ImageAðalfundur leikfélagsins var haldinn mánudagskvöldið 16. október 2006.

Í stjórn félagsins eru: Stefanía Elísabet Hallbjörnsdóttir, formaður, Kristín Haraldsdóttir varaformaður, Ásgeir Már Hauksson gjaldkeri, Ásta Júlía Aðalsteinsdóttir ritari og Bernharð Arnarson meðstjórnandi.

Á fundinum var samþykkt að Arnsteinn Stefánsson, Stóra-Dunhaga, yrði heiðursfélagi leikfélagsins.

Nú í haust mun Leikfélagið setja upp dagskrá um Kristján frá Djúpalæk (Dreifar af dagsláttu) í umsjón Sunnu Borg, stefnt er að sýningum 18. og 19. nóvember.

Eftir áramótin hefjast svo æfingar á mögnuðu leikverki á Melum. Sýningar á því hefjast væntanlega í mars/apríl.