Category: Fréttir

Fjórtándi jólasveinninn í Freyvangi

Fjórtándi jólasveinninn er frumsamið barnaleikrit eftir Ásgeir Ólafsson Lie og segir sögu af hinum hefðbundnu jólasveinunum 13 sem og Grýlu, Leppalúða og jólakettinum. Nema í þessu leikverki eru jólasveinarnir ekki bara þrettán heldur er þarna sá fjórtándi sem enginn átti von á. Þetta jólaævintýri er hugljúf jólasaga sem segir söguna af barni sem kemur óvænt í heiminn og var í raun ekki gert ráð fyrir. Ólátabelgur er frábrugðin öðrum í fjölskyldunni og hefur hvorki hlutverk né tilgang innan fjölskyldunnar. Það að vera öðruvísi en allir í kringum sig og falla ekki inní hópinn getur verið erfitt, því þarf Ólátabelgur...

Read More

Blái hnötturinn á Flateyri

Laugardaginn 16. nóvember kl. 16:00 frumsýnir Leikfélag Flateyrar hið æsispennandi ævintýri um Bláa hnöttinn eftir Andra Snæ Magnason. Sýnt verður í Samkomuhúsinu á Flateyri og er  sýningin skemmtileg fyrir unga sem aldna. Í þessu spennandi og hlýja leikriti verða villibörnin sem búa á Bláa hnettinum logandi hrædd þegar geimskip brotlendir á plánetunni þeirra. Þar er mættur hinn galsafulli Gleði-Glaumur, sem lofar þeim endalausu fjöri og meira stuði í skiptum fyrir það dýrmætasta sem þau eiga – æskuna sína. Úr verður langhættulegasta ævintýri sem gerst hefur á Bláa hnettinum fyrr eða síðar. Að leikritinu kemur fjöldi íbúa á Flateyri eða...

Read More

Uppselt fram að jólum í Ávaxtakörfunni

Leikfélag Hveragerðis frumsýndi Ávaxtakörfuna í lok september og hafa viðtökurnar ekki staðið á sér. Uppselt er á allar sýningar fram að jólum en síðasta sýning fyrir jól er sunnudaginn 8. desember. Þá fá leikarar og baksviðsfólk kærkomið jólafrí en þá verður búið að sýna 22 sýningar fyrir fullu húsi. Það er alltaf ánægjulegt þegar sýningar ganga vel og leikhópurinn og aðstandendur fá að uppskera ríkulega laun erfiðisins frá æfingatímabilinu. Það er alls ekki sjálfgefið að sýningar áhugaleikfélaga gangi svona vel og erum við virkilega glöð með viðtökurnar. Með þessum viðtökum erum við að fá staðfestingu á því að sú...

Read More

Svarta kómedían á Borg

Leikfélagið Borg sýnir hinn sprenghlægilega farsa Svörtu kómedíuna í Félagsheimilinu Borg. Svarta kómedían er sprenghlægilegur farsi um ungan mann sem þarf að kljást við þrjá elskhuga sína, tannhvassan verðandi tengdaföður, og heyrnalausan miljónamæring – og það allt í algjöru rafmagnsleysi á regnvotu sunnudagskvöldi í London ca. 1965.  Ungur listamaður og mikill elskandi að nafni Brindsley býr í hrörlegri íbúð í London sem hann er búinn að laga aðeins til fyrir kvöldið. Hann er kominn með nýja unnustu og á von á stórfenglegu kvöldi með afar mikilvægum gestum. Á ögurstundu fer rafmagnið af húsinu og í einni hendingu er kvöldið...

Read More

Auglýst eftir leikskáldum og leiklesurum

Halaleikhópurinn skipuleggur leiklestra af ýmsu tagi í vetur. Í tilefni að því sendir hópurinn eftirfarandi skilaboð til allra sem áhuga kunna að hafa: Ertu blundandi skúffuskáld? Áttu handrit að leikverki sem þig langar að hlusta á leiklesið ? Handritin þurfa ekki að vera fullbúin og þau mega vera drög eða hlutar – stutt eða löng – létt eða þung.Við erum ekki að leita eftir verkum eftir snillinga, það er öllu líklegra að þú verðir snillingur meðendurtekinni reynslu við að skapa eitthvað. Því ekki að gefa þér tækifæri á að fá verkið sem blundar í þér leiklesið af leikurum á...

