Leikfélags Vestmannaeyja frumsýndi vorverkefni sitt liðna helgi en það er gamanleikritið Blúndur og blásýra eftir Joseph Kesselring. Verkið segir frá öldnu systrunum Mörtu og Abbý Brewster sem búa ásamt léttgeggjuðum frænda sínum á ættaróðali Brewster fjölskyldunnar í Brooklyn. Systurnar eru annáluð gæðablóð en undanfarið hafa þær uppgötvað nýja ástríðu á seinni árum ævi sinnar, sem er að svæfa einmanna eldri karlmenn svefninum langa með eiturbruggi sínu. Þegar annar ungur frændi þeirra kemst að dægradvöl kerlanna fara hjólin heldur betur að snúast og úr verður ansi skoplegur ærslaleikur.

Frumsýnt var föstudaginn 5. apríl síðastliðinn og verður sýnt allar helgar út aprílmánuð. Næstu sýningar:
3. sýning 12. apríl kl. 20:00
4. sýning 13. apríl kl. 20:00
Miðasala er í síma 852-1940 og miðaverð er  3.500 kr. Ósóttar pantanir eru seldar klukkustund fyrir sýningu.

Nánari upplýsingar á FB-síðu félagsins. Hér má svo sjá umfjöllun um sýninguna í Eyjafréttum.