Aðalfundur Bandalags íslenskra leikfélaga verður haldinn í Bæjarleikhúsinu Mosfellsbæ dagana 30. apríl og 1. maí 2011. Frestur til að skrá sig á fundinn rennur út 15. apríl. Einþáttungahátíð verður haldin á sama stað föstudaginn 29. apríl og rennur frestur til að tilkynna þátttöku með leikverk einnig út 15. apríl. Dagskrá aðalfundar er í lögum Bandalagsins. Samhliða aðalfundi fer fram sýning á leikskrám og veggspjöldum leikársins 2009-2010 og val Þjóðleikhússins á Athyglisverðustu áhugasýningu leikársins verður að venju kynnt á hátíðakvöldverðinum.

Dagskrá:
Föstudagur 29. apríl:  
14.00     Einþáttungahátíð sett í Bæjarleikhúsinu
19.00     Kvöldverður í Bæjarleikhúsinu
20.00     Einþáttungahátíð fram haldið
23.00     Lok

Laugardagur 30. maí:
08.00     Morgunverður
09:00     Aðalfundur settur í Bæjarleikhúsinu
12:00     Hádegisverður í Bæjarleikhúsinu
13:00     Framhald aðalfundar
17:00     Fundarhlé
20:00     Hátíðarkvöldverður í Bæjarleikhúsinu – Skemmtidagskrá og samvera

Sunnudagur 1. maí:
08.00     Morgunverður
09:00     Framhald aðalfundar í Bæjarleikhúsinu og fundarslit
12:00     Hádegisverður á sama stað og heimferð að honum loknum
Fundargerð aðalfundar 2010 er hér á leiklist.is undir Bandalagið/Fundir og verður ekki send út.

Einþáttungahátíðin hefst kl. 14. föstudaginn 29. apríl og stendur fram á kvöld eftir því þátttaka leyfir. Öll aðildarfélög Bandalagsins eru eindregið hvött til að taka þátt í hátíðinni.
Þátttökuskilyrði eru eftirfarandi:
– Hámarkslengd leikþátta er 30 mínútur.
– Umgjörð sýninga skal vera eins einföld og framast er unnt.
- Ef heildarlengd sýninga fer yfir tímamörk hátíðarinnar verða þau félög sem senda flesta þætti beðin um að fækka þeim.
– Frestur til að tilkynna þátttöku leikþátta á hátíðinni rennur úr 15. apríl.
Umsóknareyðublöð má nálgast hér: umsokneinattungahatid2011.pdf

Gist verður að Hótel Laxnesi, Háholti 7, Mosfellsbæ. Boðið er uppá eftirtalda gistipakka frá föstudegi til sunnudags:
1.    Eins manns herbergi og allt uppihald kr. 31.400.-
2.    Tveggja manna herbergi og allt uppihald 24.400 á mann
3.    Þriggja manna herbergi og allt uppihald 21.100 á mann
4.    Fjögurra manna herbergi og allt uppihald 20.400 á mann
Þeir sem ekki gista en eru í matnum borga 10.400 á mann.

Tilkynnið þátttöku fyrir 15. apríl. Vinsamlegast greiðið þátttökugjaldið um leið inn á reikning 0334-26-5463, kt. 440169-0239 og látið bankann senda kvittun á netfangið info@leiklist.is.

Sendið einnig þátttökueyðublað vegna einþáttunga á skrifstofu Bandalagsins fyrir 15. apríl.

{mos_fb_discuss:3}