Leikklúbbur Laxdæla heldur uppá fertugsafmælið sitt um næstu helgi í Dalabúð í Búðardal.  Í tilefni afmælisins setur félagið upp leiktirið Skóarakonan dæmalausa eftir Federico Garcia Lorca í þýðingu Geirs Kristjánssonar og í leikstjórn Margrétar Ákadóttur.
Skóarakonan dæmalausa var einnig fyrsta leikritið sem félagið setti upp árið 1971.

Leikritið fjallar um 18 ára stúlku sem er gift skóara þorpsins, en hann er 63 ára. Stúlkan verður fyrir aðkasti nágrannakvenna sinna sem finnst hún ekki sæma þessum fína manni og stendur hún í stöðugu þrasi við þær og eiginmanninn. Á meðan hún hefur flesta upp á móti sér, hefur henni samt tekist að vinna hjörtu tveggja ungra manna og æðstaráðs þorpsins einnig og lendir því á milli á flestum vígsstöðum. Það endar með því að eiginmaðurinn gefst upp á þessu öllu saman og fer sína leið. En í staðin fyrir að gefast upp tekur skóarakonan til sinna ráða og opnar krá á skóverkstæðinu. Þið getið ímyndað ykkur kjaftaganginn í kringum það í svona litlu þorpi. Að lokum kemur svo farandverkamaður til þorpsins sem er skóarinn í dulargervi og þau hjónin ná saman á nýjan leik.

Frumsýning er föstudaginn 18.11. kl. 20.00, 2. sýning er sunnudaginn 20.11. kl. 16.00 og 3. sýning á mánudaginn 21. 11. kl. 20.00

Á laugardaginn er opið hús hjá félaginu í Dalabúð frá kl: 14.00-17.00 og sama kvöld verður afmælisfagnaður þar sem Sniglabandið ætlar að sjá um skemmtun og dansmúsík.