Námskeið í leikhúsförðun og gervagerð
Leiklistarskóli BÍL stendur fyrir námskeiði í leikhúsförðun dagana 24.-25. janúar 2026. Kennari er Ásta Hafþórsdóttir sem er einn fremsti förðunarmeistari landsins og þótt víðar væri leitað. Kennt verður í húsnæði Reykjavík Makeup School að Krókhálsi 6 í Reykjavík. Námskeiðið hefst laugardaginn 24. janúar og lýkur sunnudaginn 25. janúar. Námskeiðin hefjast kl. 10.00 hvorn dag og standa til 16.00. Gert ráð fyrir 45 mín. hádegishléi. Lögð verður áhersla á helstu atriði í grunnförðun í leikhúsi fyrri daginn en seinni daginn fá nemendur að þeim þáttum sem þeir helst kjósa. Meðlimir aðildarfélaga Bandalagsins hafa forgang að námskeiðinu en opið verður fyrir...
Read More



