Boðað er til aðalfundar Bandalags íslenskra leikfélaga laugardaginn 30. apríl 2022. Fundurinn verður haldinn á Park Inn hótelinu, Hafnargötu 57 í Reykjanesbæ. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf. Fundurinn hefst kl. 9.30.
Félög sem hyggjast senda fulltrúa þurfa að fylla út kjörbréfsform á vefnum. Nauðsynlegt er að vera innskráð á aðgangi viðkomandi leikfélags. Form fyrir kjörbréf er að finna hér.
Þetta er fyrsti fundurinn síðan árið 2019 sem ekki verður markaður af samkomutakmörkunum. Það er sannarlega kominn tími til að treysta félagsböndin og stilla saman strengi nú þegar við virðumst loks komin úr kófgöngunum út í ljósið. Í tilefni þess hefst þingið á óformlegri málstofu föstudagskvöldið 29. apríl undir yfirskriftinni Áhugaleiklistin eftir Covid. Í ráði er að ræða almennt stöðu áhugaleiklistarinnar, almenn og sértæk vandamál sem að félögunum steðja og velt upp möguleikum og lausnum. Sveitarstjórnarkosningar verða haldnar 14. maí og nú er tíminn til að ræða og ýta við fulltrúum í sveitarstjórnum vegna hagsmuna félaganna.
Í boði eru eftirfarandi pakkar fyrir BÍL-þingið:
Pakki 1: 39.750 kr.
Gisting á Park Inn í 2 nætur (m.v. gistingu í 2ja manna herbergi) + morgunverður
Fundarveitingar, kaffi og hádegisverður meðan á fundi stendur á laugardag
Hátíðarkvöldverður laugardag
Pakki 2: 28.500 kr.
Gisting á Park Inn í 1 nótt (m.v. gistingu í 2ja manna herbergi) + morgunverður
Fundarveitingar, kaffi og hádegisverður meðan á fundi stendur á laugardag
Hátíðarkvöldverður laugardag
Pakki 3: 14.000 kr.
Fundarveitingar, kaffi og hádegisverður meðan á fundi stendur
Hátíðarkvöldverður laugardag
Pakki 4: 8.500 kr.
Fundarveitingar, kaffi og hádegisverður meðan á fundi stendur
Vonir standa til að hægt verði að bjóða fundargestum á Rokksafnið meðan á þinginu stendur.
Sendið póst á info@leiklist.is til að bóka pakka fyrir hádegi 20. apríl.
Fundargögn:
Lög BÍL sem innihalda m.a. dagskrá aðalfundar, er að finna hér.
Fundargerð aðalfundar 2021 er hér.
Nýtt bókhaldskerfi sem tekið var í notkun á síðasta ári hefur aðeins tafið gerð ársreiknings en hann verður sendur út um leið og hann er tilbúinn.