Félag flóna ferðast um landið með grínharmleikinn Dauði og jarðaber. Leikritið er í leikstjórn Ágústu Skúladóttur (Klaufar og kóngsdætur barnasýning ársins 2004 -Gríman). Leikritið er besta skemmtun fyrir alla fjölskylduna og geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Sýningin er um ein klukkustund.
Næstu sýningar eru:
Föstudag 19. ágúst: Nýheimum, Höfn í Hornafirði, kl. 18.00
Laugardag 20. ágúst: Leikskálanum, Vík í Mýrdal, kl 18.00
Sunnudag 21.ágúst: Aratunga, Reykholt Biskupstungum, kl. 16.00
Miðvikudag 24. ágúst: Leikhúsinu við Sigtún, Selfossi, kl. 18.00
Fimmtudag 25. ágúst: Völundi, Hveragerði, kl. 20.00
Sunnudag, 28. ágúst: Völundi, Hveragerði, kl. 20.00
Hægt er að panta miða í síma 820 3661
Miðaverð er 1000 kr fyrir fullorðna og 500 kr fyrir börn yngri en 12 ára.
Leikurinn fjallar um tvo sígaunabræður sem búið hafa hjá ömmu sinni alla ævi. Bræðurnir komast að því sér til mikillar skelfingar á afmælisdag ömmunar að hún hefur geyspað golunni. Hæfileikar bræðranna hafa verið bældir niður af krafti af ömmu gömlu og hún staðið í vegi fyrir því að þeir geti látið drauma sína rætast. En nú er hún gamla amma dauð og bræðurnir þurfa ekki að búa á bænum lengur. Spurning um hvað tekur við? Á að halda búskap áfram að hætti ömmunar eða láta ferðaeðlið taka yfirhöndina og láta drauma sína rætast. Bræðrunum eru allir vegir færir eða hvað?
Leikendur eru tveir í sýningunni og fara þeir með öll hlutverk en það eru þeir Gunnar Björn Guðmundsson og Snorri Engilbertsson.