Leikfélag Hólmavíkur frumsýnir fimmhurðafarsann Bót og betrun eftir Michael Cooney í Sævangi, á Páskadag 17. apríl kl. 20.00.
Tíu leikarar taka þátt í uppsetningunni að þessu sinni, fimm karlar og fimm konur, hvortveggja þaulvanir leikarar og nýliðar með leikfélaginu. Leikstjóri er Sigurður Líndal.
Sýningar verða sem hér segir:
Frumsýning á Páskadag, 17. apríl
2. sýning, annan í páskum 18. apríl
3. sýning, sunnudaginn, 24. apríl
4. sýning, föstudaginn, 29. apríl
Lokasýning, laugardaginn 30. apríl
Ólíklegt er að Leikfélagið komist í leikferð eins og vanalega svo ástæða er til að hvetja fólk til að mæta í Sævang meðan hægt er. Sauðfjársetrið í Sævangi hefur súpu á boðstólum fyrir þau sem vilja fyrir sýningar og opnar húsið kl. 18:30. Hægt er að panta miða (og súpu) hjá Ester í síma 693-3474.