Í tilefni afmælis Akureyrarbæjar setur Litla Kompaníið, í samstarfi við Leikfélag Akureyrar, upp leikverkið Borgarinnan eftir Sögu Jónsdóttur sem jafnframt er leikstjóri. Verkið verður frumsýnt í Samkomuhúsinu þann 30. ágúst en það er byggt á atriðum úr ævi Vilhelmínu Lever, fyrstu konunnar sem kaus til bæjarstjórnar á Akureyri, 19 árum áður en konur fengu kosningarétt! Sýnt er í Samkomuhúsinu.

Sýningin spannar rúmlega 40 ár þar sem við kynnumst mörgum litríkum persónum og gluggum inn í stórmerkilega viðburði í lífi Vilhelmínu sem og sögu Akureyrar. Aðeins verða sýndar örfáar sýningar og eru þær sem hér segir:

30. ágúst – Frumsýning
31. ágúst
1. september
8. september

Leikarar eru Aðalsteinn Bergdal, Fanney Valsdóttir, Hannes Örn Blandon, Hafdís Dröfn Sigurðardóttir, Ívar Örn Björnsson, Jóhanna Þorgilsdóttir, Jón S. Kristinsson, María Gunnarsdóttir, Ólöf Matthíasdóttir, Óðinn Valsson, Ragnar Bollason, Skúli Gautason, Stefán Guðlaugsson, Stefanía E. Hallbjörnsdóttir, Steingrímur Magnússon og Sunna Borg.

Leikfélag Akureyrar er um þessar mundir að leggja lokahönd á dagskrá komandi leikárs og verður hún kynnt miðvikudaginn 29. ágúst n.k. og hefst kortasala í beinu framhaldi af því.

Sýnngar hefjast kl. 20, miðaverð er 2.800 kr. Miðasölu og frekari upplýsingar er að finna á www.leikfelag.is og í síma 4 600 200.