Leikfélag Húsavíkur frumsýnir Emil í Kattholti eftir Astrid Lingren laugardaginn 8. nóvember kl. 16.00 í Samkomuhúsinu á Húsavík. Þýðingu verskins gerði Vilborg Dagbjartsdóttir og leikstjóri er Sigrún Valbergsdóttir en hún er Húsvíkingum af góðu kunn, leikstýrði Gauragangi hjá LH árið 1996 og Þreki og tárum 1998.

Heyrst hefur að mikil gleði ríki í Kattholti og að skammarstrikin sem Emil strákskratti er frægur fyrir séu alveg takmarkalaus á sviðinu í gamla Samkomuhúsinu. Hann festir hausinn í súpuskál, dregur Ídu systur sína upp í flaggstöng, hverfur sporlaust úr smíðaskemmunni og læsir pabba sinn inni í Frissabúð (kamrinum). Það eru 23 leikarar sem gera ævintýrið að veruleika, auk tveggja hljómsveitarmanna sem leika á ekki færri en 10 hljóðfæri, samtímis!

Önnur sýning verður sunnudaginn 9. nóvember kl. 16, þriðja sýning miðvikudaginn 12. nóvember kl. 20:00. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 464-1129.

{mos_fb_discuss:2}