Read More

Leikfélag Blönduóss 80 ára

Leikfélagi Blönduóss heldur upp á 80 ára afmæli félagsins næstkomandi laugardag með viðburði í Félagsheimili Blönduóss. Saga leiklistar á Blönduósi spannar allt aftur til ársins 1897 en leikfélagið á staðnum var stofnað árið 1944. Í tilefni af þessu merkisafmæli verður sögusýning, sýndar gamlar upptökur af sviði og félagsstarfinu og veittar heiðursviðurkenningar svo eitthvað sé nefnt. Myndin að ofan er úr sýningu félagsins á Skugga-Sveini árið 1954.  Hér má finna tengil á viðburðinn á Facebook og hér er FB-síða...

Read More

Allir á svið í Frumleikhúsinu!

Leikfélag Keflavíkur frumsýnir á föstudaginn farsann Allir á svið, í þýðingu Gísla Rúnars Jónssonar. Leikstjóri sýningarinnar er Rúnar Guðbrandsson sem hefur áratuga reynslu í leiklist. Farsinn Allir á svið er oft kallaður Drottning farsana enda er hér um að ræða sprenghlægilegt verk sem hefur slegið í gegn hvar sem það hefur verið sett upp. Sýningin fjallar um leikhóp sem er að setja upp leiksýningu sem heitir Nakin á svið. Fyrir hlé fá áhorfendur að fylgjast með generalprufu sýningarinnar, síðustu æfingu fyrir frumsýningu. Við fylgjum leikhópnum svo í sýningarferð um allt landið og fylgjumst með sýningum á Akureyri og Vík...

Read More

Ársrit Bandalags íslenskra leikfélaga 2024

Ársrit Bandalags íslenskra leikfélaga árið 2024 er komið út. Í því eru að finna allar helstu upplýsingar um starfsemi áhugaleikfélaganna á síðasta leikári auk svipmynda úr sýningum og annars efnis. Ársritið má skoða hér og/eða hlaða því...

Read More

Listin að lifa í Litla leikhúsinu við Sigtún

Leikfélag Selfoss frumsýnir leikverkið Listin að lifa eftir Sigríði Láru Sigurjónsdóttur föstudaginn 25. október. Leikstjóri er Jónheiður Ísleifsdóttir. Sýningin fjallar um vinina Dúu, Duddu og Didda og er þeim fylgt gegnum lífið nánast frá vöggu til grafar með öllu því sem líf þeirra hefur upp á að bjóða, í blíðu og stríðu. Fimm leikarar eru í uppsetningunni og spanna breitt aldursbil, koma úr ýmsum áttum og eru sumir að stíga sín fyrstu skref  meðan aðrir hafa mikla reynslu með leikfélaginu. Fyrirhugaðar eru tíu sýningar: Frumsýning Föstudagur 25. október kl. 20:00 Hátíðarsýning Sunnudagur 27. október kl. 17:00 3. sýning Föstudagur...

Read More

Leikfélag Sauðárkróks sýnir Ávaxtakörfuna

Leikfélag Sauðárkróks frumsýnir Ávaxtakörfuna eftir Kristlaugu Maríu Sigurðardóttur í dag, þriðjudag 15. okt. Höfundur tónlistar er Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson. Leikstjóri er Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir. Æft hefur verið síðastliðnar sex vikur og hefur æfingatímabilið gengið mjög vel. 9 leikarar leika í sýningunni en um 40 manns eru í leikhópnum sem koma að sýningunni með einum eða öðrum hætti. Sýnt er í Bifröst á Sauðárkróki sem hér segir: Frumsýning þriðjudag 15. október kl. 18:00 2. Sýning miðvikudag 16. október kl. 18:00 3. Sýning föstudaginn 18. Október kl. 18:00 4. Sýning laugardaginn 19 október kl. 14:00 5. Sýning sunnudaginn 20. Október kl....

Read More

Æfingar á haustverki Leikfélags Selfoss á fullu

Leikfélag Selfoss hefur nú heldur betur slegið í klárinn eftir að hafa látið lítið fyrir sér fara síðustu tvö ár vegna framkvæmda við leikhúsið. Haustsýning leikfélagsins er leikritið Listin að lifa eftir Sigríði Láru Sigurjónsdóttur í leikstjórn Jónheiðar Ísleifsdóttur. Æfingar hófust um miðjan september og hafa gengið vel, mikil gleði er í leikhópnum og stjórn leikfélagsins bíður spennt eftir að sýna afraksturinn en frumsýning er áætluð föstudaginn 25. október.  Verkið fjallar um vinina Dúu, Duddu og Didda og er þeim fylgt gegnum lífið nánast frá vöggu til grafar með öllu því sem líf þeirra hefur upp á að bjóða...

Read More
Loading

Nýtt og áhugavert