Fjölskyldusöngleikurinn Fólkið í blokkinni eftir Ólaf Hauk Símonarson verður frumsýndur hjá Leikfélagi Húsavíkur á laugardag. Oddur Bjarni Þorkelsson leikstýrir. Verkið fjallar um fólk sem býr í blokk í Reykjavík og það ákveður að setja upp söngleik í blokkinni. Þar búa nefnilega meðlimir hljómsveitarinnar Sónar, sem átti einn „hittara“ fyrir 10 árum, Fólkið í blokkinni.
Í blokkinni búa margir skemmtilegir einstaklingar eins og Robbi húsvörður sem á það til að láta hlutina og fólkið í blokkinni fara í taugarnar á sér og Valerí pólska hóran. Þarna býr líka fjölskylda ein þau Solla spákona, Tryggvi tryggingasölumaður og börnin þeirra tvö Óli og Sara. Kóngulóin og skjaldbakan búa þarna líka. Og ekki má gleyma Hannesi, kærasta eða ekki kærasta Söru. Auðvitað býr fleira fólk í blokkinni sem þú færð að kynnast þegar þú heimsækir blokkina í Samkomuhúsinu á Húsavík.
Með helstu hlutverk fara þau Ármann Örn Gunnlaugsson, Helga Sigurjónsdóttir og Ingvar Björn Guðlaugsson.
Frumsýning verður laugardaginn 24. október kl. 16
2. sýning þriðjudaginn 27. október kl. 20
3. sýning föstudaginn 30. október kl. 20
4. sýning laugardaginn 31. október kl. 14
5. sýning sunnudaginn 1. nóvember kl. 16
Miðapantanir í síma 464 – 1129.