Leikfélag Menntaskólans á Ísafirði frumsýndi leikritið Ekki um ykkur! eftir Gunnar Gunnsteinsson í leikstjórn höfundar á Sólrisuhátíð skólans 11. mars í Edinborgarhúsinu. Leikritið var fyrst sett upp á Egilsstöðum 1997 undir nafinu Þetta snýst ekki um ykkur en búið er að staðfæra það og aðlaga breyttum tíma. Verkið fjallar um vinahóp sem hittist út á landi í jarðarför eins æskufélaga úr hópnum en þau hafa ekki haldið mikið sambandi í gegnum tíðina.  Þau ákveða er að skella sér í kjölfarið saman í sumarbústað til að rifja upp gamla tíma. Í verkinu er hoppað á milli tveggja tímaskeiða þar sem við sjáum hópinn yngri og eldri. Hver kyssti hvern, hver er skotin í hverjum, hver káfaði á hverjum, hver datt svona svakalega í það, hver bjargaði öllum, hver var með skítadreifarann?
Alls eru um 20 leikarar í sýningunni og þeir eru allir nemendur í Menntaskólnum.
Frumsýnt var 11. mars ein s og áður sagði og sýningum lýkur 19. mars.

Ljósmyndir: Ágúst Atlason