Category: Fréttir

Stöndum saman á Eyrarbakka

Leikfélag Eyrarbakka frumsýnir Stöndum saman, leikverk eftir Huldu Ólafsdóttur fim. 10. apríl á veitingastaðnum Rauða Húsinu á Eyrabakka. Hvað gerist þegar daglegt líf ungs pars fer að flækjast? Þegar barneignir, nám, vinnuálag, tengdaforeldrar, íbúðarkaup og samskiptaörðugleikar hrannast upp – og enginn veit nákvæmlega hvernig á að halda utan um allt? Stöndum saman, nýjasta sýning Leikfélags Eyrarbakka, varpar skemmtilegu, einlægu og oft á tíðum sprenghlægilegu ljósi á raunveruleikann sem margir þekkja – og gerir það með bæði söng og sál. Leikritið fjallar um unga parið Öldu og Edda sem reyna að halda lífinu gangandi í gegnum gleði og sorgir hversdagsins....

Read More

Ærsladraugurinn á Hofsósi

Leikfélag Hofsóss frumsýndi gamanleikinn Ærsladrauginn eftir Noel Coward í Höfðaborg á Hofsósi laugardaginn 29. mars. Leikstjóri er Börkur Gunnarsson. Verkið gerist á yfirstéttarheimili bresks rithöfundar sem ætlar að afla sér vitneskju um starfsemi miðla og býður í þeim tilgangi einum slíkum í heimsókn. Skemmst er frá því að segja að ýmislegt fer á annan veg en ætlað var í upphafi en eins og nafn verksins bendir til kemur óútreiknanlegur ærsladraugur við sögu. Hlutverk í sýningunni eru sjö í höndum sex leikara en alls koma um 30 manns að sýningunni. Ærsladraugurinn var fyrst settur á svið í London árið 1941...

Read More

Ferðin á heimsenda hjá Leikfélagi Blönduóss

Leikfélagið Blönduóss hefur unnið markvisst að endurreisn félagins undanfarin ár og má segja að félagið sé að komast á frábært skrið núna. Leikfélagið setur nú á svið barnasýninguna Ferðina á Heimsenda eftir Olgu Guðrúnu Árnadóttur. Stór og flottur leikhópur á öllum aldri tekur þátt í sýningunni og er það hinn reyndi leikstjóri, Sigurður Líndal sem stýrir hópnum. Ferðin á heimsenda er barnaleikrit sem fjallar um ferðalagið á Heimsenda með verndargripinn geislaglóð sem þarf að fylla af sólarorku svo ekki fari illa fyrir álfaheiminum. Leikritið er fullt af ævintýralegum persónum, álfum, galdrakall, ömmu og hetjum. Verkið er sérstaklega skapað fyrir...

Read More

Hárið á Hornafirði

Leikfélag Hornafjarðar, í samstarfi við Framhaldsskólann í Austur-Skaftafellssýslu, frumsýnir söngleikinn Hárið, næstkomandi laugardag, 29. mars. Leikstjóri sýningarinnar er Svandís Dóra Einarsdóttir, hreyfihönnuður er Sigga Soffía Níelsdóttir, tónlistarstjóri er Hörður Alexander Eggertsson, kórstjóri er Hrafnkell Karlsson, ljósahönnuður er Þorsteinn Sigurbergsson og búningahönnuður er Ágústa Margrét Arnardóttir. Að sýningunni koma 16 leikarar, sjö manna kór, fjögurra manna hljómsveit, aðstoðarleikstjóri, sýningarstjóri og þrír tæknimenn, auk fjölmargra velunnara leikfélagsins sem hafa lagt hönd á plóginn við leikmyndagerð, smíðavinnu, hár og förðun. Sýningarnar fara fram í Mánagarði, félagsheimili rétt utan bæjarmarka, sem hefur verið aðalsýningarsalur Leikfélags Hornafjarðar í fjölda ára. Eins og segir í...

Read More

Bjargráð Leikfélags Fjallabyggðar

Leikfélag Fjallabyggðar frumsýndi leikverkið Bjargráð eftir Guðmund Ólafsson 14. mars síðastliðinn. Verkið  er gamanleikur með söngvum og er höfundurinn Guðmundur Ólafsson, jafnframt leikstjóri. Leikurinn gerist í litlu bæjarfélagi þar sem allt er í kaldakoli og allt útlit fyrir að það fari á hausinn. Fjárhagurinn í tómu tjóni og  íbúar ekki ánægðir með bæjarstjórnina. Hin frábæra og stórskemmtilega hljómsveit Ástarpungarnir sér um hljóðfæraleikinn og tekur þátt í sýningunni. Sýnt er í Menningarhúsi Fjallabyggðar Ólafsfirði.  Nánar má fræðast um sýninguna á Facebook-síðu félagsins. Miðapantanir: Hanna Bryndís sími 6161762 milli kl.16 og 18 Vibekka 8485384 milli kl.16 og 18...

Read More

Leikfélag Dalvíkur frumsýnir Fram og aftur

Leikfélag Dalvíkur frumsýndi leikritið Fram og aftur eftir Sean Grennan í íslenskri þýðingu og leikstjórn Dominique Sigrúnardóttur, föstudaginn 21 mars. Í staðfærðri þýðingu verksins  fjallar það um ungan mann sem vinnur á bar á Dalvík árið 1986. Eitt kvöldið fær hann óvænta heimsókn frá eldri manni sem býður honum peninga upphæð sem hann á erfitt með að neita, fyrir það eitt að fá að sitja eftir lokun og fá sér drykk. Tilboðið hljómar vel en eftir því sem líður á kvöldið fara grunsamlegir hlutir að koma í ljós og óvæntur gestur flækir hlutina enn fremur. Fram og aftur fjallar...

