Drama Master Class verður haldið í Landnámssetrinu í Borgarnesi dagana 1.-6. ágúst næstkomandi. Kennari er Michael Seibel, prófessor í leiklist, spuna og raddþjálfun.
Kynnin við leikhúsið er opið boð sem krefst andlegs, tilfinningalegs og líkamlegs vilja til að nálgast það óþekkta, nýja og framandi. Á námskeiðinu er áherslan lögð á líkamlega vinnu leikarans, vinnu leikarans og skynjun með líkama, huga og nærveru á sviði svo eitthvað sé nefnt. Nákvæma lýsingu á námskeiðinu er að finna á http://dramamasterclassseibel.blogspot.com.
Námskeiðið verður haldið eins og áður sagði í Landnámssetrinu í Borgarnesi dagana 1. – 6. ágúst. Verð fyrir námskeiðið er 50.000. Óendurgreiðanlegt staðfestingargjald kr. 15.000 þarf að greiða fyrir 15. júlí.
Boðið verður uppá fría gistingu í íbúðarhúsi í nágrenninu. Matur og drykkur er ekki innifalinn, en hægt verður að kaupa mat á staðnum.
Fyrirspurnir má senda til : masterclassseibel@gmail.com. Upplýsingar um Michael Siebel má finna hér: http://dramamasterclassseibel.blogspot.com/p/cv.html.