Leikfélag Hveragerðis frumsýnir, síðasta vetrardag, 19 apríl  leikritið Þrek og Tár eftir Ólaf Hauk Símonarson. Ólafur Jens Sigurðsson er leikstjóri og er það í annað sinn sem leikfélagið fær hann til starfa. 2. sýning verður 21. apríl og rennur aðgangseyrir þeirrar sýningar til hjálparsveitar skáta í Hveragerði. threkogtar2.jpgLeikfélag Hveragerðis frumsýnir, síðasta vetrardag, 19 apríl  leikritið Þrek og Tár eftir Ólaf Hauk Símonarson. Ólafur Jens Sigurðsson er leikstjóri og er það í annað sinn sem leikfélagið fær hann til starfa. Árið 2004 leikstýrði hann „Þið munið hann Jörund“ við góðan orðstír. Æfingar hófust í lok febrúar og hafa  margir lagt á sig þrotlausa vinnu til að koma verkinu á fjalirnar.

Í leikritinu eru alls 17 leikarar, 10 karlhlutverk og 7 kvenhlutverk. Mest mæðir á þremur leikurum. Þau eru: Sveinn Ásbjörnsson sem fer með hlutverk Davíðs 17 ára menntaskólanema og saxófónleikara, Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson, sem er 67 ára kaupmaður og jafnframt afi Davíðs, Rakel Magnúsdóttir, sem leikur móður Davíðs og er söngkona og húsmóðir. Tónlist er áberandi í leikritinu og er 4ra manna hljómsveit á sviðinu alla sýninguna.

threkog tar1.jpg 2. sýning verður 21. apríl og rennur aðgangseyrir þeirrar sýningar til hjálparsveitar skáta í Hveragerði
3. sýning laugardaginn 22. apríl
4. sýning sunnudaginn 23. apríl
5. sýning fimmtudaginn 27. apríl
6. sýning sunnudaginn 30. apríl
7. sýning mánudaginn   1. maí.

Sýnt verður í Völundi, Austurmörk 23 (við hliðina á Eden)
Verð kr. 1.800.  Fyrir hópa og eldri borgara kr. 1.200
Miðapantanir eru í Tíunni s:  483-4727