Dansflokkurinn Fanclub sýnir verkið DEATH í Tjarnarbíó 29. og 30. maí. Dansflokkurinn Fanclub samanstendur af fjórum ungum konum sem fara sínar eigin leiðir og bjóða listamönnum sem þeim þykja spennandi í samstarf. Flokkurinn kynnir nú samstarf við tvo framsækna danshöfunda, Kim Hiorthøy (NO/SE) og Itamar Serussi (IL/NL), en sýningin er í tveimur hlutum og fjalla báðir um dauðann, þetta fyrirbæri sem við horfumst öll í augu við fyrr eða síðar.

 

Danshöfundarnir tveir hafa mjög ólíka stíla, og mynda bæði atriðin því áhugaverða heild, með sama rauða þráðinn. Annað atriðið er í formi söngleiks um daglegt líf, öll hversdagslegu smáatriðin og endurtekningarnar. Í hinu atriðinu fylgjumst við með fjórum konum á landamærum beggja heima, færast nær og nær hinu ósnertanlega.

Meðlimir Fanclub eru frá Svíþjóð og Noregi, en starfa í Kaupmannahöfn. Þau vilja ögra hefðum og skapa list sem tekur skýra afstöðu gagnvart umfjöllunarefninu. Með því að sameina tvo danshöfunda með ólíka nálgun á dansinn reynir hópurinn að skoða og auðga tilfinningu fólks fyrir nútímadansi í dag. Áhorfendur munu verða vitni að tveimur ólíkum túlkunum innan listformsins, á sýningu með viðfangsefni sem snertir okkur öll.
Kjarninn og styrkurinn í starfi Fanclub-hópsins liggur í listrænum áskorunum og einstakri orku sem myndast í samstarfi við ólíka einstaklinga.

Frekari upplýsingar um hópinn eru á fanclubdance.com.

Sýningin er styrkt af Danish Arts Council, Nordic Culture Fund, Københavns Kommunes Scenekunstudvalg og Danmarks Nationalbanks Jubilæumsfond, og er samstarfsverkefni við Dansstationen í Malmö.

Uppsetningin í Tjarnarbíó er hluti af alþjóðlegri ferð hópsins:
Frumsýning í Dansehallerne í Kaupmannahöfn 23. apríl 2014.
28.-29. apríl: Dansstationen, Malmö
7.-8. maí: MDT, Stockholm
10. maí: Nordens Hus, Þórshöfn
2.-22. maí: Bora Bora, Árhúsum
29.-30. maí: Tjarnarbíó, Reykjavík
20.-24. júlí: Full Moon Festival, Pyhäjärvi

Upplýsingar og miðasala á Tjarnarbíó.is.
Upplýsingar og miðasala á Miði.is
Facebook-viðburður hér.