Fundargerð aðalfundar að Þórisstöðum 5. maí 2024
AdalfundargerdBil2024web
Read Moreby lensherra | May 24, 2024 | Aðalfundargerðir | 0 |
AdalfundargerdBil2024web
Read Moreby lensherra | May 15, 2023 | Aðalfundargerðir | 0 |
adalfundur-BIL-2023-Fundargerd...
Read Moreby lensherra | Sep 26, 2022 | Aðalfundargerðir | 0 |
Aðalfundur Bandalags íslenskra leikfélaga 2022 1. Fundarsetning. Kosning 2ja fundarstjóra og 2ja fundarritara, sem taka þegar til starfa. Lögmæti fundarins kannað. Guðfinna Gunnarsdóttir formaður Bandalagsins setur þennan framhalds aðalfund við 72. aðalfund BÍL. Hún býður alla velkomna. Guðfinna stingur upp á F. Ella Hafliðasyni sem fundarstjóra og Jónheiði Ísleifsdóttur sem fundarritara. Elli biður um könnun á lögmæti fundar. Dýrleif segir að borist hafi sjö kjörbréf frá sjö félögum og búið sé að kanna lögmæti fundar og hann sé löglegur. 2. Kjörnefnd afgreiðir kjörbréf og afhendir atkvæðaspjöld, skýrir stöðu mála varðandi stjórnarkjör og auglýsir eftir tillögum. Dýrleif les upp þau leikfélög sem eiga atkvæðisrétt á fundinum og deilir út atkvæðaspjöldum. Það eru sjö félög með atkvæði á fundinum. Fjögur félög eru með fulltrúa á staðnum en þrjú félög eru með fulltrúa á Zoom. Búið er að kjósa í stjórn fyrir árið og þess vegna er ekki þörf á að auglýsa eftir tillögum og framboðum. Elli útskýrir hvernig atkvæðagreiðsla fer fram á fundinum. Þeir sem eru að staðnum rétta upp sín spjöld, en þeir sem taka þátt á zoom fá upp atkvæðagreiðslu á zoom þar sem þeir geta greitt atkvæði. Ef fólk á Zoom vill taka til máls þá er hægt rétta upp hendi með “reaction” á zoom. 3. Fundargerð síðasta aðalfundar afgreidd. Fundarstjóri bendir á að aðalfundargerð síðasta fundar sé aðgengileg á vefnum og hlekk á hana var deilt með...
Read Moreby lensherra | Jun 10, 2022 | Aðalfundargerðir | 0 |
adalfundargerd2022
Read Moreby lensherra | May 4, 2021 | Aðalfundargerðir | 0 |
aðalfundargerd2021
Read Moreby lensherra | Sep 28, 2020 | Aðalfundargerðir | 0 |
Aðalfundur Bandalags íslenskra leikfélaga 2020 – 70. fundur Fundarsetning. Kosning 2ja fundarstjóra og 2ja fundarritara, sem taka þegar til starfa. Lögmæti fundarins kannað. Guðfinna Gunnarsdóttir formaður BÍL, stígur í pontu og setur fund við þessar sérstöku aðstæður. Stungið er upp á Vilborgu Valgarðsdóttur og Önnu Margréti Pálksdóttur sem fundarstjórum og Jónheiði Ísleifsdóttur og Gísla Birni Heimissyni sem fundarriturum og það samþykkt með lófataki. Guðfinna þakkar Leikfélagi Kópavogs fyrir að skapa sótthreinsað umhverfi fyrir okkur og hýsa fundinn. Vilborg fundarstjóri stígur í pontu og býður alla velkomna. Kjörnefnd afgreiðir kjörbréf og afhendir atkvæðaspjöld, skýrir stöðu mála varðandi stjórnarkjör og auglýsir eftir tillögum. Dýrleif stígur í pontu og tilkynnir að það séu 11 atvæði í húsi, 1 kemur seint. Búið er að kanna lögmæti fundar og hann er löglegur. Menningarstefna Bandalagsins lesin og rædd. Sigríður Hafsteinsdóttir stígur í pontu og les menningarstefnu Bandalagsins. Staðfest inntaka nýrra félaga, félög tekin af félagaskrá. Hörður stígur í pontu og fer yfir ný félög og félög tekin af skrá. 39 félög greiddu árgjald í fyrra. Leikdeild Ungmennafélags Stafholtstungna gekk úr Bandalaginu á síðasta ári. Engar aðrar breytingar. Fundargerð síðasta aðalfundar afgreidd. Aðalfundargerð síðasta aðalfundar er borinn upp til atkvæða af Vilborgu og er hún samþykkt með öllum atkvæðum. Vilborg stingur upp á því að fundarmenn kynni sig. Farið er hringinn og allir kynna sig með nafni, leikfélagi og störfum fyrir Bandalagið. Skýrsla stjórnar. Guðfinna stígur í pontu....
