Bandalagi íslenskra leikfélaga hefur verið falið að velja leiksýningu sem boðið verður að fara á Norræna barnaleiklistarhátíð sem haldin verður í Tana í Norður-Noregi dagana 1.-7. ágúst 2011. Þar er ætlunin að 120 börn frá öllum Norðurlöndunum, baltnesku löndunum þremur, Norðvestur-Rússlandi og Grænlandi komi saman til að þroska sig í menningarlegu, mannlegu og listrænu tilliti.

Þema hátíðarinnar er „Hver er ég í sögunni“. Hver hópur mun sýna sýningu sem er að hámarki klukkutíma löng ásamt því að sjá sýningar hinna hópanna. Einnig verður boðið uppá leiklistarnámskeið fyrir börn og fullorðna. Leikendur skulu vera á aldrinum 10-15 ára. Hámarksfjöldi barna í leikhópnum er 10. Hver leikhópur leikur á sínu tungumáli.

Ekki er skilyrði að hópurinn sé aðili að Bandalagi íslenskra leikfélaga en það sér um að velja sýningu á hátíðina. Umsóknum skal skila til Bandalagsins að Suðurlandsbraut 16, 108 Reykjavík eða á netfangið info@leiklist.is.

Umsóknarfrestur er til 20. nóvember 2010

Nánari upplýsingar má finna hér:

{mos_fb_discuss:2}