Dansverk um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur – aðeins þrjár sýningar 4., 10. og 13. september.
Dansverkið Bríet var nýlega frumsýnt á Reykjavík Dance Festival við frábærar viðtökur og heldur nú áfram í Tjarnarbíó. Athugið að verkið verður aðeins sýnt þrisvar sinnum og því ekki gott að fresta miðakaupum!
Verkið er samið til heiðurs Bríeti Bjarnhéðinsdóttur kvenréttindakonu. Það er byggt á ævi Bríetar en innblásturinn hefur mest megnis verið sóttur í hennar persónulegu sögur, auk heimilda um afrek hennar innan kvenréttindabaráttunnar.
Höfundur verksins er Anna Kolfinna Kuran í samstarfi við færar listakonur.
Notast er við hreyfingar, tónlist, texta og söng til að miðla túlkun hópsins á Bríeti.
Hópurinn samanstendur af sex fagkonum úr sviðslistageiranum. Verkefninu er stýrt af danshöfundi hópsins Önnu Kolfinnu Kuran sem á einnig hugmyndina að verkinu. Þetta er í fyrsta sinn sem hópur þessi starfar saman en innbyrðis eru ólík persónuleg og fagleg tengsl.
Heimasíða: tjarnarbio.is/index.php/196-briet-tjarnarbio
Miðasala: midi.is/leikhus/1/9139/Briet
Facebook: facebook.com/brietdansverk
Flytjendur:
Anna Kolfinna Kuran
Esther Talía Casey
Gígja Jónsdóttir
Lovísa Ósk Gunnarsdóttir
Leikmynd og búningar:
Eva Signý Berger
Tónlist:
Vala Gestsdóttir