Sunnudaginn 30. apríl, verða frumsýndar hvorki fleiri né færri en fjórar sýningar í Borgarleikhúsinu. Þessar sýningar hafa reyndar allar verið sýndar við miklar vinsældir á öðrum vettvangi en þetta eru Fullkomið brúðkaup, Mike Attack, Tenórinn og Typpatal. Sýningar þessar eru hluti af Hláturhátíðinni sem standa mun yfir allan maí og mun Borgarleikhúsið verða iðandi af lífi þar sem sýnt er á öllum sviðum og skúmaskotum hússins. hlaturhatid.jpgSunnudaginn 30. apríl, verða frumsýndar hvorki fleiri né færri en fjórar sýningar í Borgarleikhúsinu. Þessar sýningar hafa reyndar allar verið sýndar við miklar vinsældir á öðrum vettvangi en þetta eru Fullkomið brúðkaup, Mike Attack, Tenórinn og Typpatal. Sýningar þessar eru hluti af Hláturhátíðinni sem standa mun yfir allan maí og mun Borgarleikhúsið verða iðandi af lífi þar sem sýnt er á öllum sviðum og skúmaskotum hússins. Í forsal leikhússins  er verið að setja upp skopmyndasýningar eftir Hugleik Dagsson og Sigmund, en þær verða formlega opnaðar á föstudaginn þegar Hláturhátíðin verður sett.

fullkbr.jpgFullkomið brúðkaup eftir Robin Hawdon

Drepfyndinn og rómantískur farsi um brúðkaupsdag sem fer á annan endann. Vinsælasta sýning Leikfélags Akureyrar frá upphafi er nú komin í Borgarleikhúsið.

Brúðkaupsdagurinn er runninn upp. Brúðguminn vaknar með konu sér við hlið. Hann hefur aldrei séð hana fyrr. Hver er þessi kona? Hvað gerðist kvöldið áður? Hann flækist inní atburðarás sem hann ræður ekkert við, brúðurin á leiðinni, herbergið í rúst, nakin kona í rúminu og þá er bankað…

Leikarar: Álfrún Helga Örnólfsdóttir, Esther Thalia Casey, Guðjón Davíð Karlsson,
Jóhannes Haukur Jóhannesson, Maríanna Clara Luthersdóttir og Þráinn Karlsson. Leikstjórn: Magnús Geir Þórðarson, þýðing Örn Árnason, leikmynd og búningar Frosti Friðriksson, lýsing Björn Bergsteinn Guðmundsson.

mike.gifMike Attack – fantagóð blanda af látbragði, uppistandi og slapstikki

Manni er kastað inn á svið sem tilbúið er fyrir uppistand. Salurinn er fullur af fólki og útilokað að flúa augu áhorfenda og maðurinn finnur sig knúinn til að prófa sig áfram í leik sem hann kann ekki tökin á. Mike Attack er ótrúlega fyndin sýning. Án orða en með snilldar látbragði tekst Kristjáni Ingimarssyni í meistaralegu tempói að túlka umkomuleysi manns sem reynir að standa undir væntingum. Eini leikmunurinn er míkrafónn en fjölbreytt hljóðmyndin setur taktinn og tóninn og fer með leikarann og áhorfandann á nýja staði.

Getur Míkrafónn fengið fullnægingu? Já, auðvitað! Maður verður bara að nudda hann vel og vandlega á statífinu þar til hann hrópar af hjartans lyst! Sýningin var tilnefnd til Reumertverðlaunanna í Danmörku 1998/1999. Hugmynd og leikur Kristján Ingimarsson. Leikstjóri Rolf Heim.

typpatal.jpgTyppatal með Audda

Typpatal með Audda snýst að mestu um könnun sem höfundurinn, Richard Herring, gerði á netinu og var beint jafnt til karla sem kvenna. Leitað er svara við ýmsum spurningum um höfuðdjásn karlmannsins í sögulegu, félagslegu, menningarlegu og heimspekilegu samhengi ásamt því að nokkrar reynslusögur fljúga með út í salinn.

Flutningur verksins er manndómsraun Audda á leiksviði og því vel við hæfi að okkar reyndasti spaugari Siggi Sigurjóns sjái um leikstjórnina. Þýðandi verksins er Jón Atli Jónasson ásamt því að Auddi, Siggi Sigurjóns og Hallgrímur Helgason hafa krukkað eilítið í það á leiðinni af sinni alkunnu snilld. Vert er að benda á að verkið fellur ekki að yngstu kynslóðinni.

tenorinn.jpgTenórinn eftir Guðmund Ólafsson

Tenórinn var frumsýndur á tónlistarhátíðinni “Berjadögum” í Ólafsfirði 16. ágúst 2003 og tekinn til sýninga í Iðnó í október sama ár. Hlaut sýningin frábærar móttökur bæði hjá gagnrýnendum sem áhorfendum og var á fjölum Iðnós í tvö leikár.  Tenórinn var svo sýndur fyrir fullu húsi í Freyvangi í Eyjafjarðarsveit haustið 2005. Tenórinn leikur Guðmundur Ólafsson en undirleikari er Sigursveinn Kr. Magnússon. Leikstjóri er Oddur Bjarni Þorkelsson.

Hláturhátíðin Grín til góðs. Hátíðin verður opnuð með pompi og pragt föstudaginn 28. apríl, þá sláum við upp veislu í forsalnum á milli 16-18. Afar fjölbreytt og skemmtileg dagskrá. Sönglist verður með sýningu fyrir börnin, Eggert Þorleifsson tekur lagið sem Rósalind, Ilmur Kristjáns og Bergur með atriði úr Stelpunum, Flís, hljómsveit Ilmar Stefáns leikur, Pörupiltar, Edda Björgvins og Brilljant skilnaður, Guðmundur Ólafsson sem Tenórinn, Íslenski dansflokkurinn, Kristján Ingimarsson með Mike Attack, Hláturyoga, Dóri Gylfa og Freyr taka lagið, Hanna María syngur gamanvísur, Frímann og danski listamaðurin Hans Christiansen úr Sigtinu, skopmyndasýningar eftir Hugleik og Sigmund, Úllen dúllen doff úr hlóðboxi, Bára Dögg úr Forðist okkur blæs upp. Verndari hátíðarinnar er Flosi Ólafsson og kynnir er Elsa Lund.  Allir sem að hátíðinni koma munu gefa vinnu sína og miðaverð er aðeins 1000 kr. Allur ágóði rennur til Umhyggju, félags langveikra barna.