Göngum aftur hópurinn leitar að draugum og öðrum verum að handan. Draugaleit gefur þátttakendum tækifæri á að taka þátt í rannsóknum á yfirnáttúrulegum hlutum íöruggri umsjón Göngum aftur. Við skipuleggjum draugagöngur í ýmsum híbýlum í Hafnarfirði sem þekkt eru fyrir draugagang, við leitum að þeim verum sem ásækja þessar vistarverur og notum til þess hina ýmsu tækni.

Á meðal þeirra aðferða sem beitt eru:

– EMF mælingar fundnar truflanir á raf segulsviði.
– EVP upptökur leitað að undarlegum röddum og hljóðum á stafrænum upptökum.
– Andleg tækni (Dowsing pinnar – pendúlar – miðlun). Leitast viðað ná sambandi við andaheiminn með andlegum leiðum.
– Upptökuvélar Infrarauðar upptökuvélar notaðar til að greina hugsanleg frávik.
– Hreyfiskynjarar Hreyfiskynjarar, bæði vélrænir og rafrænir notaðirtil að skynja hreyfingar sem ekki eru af mannavöldum.
– Hlustunargræjur (Baby monitor) Notað til að vakta virk svæði og hlusta á hreyfiskynjara sem skildir eru eftir.

Næstu göngur verða:
3. nóvember
6. nóvember
10. nóvember
13. nóvember
17. nóvember
22. nóvember

Allar draugagöngurnar hefjast kl 22.00 á Café Delux – Strandgötu 29 – Sími 571 2440 
Miðaverð 2000 kr., ath. enginn posi.