Norðurbandalagið sýnir um þessar mundir leikritið Date eftir Jón Gunnar Þórðarson í leikstjórn höfundar. Sýnt er í Rýminu á Akureyri og hefjast sýnngar kl. 20. Sýningin fjallar um allt það sem þú átt ekki að gera á stefnumóti. Lélegar „pick-up“ línur, hvað á ekki að segja og hvernig á ekki að bera fram bónorð. Þessi atriði eru fléttuð saman og á milli atriða eru sumarleg söngatriði.

Megintilgangur sýningarinnar er að koma öllum áhorfendum til að hlæja og skemmta sér vel. Jón Gunnar hefur meðal annars sett upp Hárið, Rocky Horror, Himnaríki og Með fullri reisn.

Sýningar verða:

Föstudagur 13.07.
Laugardagur 14.07.
Fimmtudagur 19.07.
Föstudagur 20.07.
Föstudagur 27.07.
Laugardagur 28.07.1

Varúð: kolsvartur húmor, ekki við hæfi barna undir 14 ára aldri.

Miðaverð er 2.500 kr.

Ljósahönnun: Þórir Gunnar Valgeirsson
Leikarar: Aron Óskarsson, Guðrún Hanna Sigurjónsdóttir, Hildur Axelsdóttir, Hjalti Rúnar Jónsson, Jónína Björt Gunnarsdóttir, Katrín Mist Haraldsdóttir, Karen Rebecca Olrich White, Kristján Guðmundsson, Svavar Þór Magnússon og Sölvi Árnason.