Stöndum saman á Eyrarbakka
Leikfélag Eyrarbakka frumsýnir Stöndum saman, leikverk eftir Huldu Ólafsdóttur fim. 10. apríl á veitingastaðnum Rauða Húsinu á Eyrabakka. Hvað gerist þegar daglegt líf ungs pars fer að flækjast? Þegar barneignir, nám, vinnuálag, tengdaforeldrar, íbúðarkaup og samskiptaörðugleikar hrannast upp – og enginn veit nákvæmlega hvernig á að halda utan um allt? Stöndum saman, nýjasta sýning Leikfélags Eyrarbakka, varpar skemmtilegu, einlægu og oft á tíðum sprenghlægilegu ljósi á raunveruleikann sem margir þekkja – og gerir það með bæði söng og sál. Leikritið fjallar um unga parið Öldu og Edda sem reyna að halda lífinu gangandi í gegnum gleði og sorgir hversdagsins....
Read More