Read More

Góðverkin kalla hjá Hugleik

Hugleikur frumsýnir Góðverkin kalla laugardaginn 15. mars í Leikhúsinu að Funalind 2 í Kópavogi. Í litlum bæ út á landsbyggðinni, þar sem metnaður, góðmennska og samstaða einkenna fólkið, fer fram viðburður sem þú vilt ekki missa af! Hvenær verður maður of góður? Skipta gæði meira máli en magn? Hversu mikið af tækjum þarf eitt lítið sjúkrahús úti á landi? Hugleikur færir þér spennandi og hrífandi sýningu sem vekur djúpar tilfinningar og skilur eftir sig eftirminnileg spor. Þetta er ekki bara viðburður – þetta er upplifun sem fær þig til að hugsa, hlæja og efast. Höfundar verksins eru þeir Þorgeir...

Read More

Glanni glæpur í Frumleikhúsinu

Leikfélag Keflavíkur frumsýnir Glanna glæp í Latabæ sunundaginn 9. mars í Fumleikhúsinu í Reykjanesbæ. Leikgerðin er eftir þá Magnús Scheving og Ssigurð Sigurjónsson með tónlist Mana Svavarssonar og söngtextum eftir Karl Ágúst Úlfsson. Leikstjóri er Brynja Ýr Júlíusdóttir. Íþróttaálfurinn hefur kennt öllum bæjarbúum hvað það er mikilvægt að borða íþróttanammi og hreyfa sig reglulega, því þannig nær maður árangri. Íþróttaálfurinn þarf skyndilega að yfirgefa bæinn og þá birtist Rikki ríki í bænum. Hann hlýtur að vera alveg rosalega ríkur…eða hvað? Nei! Rikki ríki er nefnilega Glanni glæpur í dulargervi. Glanni glæpur reynir hvað sem hann getur til að fá bæjarbúa...

Read More

Hans klaufi hjá Leikfélagi Stafholtstungna

Nýstofnað Leikfélag Stafholtstungna frumsýnir fjölskylduleikritið Hans klaufi eftir leikhópinn Lottu þann 9. mars næstkomandi. Sýnt er í Þinghamri, Varmalandi. Leikstjóri er Gunnar Gunnsteinsson.   Frumsýning er sunnudaginn 9. mars kl. 14.00. Sýningar eru annars sem hér segir: Sun. 16. mars kl. 17.00 Sun. 23. mars kl. 17.00 Lau. 29 mars kl. 14.00 Sun. 30. mars kl. 14.00 Miðasalan fer fram á...

Read More

Leikfélag Ölfuss vaknar

Leikfélag Ölfuss rís nú úr dvala og boðar til opins fundar til ad kynna starfsemi sína. Félagið hefur á síðustu misserum verið ad setja upp glænýja aðstöðu og nú er komið ad því að hefja störf í Leikhúsinu ađ Selvogsbraut 4. Öllum sem hafa áhuga á því að starfa med félaginu er hér með boðið á kynningarfund fimmtudaginn 13. mars kl. 20.00. Framundan eru spennandi verkefni. Nú á vormánuðum verður haldin stuttverkahátíð þar sem fólki gefst tækifæri til ad skrifa, leika og leikstýra ásamt öllu sem fylgir því að setja upp leiksýningu. Hlökkum til ad sjá sem flesta á...

Read More

Kokteill Halaleikhópsins

Halaleikhópurinn sýnir um helgina leiklesturssýninguna Kokteil eftir Guðjón Sigvaldason sem einnig leikstýrir. Sex sprækir Halar leika / leiklesa sumir eru splunkunýir á sviðinu aðrir reynslunni ríkari. Leikstjórinn dró fram 3 eldri stuttverk eftir sjálfan sig, sem flutt hafa verið áður, en voru skrifuð fyrir 6 til 9 ára leikara, en höfundi langaði að prófa að vinna þau með eldri leikurum, sem tilraun. Höfundur samdi síðan tvö ný verk auk eintala fyrir hópinn til að setja þetta saman sem Kokteil þann sem þér er til boða núna Sýningar verða laugardaginn 1. mars kl. 20.00 og sunnudaginn 2. mars kl.17.00. Miðaverð...

Read More

Sex í sveit í Árnesi

Leikdeild UMFG leggur þessa dagana lokahönd á undirbúning fyrir sýningar á hinu geysivinsæla leikverki Sex í sveit. Leikstjórn er í höndum  Bjarkar Jakobsdóttur. Frumsýnt verður í Árnesi föstudagskvöldið 28. febrúar kl. 20:00.  Verkið sem er eftir Marc Camoletti í íslenskri þýðingu og staðfæringu Gísla Rúnars Jónssonar, er bráðskemmtilegur farsi sem gerist í íslenskum sumarbústað þar sem óvæntar uppákomur, flækjur og misskilningur valda ótal vandræðalegum – og hlægilegum – aðstæðum. Leikararnir sex geta vart beðið með að stíga á svið og tryggja áhorfendum kvöld fullt af hlátri og góðri stemmningu. Björk Jakobsdóttir er reyndur leikstjóri og leikkona sem hefur komið víða við í...

Read More
Loading

Opnunartímar

Monday - Friday: 9:00 — 13:00, Saturday - Sunday: Closed, 16 Apr: Closed

Vörur