Í tengslum við aðalfund Bandalag íslenskra leikfélaga um næstu helgi verður haldin einþáttungahátíð í félagsheimilinu Logalandi föstudaginn, 3. maí kl. 20.30. Þar munu fjögur leikfélög sýna fimm einþáttunga, ýmist frumsamda eða eftir erlenda höfunda. Leikfélögin sem sýna eru Hugleikur, Leikfélag Kópavogs, Leikfélag Mosfellssveitar og Leikfélag Ölfuss. Að sýningum loknum mun Kjartan Ragnarsson, leikstjóri og leikskáld, fjalla um sýningarnar. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Verkin sem sýnd verða eru:

1. Leikfélag Mosfellssveitar
Á fjöllum
eftir Maríu Guðmundsdóttur
Leikstjórar: Bóel Hallgrímsdóttir og Ólöf A. Þórðardóttir

2. Hugleikur
Beljur
eftir Árna Friðriksson
Leikstjóri: Sigurður H. Pálsson

3. Leikfélag Ölfuss
Tómatsósan
eftir Anthony Devaney Morinelli
Þýðandi og leikstjóri: Magnþóra Kristjánsdóttir

4. Leikfélag Kópavogs
Samtal fyrir eina rödd
eftir Dario Fo og Franca Rame
Þýðendur: Jóhanna Jónas og Jón Karl Helgason
Leikstjóri: Hörður Sigurðarson

5. Leikfélag Kópavogs
Við höfum allar sömu sögu að segja
eftir Dario Fo og Franca Rame
Þýðendur: Jóhanna Jónas og Jón Karl Helgason
Leikstjóri: Hörður Sigurðarson