Uppselt var á allar sýningar Leikfélags Hveragerðis á barnaleikritinu Emil í Kattholti eftir Astrid Lindgren í mars og um páskana, og þurfti að vísa fólki frá í sumum tilvikum. Sýningar halda áfram á fullu í apríl og er þegar að verða uppselt á sumar sýningarnar. Sunnlendingar ættu því ekki að láta þessa sýningu fram hjá sér fara.

Sýningar í apríl eru sem hér segir:

9. apríl föstudagur kl. 18.00
11. apríl sunnudagur kl. 14.00
16. apríl föstudagur kl. 18.00
17. apríl laugardagur kl. 14.00
18. apríl sunnudagur kl. 14.00

Almennt verð (5 ára og eldri): 1700 kr.
Hópar 15+: 1500 kr.
Börn 4 ára og yngri: Engir peningar 😀

Miðapantanir eru í Sjoppunni Sunnumörk í síma 587-1818 frá kl.12-18 alla daga

ATH. Húsið opnar 30 mínútum fyrir sýningu og eru miðarnir greiðast á staðnum.

{mos_fb_discuss:2}