegt ávarp frá höfundi verkanna. Myndin er af henni Jonnu, sem leikur Drífu Sig í samnefndum þætti. Myndirnar tók Unnur Guttormsdóttir.
Hér er viðburðurinn á Facebook.
Ef þið viljið heyra í Fríðu, þá er hún mjög skemmtilegur viðmælandi. Síminn hjá henni er 8485506. Fríða er jafnframt höfundur bókanna Að eilífu ástin og Meistari Tumi.
Það eru örfáir miðar lausir á sýninguna. Hjartanlega velkomin að njóta með okkur sýningarinnar.
Hægt er að bóka miða hér.