Category: Nám og námskeið

Leiklistarskóli BÍL 2020

Leiklistarskóli BÍL var felldur niður í ár vegna Covid-19. Skólinn verður haldinn 12.-19. júní árið 2021. Starfstími skólans er að þessu sinni 13. – 21. júní 2020 Reykjaskóla í Hrútafirði Bæklingur Leiklistarskólans 2020 á PDF. Kveðja frá skólanefnd Kæru leiklistarvinir! Það er okkur sönn ánægja að bjóða ykkur velkomin í Reykjaskóla í sumar þar sem leiklistarskólinn okkar verður settur í tuttugasta og fjórða sinn. Við vonum að þetta skólaár verði sama uppspretta metnaðar, sköpunar og gleði og verið hefur. Að þessu sinni verða fjögur fjölbreytt námskeið í boði. Við bjóðum velkominn Hannes Óla Ágústsson sem kennir hjá okkur í...

Read More

Sannleikur á sviði

Sviðslistahópurinn Flækja býður þriggja daga leiklistarnámskeið sem er hugsað fyrir þá sem langar að bæta við sig tæknilegri þekkingu í leiklist. Námskeiðið hentar bæði áhugaleikurum og þeim sem stefna á að leggja leiklist fyrir sig. Farið verður í senuvinnu, þar sem þátttakendum er skipt í pör og vinna þau saman með handrit. Markmið námskeiðisins er að þátttakendur tileinki sér tækni, sem hjálpar þeim að vinna með handrit og persónur upp á eigin spýtur. Hvernig gerum við aðstæður trúverðugar fyrir okkur sjálf sem og áhorfendur? Hvernig nýtum við ímyndunaraflið í vinnu okkar? Hvernig lifnar karakterinn við? Nánari upplýsingar og skráning...

Read More

Leiklistarskóli BÍL 2019

Starfstími skólans á þessu ári er frá 8. til 16. júní að Reykjaskóla í Hrútafirði Bæklingur skólans starfsárið 2019 á PDF formi Kveðja frá skólanefnd:     Kæru leiklistarvinir!   Það er okkur sönn ánægja að bjóða ykkur velkomin í Reykjaskóla í sumar þar sem leiklistarskólinn okkar verður settur í tuttugasta og þriðja sinn. Við vonum að þetta skólaár verði sama uppspretta metnaðar, sköpunar og gleði og verið hefur. Að þessu sinni verða þrjú fjölbreytt námskeið í boði. Við bjóðum velkomna Aðalbjörgu Árnadóttur sem kennir hjá okkur í fyrsta sinn og mun taka á móti nýjum nemendahópi á Leiklist I. Einnig fögnum við því að fá Árna Kristjánsson í kennarahópinn okkar. Hann mun sjá um Leikritun II sem er framhald af byrjendanámskeiðinu í leikritun sem Karl Ágúst Úlfsson var með í fyrrasumar. Sérnámskeið í leiklist fyrir lengra komna verður í höndum hins þrautreynda kennara Rúnars Guðbrandssonar. Boðið hefur verið upp á sambærilegt námskeið áður og afar vel af því látið. Þá er vert að nefna að við ráðgerum framhaldsnámskeið næsta vetur um það sem gerist bak við tjöldin í leikhúsinu. Þetta námskeið verður væntanlega í Reykjavík í höndum Evu Bjargar Harðardóttur en verður nánar auglýst síðar. Hlökkum til að sjá ykkur – með bestu kveðju, Hrefna, Dýrleif, Herdís, Hrund og Gísli Skráning í skólann stendur yfir frá 15. mars til 15. apríl. Umsóknir skal fylla út á Leiklistarvefnum, www.leiklist.is....

Read More

Leiklistarnámskeið fyrir börn og unglinga

Hin árlegu leiklistarnámskeið Leikfélags Kópavogs fyrir börn og unglinga hefjast 12. september næstkomandi og standa til loka nóvember. Námskeiðin eru annarsvegar fyrir aldurinn 11-12 ára (6.-7. bekkur) og hinsvegar fyrir 8. bekk og upp úr, þ.e. unglinga á aldrinum 13-16 ára. Námskeiðin standa í 10 vikur og verða vikulega á mánudögum kl. 16.00-17.00 fyrir yngri hóp en kl. 17.15-19.15 hjá eldri. Í lok námskeiðs sýna hóparnir stutt, frumsamin leikrit. Leiðbeinendur eru Guðmundur L. Þorvaldsson og Gríma Kristjánsdóttir líkt og á síðasta ári. Guðmundur er m.a. menntaður frá New York Film Academy auk fjölmargra námskeiða í leik og leikstjórn. Guðmundur...

Read More

Leiklistarskóli BÍL 2017

Starfstími skólans á þessu ári er frá 12. til 20. júní að Reykjaskóla í Hrútafirði. Í sumar verða þrjú námskeið í boði sem öll gera ráð fyrir þekkingu og reynslu nemenda. Ágústa Skúladóttir verður með Leiklist II, framhald af velheppnuðu byrjendanámskeiði sem haldið var í fyrrasumar. Rúnar Guðbrandsson stýrir masterclass námskeiði í leikstjórn og byggir þar ofan á góðan grunn. Þá bjóðum við sérstaklega velkominn nýjan kennara, Þorsteinn Bachmann, sem býður reyndari leikurum upp á námskeið þar sem lögð verður áhersla á sjálfstæði og frumsköpun leikarans. Auk námskeiðahalds bjóðum við höfundum að dvelja að Reykjaskóla við skapandi skrif. Bæklingur...