Read Moreby lensherra | May 6, 2019 | Aðalfundargerðir | 0 |
1. Fundarsetning. Kosning 2ja fundarstjóra og 2ja fundarritara sem taka þegar til starfa. Lögmæti fundarins kannað. Formaður Bandalagsins, Guðfinna Gunnarsdóttir setti fundinn kl. 9:07. Fundarstjórar eru Halla Rún Tryggvadóttir og Benóný Valur Jakobsson frá Leikfélagi Húsavíkur. Fundarritarar eru Magnþóra Kristjánsdóttir og Jónheiður Ísleifsdóttir. Guðfinna byrjaði fundinn á því að flytja fundinum kveðju frá Leikfélagi Seyðisfjarðar en þau áttu ekki heimangengt á fundinn vegna fráfalls Lilju Sigurðardóttur. Hún var virkur félagi og kom á mörg Bandalagsþing. Fundurinn minntist Lilju með stuttri þögn. 2. Kjörnefnd Kjörnefnd afgreiðir kjörbréf og afhendir atkvæðaspjöld, skýrir stöðu mála varðandi stjórnarkjör og auglýsir eftir tillögum. Dýrleif Jónsdóttir steig í pontu og auglýsti eftir kjörbréfum. 3. Menningarstefna Bandalagsins lesin og rædd. Gísli Björn Heimisson las menningarstefnu Bandalagsins fyrir fundinn. MENNINGARSTEFNA BANDALAGS ÍSLENSKRA LEIKFÉLAGA Blómleg starfsemi og fjöldi leikfélaga hér á landi vitnar um að leiklistin er almenningseign. Stór hópur fólks, óháð aldri, kyni og þjóðfélagsstöðu, nýtir frítíma sinn í skapandi starf og vinnur saman að leiklist. Bandalag íslenskra leikfélaga vill vinna að þróun og eflingu leiklistar með því að: – stuðla að uppbyggingu leiklistarstarfs í öllum byggðarlögum. – gera áhugafólki kleift að afla sér menntunar í listinni og skapa því aðstöðu til að þroskast í menningarlegu og faglegu tilliti. – stuðla að því að börn og ungingar kynnist leiklist, jafnt sem þátttakendur og áhorfendur. – starfa með atvinnufólki að því markmiði að leiklistinni verði ætíð tryggð þroskavænleg...
Read Moreby lensherra | May 23, 2018 | Aðalfundargerðir | 0 |
Formaður Bandalagsins, Guðfinna Gunnarsdóttir setur fundinn kl. 13:00. 1. Fundarsetning. Kosning 2ja fundarstjóra og 2ja fundarritara sem taka þegar til starfa. Lögmæti fundarins kannað. Þorvaldur Jónsson og Steinunn Garðarsdóttir frá Umf. Reykdæla skipaðir fundarstjórar og Ingveldur Lára Þórðardóttir Leikfélagi Hafnarfjarðar og Magnþóra Kristjánsdóttir Leikfélagi Ölfuss skipaðir fundarritarar. Fundur telst lögmætur. 2. Kjörnefnd afgreiðir kjörbréf og afhendir atkvæðaspjöld, skýrir stöðu mála varðandi stjórnarkjör og auglýsir eftir tillögum. Kjörbréf afgreidd og atkvæðaspjöldum dreift. Dýrleif Jónsdóttir Hugleik sagði frá stöðu mála í stjórnarkjöri og lýsti eftir framboðum. Kosið verður um þrjá aðalmenn og tvo varamenn. 3. Menningarstefna Bandalagsins lesin og rædd. Eftir að fundarmenn höfðu staðið upp og kynnt sig las Sigríður Hafsteinsdóttir Leikfélagi Selfoss Menningarstefnu Bandalags íslenskra leikfélaga. Gísli Björn Heimisson Leikfélagi Hafnarfjarðar steig í pontu og gerði athugasemd við orðalag menningarstefnunnar. Örn Alexandersson Leikfélagi Kópavogs benti á mikilvægi þess að leikfélögin hefðu aðstöðu til þess að sinna listinni sbr. klausu í menningarstefnunni. 4. Staðfest inntaka nýrra félaga, félög tekin af félagaskrá. Þráinn Sigvaldason Leikfélagi Hörgdæla sagði frá því að engin félög hefðu sótt um aðild. Að því loknu las hann upp þrjú bréf sem stjórn hafði borist varðand úrsögn úr Bandalaginu. Jón Benjamín Einarsson frá Leikfélaginu Peðinu sendi hjartnæmt bréf um endalok Peðsins. Snúður og Snælda, leikfélag eldri borgara hefur einnig hætt störfum og Leikfélag Umf. Stafholtstungna segir sig einnig úr Bandalaginu. Leikfélag Reyðarfjarðar og Leikfélagið Hallvarður Súgandi eru einnig...
