Æfingar eru hafnar að nýju hjá Leikfélagi Fjallabyggðar á verkinu Brúðkaup sem er samið af Guðmundi Ólafssyni sem jafnframt leikstýrir verkinu. Um er að ræða fyrsta verk Leikfélags Fjallabyggðar þar sem Leikfélag Ólafsfjarðar og Leikfélag Siglufjarðar sameinuðust formlega í Leikfélag Fjallabyggðar 12. júlí 2013. Áður unnu félögin saman af mikilli prýði að uppsetningu á verkinu Stöngin inn! sem einnig var samið og leikstýrt af Guðmundi Ólafssyni, en félögin enduðu á fjölum Þjóðleikhússins með þá sýningu.

Leikhúsgestum getur farið að hlakka til að skemmta sér í leikhúsinu með Leikfélagi Fjallabyggðar en L.F. mun heimsfrumsýna Brúðkaup þann 17. október í Tjarnarborg Ólafsfirði.