Sýnt verður:
Mánudaginn 21.05, kl. 20.00
Fimmtudaginn 24.05., kl. 20.00
Föstudaguinn 25.05., kl. 20.00
Laugardaginn 26.05., kl. 16.00
Óralandið er land sem við þekkjum öll. Það er nefnilega svo vinsæll ferðamannastaður. Það veitir okkur ríkisfang án nokkurra spurninga. Fáni þess er… tja, sá fáni sem við kjósum að flagga eftir því hvernig á okkur liggur. Við eigum marga fána. Óralandið minnir stundum á önnur lönd. Og stundum minna önnur lönd á óralandið. Það getur verið erfitt að sjá hvar landamærin liggja. Til þess að fara þangað er ekki hægt að bóka neina ferð á netinu. Ef þú gúglar það gerist fátt. Þú ert þín eigin ferðaskrifstofa og fararstjóri. Góða ferð.
Tónlist: Björn Pálmi Pálmason og Oddur S. Báruson, nemendur í tónsmíðum við Listaháskóla Íslands. Listrænir aðstoðarmenn eru Eva Signý Berger, Móeiður Helgadóttir og Sveinbjörg Þórhallsdóttir.
Sýningafjöldi er takmarkaður og því er ráðlegt að tryggja sér miða í tíma. Miðaverð er 1.500 kr.
ATHUGIÐ að sýningin er ekki við hæfi barna.
{mos_fb_discuss:2}