Read Moreby lensherra | May 22, 2017 | Aðalfundargerðir, Bandalagið | 0 |
Aðalfundur Bandalags íslenskra leikfélaga, haldinn að Hótel Hlíð í Ölfusi laugardaginn 6. maí 2017 Fundur settur kl. 9.00 1. Fundarsetning. Kosning 2ja fundarstjóra og 2ja fundarritara, sem taka þegar til starfa. Lögmæti fundarins kannað. Hulda Gunnarsdóttir frá Leikfélagi Ölfuss og Magnús J. Magnússon frá Leikfélagi Selfoss eru skipaðir fundarstjórar og Salbjörg Engilbertsdóttir frá Leikfélagi Hólmavíkur og Jónheiður Ísleifsdóttir Leikfélagi Selfoss eru skipaðar fundarritarar. Lögmæti fundarins sannreynt. 2. Kjörnefnd afgreiðir kjörbréf og afhendir atkvæðaspjöld, skýrir stöðu mála varðandi stjórnarkjör og auglýsir eftir tillögum. Dýrleif Jónsdóttir, Hugleik talar fyrir hönd kjörnefndar og dreifir atkvæðum til fundarmanna. 3. Menningarstefna Bandalagsins lesin og rædd. Embla Guðmundsdóttir, Umf. Reykæla, las hana fyrir fundargesti. Engar umræður voru um Menningarstefnuna. Í framhaldi af kynningunni stóðu fundargestir upp og kynntu sig. 4. Staðfest inntaka nýrra félaga, félög tekin af félagaskrá. Þráinn Sigvaldason, Leikfélagi Hörgdæla, kynnti að Leikklúbburinn Krafla í Hrísey og Leikfélag Bolungarvíkur hefðu gengið úr Bandalaginu á leikárinu en engin starfsemi hefur verið undanfarið hjá þessum félögum. Leikdeild Ungmennafélags Stafholtstungna gekk í Bandalagið. Eftir þetta eru félögin samtals 53 talsins. 5. Fundargerð síðasta aðalfundar afgreidd. Fundarstjóri bar hana upp. Samþykkt. 6. Skýrsla stjórnar. Guðfinna formaður flytur: Skýrsla stjórnar Bandalags íslenskra leikfélaga á aðalfundi í Hótel Hlíð, Ölfusi 6. maí 2017 I. Stjórn Á starfsárinu skipuðu stjórn þau: Guðfinna Gunnarsdóttir, Selfossi, formaður Ólöf Þórðardóttir, Mosfellsbæ, varaformaður Þráinn Sigvaldason, Hörgárdal, ritari Bernharð Arnarsson, Hörgárdal, meðstjórnandi Gísli Björn Heimisson,...
Read Moreby lensherra | May 25, 2016 | Aðalfundargerðir, Bandalagið | 0 |
Aðalfundur Bandalags íslenskra leikfélaga Haldinn í Félagsheimilinu Herðubreið á Seyðisfirði 7. maí 2016 Fundur settur kl. 9:01 1. Fundarsetning. Kosning 2ja fundarstjóra og 2ja fundarritara, sem taka þegar til starfa Snorri Emilsson og Rúnar Gunnarsson frá Leikfélagi Seyðisfjarðar skipaðir fundarstjórar og Halla Rún Tryggvadóttir, Leikfélagi Húsavíkur og Fanney Valsdóttir, Leikfélagi Hörgdæla fundarritarar. Lögmæti fundarins sannreynt. 2. Kjörnefnd afgreiðir kjörbréf og afhendir atkvæðaspjöld, skýrir stöðu mála varðandi stjórnarkjör og auglýsir eftir tillögum Dýrleif Jónsdóttir, Hugleik, talar fyrir hönd kjörnefndar og dreifir atkvæðum til fundarmanna. 3. Menningarstefna Bandalagsins lesin og rædd Bernharð Arnarson, Leikfélagi Hörgdæla, las hana fyrir fundargesti. 4. Staðfest...