Read More

Barna- og unglinganámskeið að hefjast

Leiklistarnámskeið fyrir börn og unglinga hefjast hjá Leikfélagi Kópavogs mán. 26. sept. og standa fram í desember. Námskeiðin eru annarsvegar fyrir aldurinn 11-12 ára (6.-7. bekkur) og hinsvegar fyrir 8. bekk og upp úr, þ.e. unglinga á aldrinum 13-16 ára. Hámarksfjöldi er 10 á hvort námskeið. Námskeiðin standa í 10 vikur og verða vikulega á mánudögum kl. 16.00-17.00 fyrir yngri hóp en kl. 17.15-19.15 hjá eldri. Í lok námskeiðs sýna hóparnir stutt, frumsamin leikrit. Leiðbeinendur eru Guðmundur L. Þorvaldsson og Gríma Kristjánsdóttir. Guðmundur er m.a. menntaður frá New York Film Academy auk fjölmargra námskeiða í leik og leikstjórn. Guðmundur sá...

Read More

Leiklistarskóli BÍL 2016

Starfstími skólans árið 2016 verður frá 4. til 12. júní að Húnavallaskóla í Austur-Húnavatnssýslu. Skráning í skólann hefst 15. mars og stendur til til 15. apríl. Í sumar verða þrjú námskeið í boði hvert með sínu sniði og kennarana þekkjum við vel af góðu einu. Ágústa Skúladóttir verður með sitt sívinsæla byrjendanámskeið fyrir nýliða. Rúnar Guðbrandsson verður með framhaldsnámskeið fyrir leikstjóra þar sem hann byggir ofan á þann góða grunn sem nemendur nutu í fyrra. Þá er okkur sérstök ánægja að bjóða velkominn Stephen Harper. Hann býður upp á sérnámskeið með sama sniði og sló rækilega í gegn hjá okkur...

Read More

Leiklistarnámskeið fyrir börn og unglinga

Líkt og undanfarin ár stendur Leikfélag Kópavogs fyrir leiklistarnámskeiðum fyrir börn og unglinga. Námskeiðin eru annarsvegar fyrir aldurinn 11-12 ára (6. og 7. bekk) og hinsvegar fyrir unglinga á aldrinum 13-16 ára (8. bekk og eldri). Þau hefjast 8. sept. og standa til loka nóvember. Námskeið verða vikulega á þriðjudögum kl. 16.00-17.00 fyrir yngri hóp en kl. 17.15-19.15 hjá eldri hópi. Námskeiðin munu standa í 11 vikur til og með 17. nóvember. Í lok námskeiðs mun eldri hópur æfa upp og sýna stutt frumsamið leikrit og er gert ráð fyrir um tveggja vikna vinnu eftir námskeiðið í það. Leiðbeinendur...

Read More

Götuleikhús og Listhópar Hins hússins

Hitt húsið býður upp á styrki til ungra listhópa á sumrin. Ungu fólki gefst kostur á að sækja um og koma með hugmyndir að skapandi verkefnum og valdir hópar eða einstaklingar fá síðan tækifæri til að vinna að hugmyndum sínum í átta vikur yfir sumartímann. Einnig stendur Hitt húsð fyrir Götuleikhúsi. Götuleikhúsið getur varla hafa farið framhjá borgarbúum á undanförnum árum, enda fyrirferðamikill hópur á ferð. Götuleikhúsið sér um ýmsar leikrænar uppákomur á götum og torgum borgarinnar. Alla jafna vinnur einn leikstjóri með hópnum, en þátttakendur sjá um undirbúning s.s. búningahönnun og handritsgerð í samvinnu við viðkomandi...

Read More

Listnámsbraut í Borgarholtsskóla

Á listnámsbraut í Borgarholtsskóla er boðið upp á fjölbreytt nám til að mæta vaxandi þörf fyrir menntun á sviði skapandi miðlunar. Samkvæmt nýrri námskrá lýkur námi á listnámsbraut með stúdentsprófi. Sérhæfðir áfangar í leiklist miða að þvi að gera nemendur hæfa til að fullvinna eigin hugmyndir á sviði leiklistar. Veitt er þjálfun í raddbeitingu, sviðshreyfingum ásamt leiktækni á sviði og fyrir kvikmyndir. Lögð er áhersla á þekkingu og færni í fjölbreyttum þáttum sviðsetningar, leikgerðar, lýsingar, sviðsmuna, búningahönnunar, leikmyndagerðar og hljóðvinnslu. Sérhæfðir fræðilegir áfangar gefa nemendum yfirlit yfir faglegan og sögulegan grunn til sköpunar og rannsókna við uppsetningu...

Read More
Loading

Opnunartímar

Monday - Friday: 9:00 — 13:00, Saturday - Sunday: Closed

Nýtt og áhugavert