Bót og betrun er gamanleikur eins og þeir gerast bestir, hefðbundinn farsi með misskilningi, flækjum og pínlegum aðstæðum af öllu tagi eins og efnið ber með sér. Verkið á erindi við alla sem vilja upplifa gleði og glaum og gera vel við hláturtaugarnar.
Alls taka 10 leikarar þátt í sýningunni en með aðalhlutverk fara þeir Stefán Ólafsson og Guðmundur Karl Sigurdórsson, báðir þrautreyndir á leiksviðinu. Leikstjóri er Jón St. Kristjánsson en þetta er í fimmta sinn sem hann leikstýrir hjá Leikfélagi Selfoss. Stefnt er að frumsýningu í lok febrúar.