Read Moreby lensherra | May 12, 2015 | Aðalfundargerðir, Bandalagið, Vikupóstur | 0 |
Fundargerð aðalfundar Bandalags íslenskra leikfélaga haldinn að Melum í Hörgárdal 2. maí 2015 1. Fundarsetning. Kosning 2ja fundarstjóra og 2ja fundarritara, sem taka þegar til starfa. Lögmæti fundarins kannað. Guðfinna Gunnarsdóttir, varformaður Bandalagsins, setti fundinn og stakk upp á Aðalsteini H. Hreinssyni og Stefaníu E. Hallbjörnsdóttur frá Leikfélagi Hörgdæla sem fundarstjórum og Ármanni Guðmundssyni, Leikfélaginu Sýnir og Magnþóru Kristjánsdóttur, Leikfélagi Ölfuss sem fundarriturum. Samþykkt. 2. Kjörnefnd afgreiðir kjörbréf og afhendir atkvæðaspjöld, skýrir stöðu mála varðandi stjórnarkjör og auglýsir eftir tillögum. Kjörnefnd afgreiddi kjörbréf og afhenti atkvæðaspjöld. 19 félög eiga atkvæði á fundinum. Því næst kynntu fundargestir sig. Dýrleif Jónsdóttir,...
Read Moreby lensherra | May 12, 2014 | Aðalfundargerðir, Bandalagið | 0 |
Aðalfundur Bandalags íslenskra leikfélaga haldinn í Menningarhúsinu Kviku í Vestmannaeyjum dagana 3. og 4. maí 2014 1. Fundarsetning. Kosning 2ja fundarstjóra og 2ja fundarritara, sem taka þegar til starfa. Lögmæti fundarins kannað. Þorgeir Tryggvason, formaður Bandalagsins setti fundinn og stakk upp á Birki Högnasyni og Unni Guðgeirsdóttur frá Leikfélagi Vestmannaeyja sem fundarstjórum og Magnþóru Kristjánsdóttur, Leikfélagi Ölfuss og Önnu Maríu Hjálmarsdóttur, Freyvangsleikhúsinu sem fundarriturum. Tillagan samþykkt. Fundarmenn kynntu sig. 2. Kjörnefnd afgreiðir kjörbréf og afhendir atkvæðaspjöld, skýrir stöðu mála varðandi stjórnarkjör og auglýsir eftir tillögum. Dýrleif Jónsdóttir, Leikfélaginu Hugleik og formaður kjörnefndar óskaði eftir að þeim kjörbréfum yrði skilað sem ekki höfðu borist. Gerður Halldóra Sigurðardóttir, Leikfélagi Selfoss útdeildi atkvæðaseðlum. Dýrleif gerði grein fyrir stöðu mála vegna stjórnarkjörs. 3. Menningarstefna Bandalagsins lesin og rædd. Ólöf Þórðardóttir, Leikfélagi Mosfellssveitar og ritari stjórnar las Menningarstefnu Bandalagsins. Engar umræður. 4. Staðfest inntaka nýrra félaga, félög tekin af félagaskrá. Bernharð Arnarson, Leikfélagi Hörgdæla sagði frá því að Leikklúbburinn Spuni, Leikdeild Umf. Vöku og Leikdeild Umf. Stafholtstungna hefðu sagt sig úr Bandalaginu en það síðastnefnda gekk í Bandalagið fyrr á þessu ári en segir sig úr því aftur. Leikfélag Norðfjarðar sækir um inngöngu. Hlé var gert á afgreiðslu þessa liðar meðan kjörnefnd kláraði að deila út atkvæðaseðlum. Að því loknu samþykkti fundurinn úrsögn og inngöngu áðurtaldra félaga. 5. Fundargerð síðasta aðalfundar afgreidd. Fundarstjóri bar fundargerð síðasta aðalfundar undir fundinn og var hún samþykkt. 6. ...
Read More