Unglingadeild Leikfélags Kópavogs frumsýnir frumsamið leikverk er nefnist Milli tveggja heima, fimmtudaginn 22. nóvember kl. 20.00. Milli barnæsku og fullorðinsára er undarlegur heimur unglingsáranna. Spennandi og ógnvænlegur í senn, og ekki alltaf blíður þeim sem hann gista.
„Hvernig er að vera ung manneskja í samfélagi okkar nútildags?“ Þannig spurðu krakkarrnir í unglingadeild Leikfélags Kópavogs sjálf sig í haust og lögðu strax af stað í leit að svari. 

MilliTveggjaHeima001_350x263

Út frá því spunnust umræður, sögur, frásagnir, litlar senur og stórar, spunatilraunir, tilfinningar, tónlist, andrúmsloft, ádeila og ýkjur. Næstum óteljandi hugmyndir. Milli tveggja heima er svarið við stóru spurningunni sem lagt var upp með – að svo miklu leyti sem hægt að svara henni, samræða um unglingsárin og brot af því sem mætir unglingnum á þessu mikilvæga, ljúfsára lífsskeiði. Nú gefst okkur hinum tækifæri til að leggja eyrun við og hlusta á rödd unglinganna sjálfra. 

Tíu leikarar taka þátt í sýningunni en leikstjóri er Ástbjörg Rut Jónsdóttir. Frumsýning er á fimmtudag eins og áður sagði en næstu sýningar eru laugardag 24. og sunnudag 25. nóvember. Nánari upplýsingar má fá á vef leikfélagsins, www.kopleik.is.