Þann 28. október var frumsýnt hjá Leikfélagi Vestmannaeyja verkið „Móglí“ eftir Illuga Jökulsson í leikstjórn hins frábæra leikstjóra Jóns Stefáns Kristjánssonar.
Er verkið skipað 18 leikurum á aldrinum 7–22 ára og er ótrúlegt að sjá hvað þessir krakkkar geta. Verkið er mjög skemmtilegt og var lögð mikil vinna í búningana sem saumakonur Leikfélags Vestmannaeyja, þær Lilja Þorsteinsdóttir og Katrín Sjöfn Sigurbjörnsdóttir sáu um að hanna og sauma. Sama er með sviðið sem leikstjóri ásamt Óskar Pétri Friðriksyni yfirsmið sáu um að hanna og smíða. Einnig hjálpuðu stjórnarmeðlimir og velunnarar Leikfélagsins til að gera sviðið sem líkast skógi. Leikararnir sáu um að búa sér til grímur og er ótrúlegt að sjá hvað það heppnaðist vel.
Sýnt verður um næstu helgar, en stefnt er á að sýna 8–10 sinnum, og hvetjum við alla til að leggja leið sína til Vestmannaeyja og sjá þetta skemmtilega verk Leikfélags Vestmannaeyja.
Miðasala er í síma 481-1940